Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1930, Síða 6

Fálkinn - 07.06.1930, Síða 6
6 F A L K I N N ,,Gardergaaren" í VesLurgötu. Krossinn sgnir herbergið, sem H. C. Andersen átti heima í fgrstu næturnar i Kaupmannahöfn. i árunum 1849—65, sem voru mestu blómaár skáldsins, átti hann heima í Nghöfn nr. 67 á annari hœð. því hann var bljúgur og við- kvæmur í lund. Fyrsta verulega sigurinn vann liann með skáld- sögunni „Improvisatoren“, 1835, en síðar komu „O. T.“, „Kun en Spillemand“ og „De to Baron- esser“ auk annars. Engin þess- ara bóka hefði þó getað skapað honum varanlega skáldfrægð. Það voru æfintýrin, sem urðu til þess. Ilafði hann fengist nokkuð við æfintýragerð á þessum ár- um, en með litlu safni æfintýra, er liann gaf út 1835 vakti hann fyrst verulega athygli. Þó sann- aðist þar, að enginn er spámað- ur í sinu föðurlandi, því að æfin- týrin lágu í þagnargildi i Dan- mörku þangað til aðrar þjóðir fóru að dásama þau. Hugur Andersen var þó fvrst og fremst við leikhúsin. Hann hafði langað til að verða leikari, en það hafði ekki tekist, en nú tók hann að semja leikrit, en þau urðu honum öll til vonbrigða. Við Ijóðagerð fjekst hann líka. Ferðaminningar skrifaði hann, að ógleymdri æfisögu sinni, sem að undanteknum æfintýrunum mun liafa verið mest lesin allra bóka Andersens. -----Það má merkilegt lieita, að Andersen, jafn bljúgur og hann var í lund, skyldi hafa þrótt til að slíta sig frá heimilinu i forboði móður sinnar og leggja aleinn upp til Kaupmannahafnar til að setjast þar að. Hann, skó- arasonurinn frá Odense, hlýtur að hafa haft ákveðinn vilja. Fjór- tán dalir voru aleiga hans þegar hann lagði upp í förina „út i heiminn”, hinn 4. september 1819. Spotta og spotta úr leiðinni fjekk hann að hanga aftan i póstvagninum. En allar þjáning- ar voru tilvinnandi til að ná tak- markinu og þegar liann komst á Friðriksbergshæð, skamt frá Kaupmannahöfn, fanst lionum liann standa á þröskuldi nýs lífs. Fyrsti bústaður hans var í „Gard- ergaarden“, óvistlegri krá í Vest- urgötu, og löngum varð hann að hafast við í dimmum og óhrein- um kompum, i fátækrahverfum borgarinnar. Það var fyrst eftir að Jonas Collin hafði tekið hann að sjqr og sent hann í skóla til Slagelse, að úr fór að rætast fyr- ir honum. Frá endurminningum sínum segir Andersen í „Mit Livs Even- tyr“ og er sú bók æfintýri út af fyrir sig, og ein af skemtilegustu og hugðnæmustu sjálfsæfisögum sem hægt er að finna. — Og ann- að æfintýri hefir hann skrifað um sjálfan sig, „Andarungann ljóta“, sem allir hjeldu að væri ófjelegur andarungi en varð fag- ur svanur. Æfintýri Andersen eru vinsæl bók hjer á landi. Steingrímur beitinn Thorsteinsson þýddi þau í'lest ef ekki öll og gaf út stórt safn af þeim og var sú bók mik- ið keypt og mun nú uppseld. Hjá öðrum þjóðum er eftirspurn eft- ir æfintýrunum svo mikil, að stundum gefa mörg forlög þau úl samtímis. Þau eru lesin um allan heim, suður í Afríku, aust- ur í Japan — Japanar hafa sjer- staklega mikið dálæti á H. C. Andersen — inni i frumskógum Indlands og norður á tundrum Síberíu. Það er sjaldgæft að haldið sje upp á 125 ára afmæli manna. En það er til marks um vinsældir Andersens í föðurlandi sínu, að þegar 125 ára afmæli lians var lialdið liátiðlegt annan apríl síðastliðinn, þá varð sú minning með fjölmennustu og tilkomu- mestu liátíðum, sem lengi liafa verið haldnar i Danmörku. EINKENNILEG SKÖPUNARSAGA. Blöðin i Japan hafa nýlega gefið út fallegt og fjölskrúðugt verslunar- hefti, sem þau nefna: „Present-Day Japan“ og er sent víða um Evrópu. í heftinu er skýrt frá iðnaði og fjármálum Japana, menningu, stjórn- málum, list og íþróttum o. fl. o. fl. Það dregur sem sagt í stuttu máli upp mjög glæsilega mynd af Japan eins og það er í dag. Þarna eru grein- ar um kirsuberjablómin og þann þátt er þau eiga í daglegu lifi þjóð- arinnar, um búddamyndir, japansk- an mat og drykk og Evrópumenn- ingu í Japan og er þar bæði skemti- lega og greinilega skýrt frá. Teikningar þær, sem hjer birtast eru í japönsku goðafræðinni. Jap- anska sköpuliarsagan er einstök í sinni röð. Hún segir frá þvi aðíárdegi alda þegar guðinn Izanagi-no-Mikoto og gyðjan Izanami-no-Mikoto komu niður til jarðarinnar og tóku að eign- ast börn, hafi Japan flotið á sjónum eins og vígahnöttur og hafi þá engar fastar eyjar verið til. Það leit út inn- an eins og egg. Guðinn og gyðjan á- kváðu að setjast að á þessum hnetti, þau stóðu upp á regnboga er Iá þvert yfir himininn og stungu spjóti niður í hið mjúka efni. Þau hrærðu upp í því með spjótsoddinum. Fjell þá dropi á sjávarflötinn og varð að eyju. Á eyju þessa komu guðirnir og gerðu hana að aðsetursstað sínum. Sköpuðu þau nú alt það sem til er, að lokum fæddi gyðjan eldguðinn, brendi sig og dó. Izanagi-no-Mikoto fór á eftir henni yfir á land hinna dauðu, en gyðjan vildi ekki veita honum áheyrn. Hún varð að tala við guð þann er ríkti yfir dánarheimunum og biðja hann um að leyfa sjer að verða við ósk eiginmanns síns og fara með lionum aftur á lifenda land. Hann fjekk þó ekki að sjá hana. Izanagi ,gerðist ó- þolinmóður og elti hana og komu þá allskonar óliöpp fyrir hann. Var kona hans að síðuslu farin að gera honum ýmsar skráveifur, lenti síðast í deil- um, sem luku með því að konan hót- aði því að hún skyldi kæfa þúsund manns á degi hverjum. — Þá skapa jeg eittþúsund og fimm liundruð, sagði maðurinn, og er það orsök þess að fleiri fæðast en deyja á jörðinni. Þó að Gyðingar sjeu nú hvattir til að flytja til Jerúsalem fer því fjarri að þessi Gyðingdbær hafi flesta íbúa af Gyðingakyni allra bæja í heimi. í Jerúsalem eru aðeins 48 þúsund Gyðingar, en í New Yorlc 1750 þúsund, Chicago 375 þúsund, Varsjava 322 þúsund, Philadelphia 275 þúsund, Budapest 213 þúsund, Wien 201 þúsund og London 200 þús. ----x----- Nálægt Halmstad í Svíþjóð dó ný- lega nærri heil fjölskylda úr lungna- bólgu á hálfum mánuði, fjögur syst- kyni og tvö börn eins þeirra. ■---x-—- Nýlega dó átta ára gömul telpa i London. Hún hafði rjett- áður fengið nýja skó, sem voru of litlir svo að fleiður hafði komið á liæl telpunnar og eitrun lilaupið í fótinn. Varð að taka fótinn af, en eitrunin hafði grip- ið svo um sig, að telpan dó tveimur tímum síðar. ----x----- Nýjasta tiska í Bandaríkjunum ersú að stúlkur noti brjefsefni af sama lit og er í kjólunum þeirra. Það fer að verða erfitt að tolla i tískunni úr þessu. ----x----- í Múnchen ætla menn nú að fara að keppa við íbúana í Oberammer-. gau og sýna píslarsöguleiki í sumar. í leikflokknum verða 65 dansarar, 50 leikendur og 20 hljóðfæramenn. -----x-----

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.