Fálkinn - 07.06.1930, Side 8
8
F Á L K I N N
Kristjún konungur níundi var stundum kallaður „afi Evrúpu", vegna þess hve tengd œtt hans var flestum konungafjölskyldum álf-
unnar. Ein dóttir lians varð keisaradrotning Rússlands, önnur konungsdrotning Bretlands, sonur hans varð konungur í Grikklandi,
svo aðeins sje talið það helsta. Nú er Valdimar prins, sonur hans einslconar aldursforseti dönsku konungsættarinnar og sýnir
mgndin hann ásamt ýmsu ættfólki sínu og vinum. í fyrstu röð frá vinstri sjest Áki prins, Ingibjörg Svíaprinsessa, Georg Grikkja-
prins, Louise hertogafrú af Brúnsvík, kona Axels prins, Valdimar prins, Þyri hertogafrú af Cumberland, kona Eiriks prins, Frið-
rik lcrónprins, Margrjet prinsessa af Bourbon og Viggo prins; sitjandi sjest René prins. 1 aftari röð: Axel prins, Amdrup undirað-
míráll, Alexander Svedstrup rithöfundur, Evers undiraðmíráll, Eiríkur prins, Alexandra hertogafrú af Meklenburg, Olga prinsessa
af Cumberland, kona Viggo prins og Ernst Ágúst hertogi of Brúnsvík.
Myndin hjer að ofan er frá landamærum Indlands og Afganistan og sýnir enskt herlið á göngu á vegunum þar.