Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.09.1931, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 O........... -'Ulln- O -'iillh"- O -IIIIIK O -'IIIIII." o -|||||||,.'0 -'IIII.. O -'illlii." O -'illln." O -niiiii,- O -'IIIIH..- o -uiiih... o i i O o =r O Syndir feðranna, Hermanson var eftirlitsmaður í yersluninni „Bræðurnir Pohl- mann“ — og Hermanson var mesli reglumaður sem hugsast gat, kom stundvíslega kl. 8 á hverjum morgni, hafði ekki aug- un af þeim sem undir hann voru gefnir allan daginn, heils- aði hverjum einast viðskiftavin kurteislega, vísaði ráðalausum frúm um völundargöng versl- unarinnar. — „Kjóladeiklin er á annari hæð, frú — gluggatjöld á sjöundu hæð, ungfrú! —flihha fáið þjer þarna við afgreiðslu- horðið til vinstri“ þannig gekk hver dagurinn hjá Hermanson, og þegar bjöllurnar hringdu um alt húsið og tilkyntu að klukkan væri sjö og nú mætti afgreiðslufólkið fara heim, þá lokaði og slökti Hermanson, tvílæsti aðalhliðinu og labbaði að næstu biðstöð sporvagnanna, keypti sjer dagblaðið og las neð- anmálssöguna í þvi á leiðinni heim í þriggja herhergja íbúð- ina sína í útjaðri borgarinnar, þar sem frú Hermanson, litli Hermanson og ol'urlítil ung- frú Hermanson biðu pabba. Og þau biðu aldrei árangurslaust, hvort sem miðdegisverðurinn, sem ætið var ákveðinn á morgn ana, var vatnsgrautur og kjet- kássa eða flesksteik, og hvort sem það var sólskin eða rign- ing. Klukkan tíu mínútur yfir níu kysti Hermanson sofandi börnin sin og konuna sem stag- aði sokka, fór að hátta og svaf vært og draumlaust þangað til vekjaraklukkan vakti hann kl. 16.15. Þó skal tekið fram að Iler- manson hafði áhugamól: hon- um þótti afar gaman að lesa, og venjulega sat hann og las 20 mínútur i góðri hók á hverju kvöldi. Hann vildi líka ganga þriflega til fara, liann gekk á- valt í svörtum jakkett og hvítri skyrtu með lausum línsmokk- um .... ójú, Hermanson var fyrirmyndar maður, ella hefðu húsbændur lians ekki borgað lionum 300 króna múnaðarkaup og gefið honum liálfsmánaðar sumarfri. I stuttu máli: Her- manson var fyrirmynd góðra ljorgara .... þangað til! . . annan maí, sem varð ör- lagadagur Hermansons. Bræð- urnir Pohlman borguðu kaupið jafnan fyrirfram og fyrsti mai var helgidagur, svo að nú stóð Hermanson með 300 krónur í vasanum fyrir utan verslunardyrnar kl. 10 mín. yf- ir sjö. Samkvæmt venju átti liann að fara heim til konúnnar sinnar og afhenda henni 275 krónur, sem liún var vön að róðstafa. En í þessu augnabliki skeði það óvænta: hann varð órólegur, æstur og iðandi, hug- ur hans hrinti öllu því venju- lega til liliðar. Og Hermanson kinkaði kolli og sagði upphátt við sjálfan sig: — í kvöld skal jeg drekka, drekka eins mikið og jeg get; í kvöld skal jeg fara á verstu krárnar, kynnast þvi hvað það er að drekka, eta, siiila, — í nótt skal jeg skemta mjer með svallbræðrum og kvenfólki .... jeg skal má'la horgina rauða, þó svo það kosti mig að lenda í steininum! Það er hest að halda á stað. Þetta með steininn hefði vist komið fram, ef Hermanson hefði verið sjálfrátt — þá hefði tiltækið liklega kostað liann 300 krónur að viðbættri sekt fyrir spell og tveggja daga fjarveru frá versluninni. En Hermanson var ekki einhamur. Hann var eins og allir aðrir, samhland af sjálfum sjer og óteljandi horfn- um ættliðum, og því var ekki að furða þó að það keyrði um þverbak hjá honum, úr því að hann slepti sjer ó annað horð. Hermanson fór á næstu krá, hann hafði aldrei komið á þess- konar stað lyr. Þar slokraði liann í sig nokkrum cocktails, tók síðan. bifreið og ók á eitt helsta veitingahúsið í borginni, snæddi úx-vals kvöldvei'ð og' drakk úi’vals vín. En eftir það hrakaði fyrirmenskunni; seinna um kvöldið þambaði hann whisky á einni kránni við höfn- ina; þaðan á gistihús í útjaði'i horgarinnar og bað um kampa- vin, og bauð öllum þjónunum glas, en af því að hann gat sjálf- ur ekki toi'gað’ meiru helti hann úr liálfri flösku yfir slaghörpu gistihússins, en bæði þjónarnir og eigandinn víttu hann fyrir. Varð Hei'manson þá reiðui', svo að liann sagði þjóninum upp vistinni þegar í stað og lienti flösku í hausinn á gestgjafanum Fram að þessu hafði Herman- son verið í liópi þeirra rnanna, sem þjóðfjelagið horgar lög- reglumönnum til að vex-nda — en nú var þessu snúið við. En Hermanson fann þetta og rudd- ist út og reikaði út i stóra garð- inn fyrir utan borgina. Það mun aldrei verða lýðum ljóst hvað Hermanson hafðist að næstu tíu tíma, en síðdegis daginn eftir sást hann á stórum veitinga- skála, þar sem hann eyddi síð- asta fimmkrónuseðlinum sinum fyrir gott stei'kt öl. Alt hefði nú getað farið vel, ef Hermanson hefði nú sjeð að sjer og farið aftur í verzlunina, en því var ekki að fagna. Hann fór um horð i skip, sem lá ó höfninni og faldi sig þar í lest- inni og kom eftir tvo daga, 1 ó- kunna höfn, sem hann hafði ekki vitað af áður. Þar stalst hann í land og dxýgði mikla vanvirðu: liann betlaði, betlaði eins og lxann hefði kunnað það fi'á blautu barnsbeini og innan skamms hafði honum orðið svo vel ágengt, að liann gat farið inn á veitingaliús og fengið ba^ði mat og drykk. Meðan hann sat þania, mettur og mátulega lireifur, kom stór maður og þrekinn inn og settist við næsta borð; nýi gesturinn bað um glas af öli og beið í kortjer en þá kom annar og settist hjá lionum. Það var auð- sjeð að þeir áttu skifti saman, því að sá herðabreiði tók upp vasabókina sína, úttroðna af stórum seðlum — Hermanson giskaði á, að þarna væri lieil miljón. Seðlarnir skiftu um eig- endur, sá síðarkomni taldi þá, stakk þeim i vasann og gaf kvitt un fyrir, ljekk liana þeini lierða- breiða og fór. Ormur dauðra, óþektra kyn- slóða vaknaði i sál Hermansons, liann bauð þjóninum glas, fór að skeggræða við liann og spurði margs — fjekk að vila, að mað- urinn sem afhenti peningana væri verkstjóri stórrar sögunar- myllu fyrir.utan hæinn, og loks að hann kæmi til bæjarins á hverjum miðvikudegi til þess að afhenda eftirlitsmanninum peningana, sem komu inn á vik- unni Næstu viku lilði Hermanson heiðarlega á sníkjum og notaði jafnframt timann til þess að kynna sjer, hvernig fara skyldi að því að útvega sjer skamm- byssu i þessum bæ, án þess að það vekti grun og yrði til þess að konia upp um óbótamenn. Loks komst liann að þeirri nið- urstöðu, að vissasti vegurinn væri sá að stela byssunni af lög- regluþjóni á kvöldin, þegar þeir að loknu dagsverki söfnuðust saman á kránni „The West“ til þess að spila. Þá voru þeir vanir að leggja af sjer vopnin í bekk- inn, til þess að ljetta á sjer. Þrjú kvöld í röð fór hann inn í „The West“ og kaupir sjer öl -- þriðja kvöldið tókst fyrirtækið — Hermanson hafði eignast stóra sexhleypta skammbyssu, fullhlaðna. Það kvö ld fór Her- manson lieim þangað sem hann lá við, tók öll skotin úr hyss- unni, svarf broddinn af kúlun- um og setti þær svo aftur í byss- una. Dagurinn eftir var þriðjudag- ur — þann dag var Hermanson úti í skóginum meðfram veg- inum út að sögunarmyllunni. Hann valdi sjer stað, þar sem hægt var að liggja í leyni hættu- laust; liann fann líka stíg upp í gegnum skóginn upp í fjöll — stíg' sem gott var að flýja. Svo kom miðvikudagurinn — allan seinni part dagsins lá Her- manson í leyni upp með vegi, það kvöldaði og varð dimt, en Hermanson gat samt greint mannaferð um veginn, ef nokk- ur yrði. Hann lieið tímunum saman, það lieyrðist ekki hljóð og sást ekki nokkur lifandi vera. Klukkan var orðin nær tíu þeg- ar hann heyrði fótatak nálgast. Hann lieyrði hestinn frísa. Svo varð þögn aftur, en hjarta Her- mansons barðist svo ákaft, að hann lijelt að það mundi lieyr- ast langar leiðir. Þó sá hann skugga rjett fyrir framan sig og steinn valt undan hesthóf. -— Hermanson spratt upp og út á veginn. — Stansa þú! öskraði hann hás. — Hægan, liægan, var svarað, — hvern f....... — Peningana! lirópaði Her- nianson. — Peningana ....... Hypjaðu þig burtu, þrjótur- inn þinn, annars rið jeg yfir þig..... Biddarinn sló í hestinn en þá lileypti hann af byssunni .. mörgum skotum. Hann fann eitt livað detta, heyrði veikar stun- ur, en hesturinn stökk mann- laus framhjá. Hermanson þuklaði fyrir sjer, fann heitan mannslíkamann, hreyfingarlausan, þreifaði með skjálfandi fingrunum, datt ekki í hug, að nokkur maður annar en verkstjórinn úr sögunarmyll- unni gæti riðið þessa leið að kvöldi til, fann enga vasabók — og flýði svo upp einstigið, upp til fjalla burt frá því liræðilega. Morguninn eftir var fólk á ferð þarna á veginum og fann myrtan mann margskotinn. Eng inn gat vitað hver hann var, því að engin skjöl voru á liinum dána og andlitið var óþekkjan- legt, marið af oddlausri stórri kúlu. Þegar glataði sonurinn fór að líða hungur rankaði liann við sjer og fór heim. Þannig fór líka um Hermanson. Honum leiddist til lengdar að lifa á hráu kjöti og skógarberj- um — það er lítið hetra en sult- ur. Og áður en vikan var liðin var Hermanson orðinn þreyttur á útilegunni og farinn að þrá verslunarhúsið, reglubundna líf ið og fyrirmyndarlífernið. Áður en mánuðurinn var liðinn var hann kominn heim til sín aftur og viku siðar farinn að gegna störfum sínum hjá „Bræðurnir Pohhnan“ — gömlu störfunum. „Löng og trú þjónusta“ liafði reynst honum næg afsökun fyr- ir fjarverunni og taugaveiklun- arkastinu, sem hann hafði fengið. Hermanson hjelt áfram gamla líferninu, eins og liann hafði vanist því; hann lijelt áfram og entist í fjörutíu ár enn. Svo dó hann heiðarlega — af ellilas- leika. A hanasænginni sagði liann frænku sinni frá atburðin- um, sem lijer liefir verið sagt frá. Frænkan sagði mjer, vit- anlega með þeim viðauka, að Framh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.