Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 28.02.1931, Blaðsíða 1
16 slðnr 40 aura Reykjavík, laugardaginn 28. febr. 1931 í VETRARHÖRKUNUM. Þessi mynd stóð nýlega í amerísku blaði. Hún sýnir togara sem kominn er í höfn eftir óveður í hafi. Sjóarnir hafa gengið yfir skipið í sífellu, hver dropi hefir orðið að is í frostinu, isinn og krapið hleðst utan á skipið, á þilfar og reiða. Ef ekki er að gáð, er skipinu mikil hætta búin. Myndin gæti alveg eins verið af íslenskum togara. Allir togaramenn þekkja mynd- ina. Þeir hafa allir verið úti í illviðrum, hörknm og sjógangi og vita vel hvað það er að vinna undir slikum kringumstæð- um. Þeir vita líka mjög vel um hættuna, sem vofir yfir skipinu, er krapinn og klakinn hleðst á það. Við hinir, sem vinnum í landi, vitum yfirleitt lítið um hættur sjómannanna. Við sjáum skipin okkar koma í höfn og láta í haf, en hugsum minna um sjómennina. Við horfum undrandi á skipið, sem komið er í höfn klakað og kalt, og okkur þykir það fögur sjón, eins og manninum, sem hafði orð á því við sjómanninn, en hann svaraði: „Já, það er fallegt — úr landi“. Fæstir okkar vita eða skilja. 'að vel hefði getað farið svo, að skipið hefði sokkið undir þunga klakans og að öll stjórn á skipinu verður stórum erfiðari þegar skipið er orðið alklakað. Og ekki er það heiglum hent, að standa við verk sitt á svona skipi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.