Fálkinn - 14.01.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
5
koma fram. „Karl kemur líka, þú
manst eftir Karli?“
„Jú, hvort jeg man; það var einu
sinni altalað að þið væruð trúlof-
uð“. Hann bjóst við að hún mundi
hrosa eða roðna. En hún gerði
hvorugt, hún varð bara ofurlítið
hvítari.
Þarna var tækifærið, Pjetur hafði
sjálfur lagt það upp í hendurnar
á henni.
„Það er satt“, sagði hún, „við
erum trúlofuð".
Hann starði á hana, en svo jafn-
aði hann sig, ypti öxlum og sagði:
„Barnatrúlofun, henni hafið jiið
siitið“.
„Nei“.
Þetta nei kom svo hiklaust og á-
kveðið, að það var ekki um að
villast að svo var sem hún sagði.
En hann vildi ekki sleppa von-
inni. Hann fölnaði og svipurinn
varð harðari.
„Þetta er grátt gaman, hættu þvi“.
„Þetta er enginn leikur. Þetta er
alvara“.
Visl fann hann að það var al-
vara. Það lagðist eins og blýþungi
yfir tilfinningar hans.
Stundu áður hafði hann talið sig
manna hamingjusamastan. Hann
taldi sjer ást Gerðu visa og var
ráðinn í að láta nú til skarar
skríða. En þá kom þetta eins og
þruhia úr heiðskíru lofti.
„Ætlarðu að giftast Karli?“ spurði
hann.
Hún leit til hans társtoknum
augunum.
„Giftast honum, já, því geri jeg
ráð fyrir“.
„Gerirðu ráð fyrir? Fyr má nú
vera kæruleysið, Gerða! Jeg þelcki
þig ekki fyrir sömu stúlku. Jeg
liefði aldrei trúað þvi að ])ú ættir
það til að vera svona tvöföld. Jeg
hjeit að þjer væri það heiðum deg-
inum Ijósara að mjer þætti vænt
um þig, en samt hefir þú verið
með mjer vikum og mánuðum sam-
an og látið mig vera i þeirri trú
að þú værir öllum óháð. í allan
vetur hefi jeg lifað í þeirri sælu
von að þú elskaðir mig. Jeg væri
fyrir löngu húin að biðja þín ef
þú hefðir ekki hindrað mig“.
Hann þagnaði, svo horfði hann í
augu hennar og mælti:
„Geta þessi augu logið? Mjer hef-
ir fundist þau lofa ást og trygð,
en það hefir vist verið misskiln-
ingur“.
Hann fól andlitið i höndum sjer
og stundi þungan.
„Nei, það getur ekki verið að ör-
lögin sjeu svo grimm að þau ætli
að svifta inig þjer, sem jeg ann
svo heitt‘.“.
Hann tók hendurnar frá andlit-
inu og horfði á Gerðu. Hún var
föl í andliti og varir liennar titruðu,
hún var að örmagnast undir sinni
eigin byrði. Um stund sat hún með
steingerfissvip á fagra andlitinu, en
alt í einu misti hún valdið yfir
sjer og hneig grátandi niður i legu-
bekkinn.
Pjetur horfði undrandi á hana, svo
færði han sig nær henni og strauk
bfiðlega tárvota kinn hennar.
„tierða, hjartað mitt, gráttu ekki.
Jeg þoli ekki að heyra þig gráta.
Jeg'skal reyna að hera harm minn
í hljóði svo að jeg varpi ekki
skugga á gleði þína og hamingju".
Gerða rjetti sig upp og reyndi að
bæla niður hinar æstu tilfinningar.
„Jeg verð að reyna að herða mig
upp‘, sagði lnin lágt. Mjer hefir
fundist það svo þungbært að segja
þjer þetta og þess vegna hefi jeg
dregið það svona lengi, en leng-
ur var ekki hægt að umflýja það“.
Hún stóð á fælur.
„Nú fer jeg. Skilaðu kveðju til
móður þinnar, jeg get ekki komið
til hennar núna“.
„Jeg ætla að fylgja þjer“, sagði
hann ákveðinn. „Voðrið getur versn-
að, það er ekki vogandi að þú
farir ein“.
Þau gengu fram í forstofuua,
hann klæddi sig í yfirhöfn og svo
hjeldu þau af stað út í hríðina.
Vcðrið hafði vérsnað að miklum
mun, eftir því sem á daginn leið,
og nú var veðurhæðin og snjókom-
án korniij í algleyming. Gerða saup
hveljur þegar hún kom fram í
dyrnar.
Þetta er Ijóta veðrið“, sagði hún.
„Viltu ekki koma inn og bíða
ljangað til slotar“, spurði Pjetur.
„Nei, nei, við skulum halda á-
fram“.
Hann tók undir liandlegginn á
henni og þau hjeldu af stað.
Þau töluðu ekkert á leiðinni, ]>vi
hvorttveggja var að veðrið var af-
skaplega vonl og þau voru ekki í
skapi til að tala. Þegar þau voru
komin nærri alla leið sagði Gérða:
„Þú kernur inn, Pjetur, jeg víl
ekki með nokkru nióti að þú l'arir
fyr en veðrið lægir“
„Hugsaðu ekkert um mig“, sagði
hann fálega. „Veðrið er mjer eng-
inn ofjarl, enda er mjer þá sama
hverju fram vindur“.
Hún horfði á hann óttaslegin.
Hann sagði víst satt, honum var
sama hverju fram yndi og þcssvegna
var voðalegt að hann færi einn til
baka.
„Pjetur", bað hún innilega, „Þú
gerir ]jað fyrir mig að fara ekki
slrax aftur“.
Þau voru komin heim að hús-
dyrunum á Grjóteyri. Pjetur rjetti
Gerðu hönd sína og mælti:
„Vertu sæl, Gerða, jeg óska þess
að þú verðið ávalt hamingjusöm".
Iiún slepti ekki hendi hans. „Þú
l'erð ekki, Pjetur. Jeg tck það all.s
ekki i mál að þú farir“.
„Értu hrædd um að jeg svifd
mig lífinu?“ spurði hann svo kulda-
lega að það nísti hana inn að
hjartarótum.
„Jeg er hrædd við alt mögulegt.
Jeg þori ekki að hugsa til ])ess að
þú farir núna“,
„Hugsaðu um Karl en ekki mig“,
sagði hann og hvarf út i hríðina.
Henni fanst blóðið storkna i
æðunum.
„Pjetur!“ hrópaði hún og hjelt
á eftir honum.
Hann sneri sjer við. „Hversvegna
ertu svona hrædd?“ spurði hann.
„Þarftu að spyrja?“ mælti hún
gráti nær. „Veistu ekki hvað mjer
þykir innilega vænt um ]>ig?“
Hún fann alt í einu að tveim
slerkum karlmannsörmum var vafið
um hana.
„Vertu blcssuð fyrir þessi orð“,
var sagt i glöðum og þróttmiklum
róm.
Húu reyndi að slíta sig lausa.
„En Pjetur, þó ....“
„Þú sagðir áðan að þjer þætti
vænt um mig. Er það ekki satl?“
„Jú, en....“
„Ekkert en. Fyrst þjer þykir
vænt um mig þá skal ekkert vald
á himni eða jörðu aðskilja okkur".
Hann tók' utan um hana og leiddi
hana inn.
„Nú förum við til möinmu þinn-
ar og tölum við ' hana“.
Frú Aslaug sat inni í dyngju sinni
með bók í hönd. En hún las litið.
Hún var altaf að smálita út um
gluggann og áhyggjusvipur var á
fallega andlitinu hennar.
„Jeg vildi óska að jeg liefði af-
tekið að hún færi í þessu vonda
veðri. Vonandi verðúr henni fyígt
eða hún h'vtin bíða þangað til
skánar“, sagði frúin við sjálfa sig.
Óróleikinn náði meiri og meiri
tökum á henni. Loksins stóð hún
á fætur, hún ætlaði niður að hringja
og spyrjast fyrir um dóttur sína
hjá kaupmanninum. En hún var
ekki komin legra en fram á mitt
gólfið þegar dyrunum var lokið
upp. Gerða stóð á þröskuldinum
kafrjóð í framan með glampandi
augu.
„Guði sje lof fyrir að þú erl
komin, barnið mitt“. Frú Áslaug
vafði hana örmum. „Jeg var orðin
svo skelfing hrædd um þig. Komslu
ein?“
„Nei Pjetur kom með mjer“.
Frúin horfði alvarlega á Gerðu.
„Það var gott. En segðu mjer,
hvernig tók Pjetur þessu?“
„Ó, manima", hvíslaði Gerða og
fól andlitið undir vanga móður
sinnar. „Pjetur er hjerna og vill
gjarnan tala við þig. — — —
Um miðjan næsta dag kom Aldan.
Sýslumannsfrúin og Gerða fóru nið-
ur á hryggju. Þær stóðu þar þegar
mótorbáturinn, sem hafði farið fram
lil að sækja farþegana, kom upp
að. Varla var báturinn orðinn fast-
ur við bryggjuna þegar Karl stökk
i land. Hann hjálpaði sýslumann-
inum upp úr bátnujn og svo gengu
þeir samhliða á móti mæðgunum.
Þegar þau höfðu heilsast, sneru
þau heimleiðis.
En bæði frú Áslaug og Gerða
hugsuðu það sama, þó hvorug Ijeti
])að uppi með orðum. Þeir voru
úndarlega þungbúnir, þessir ný-
komnu ínenn. Sýslumaðurinn, sem
hafði farið sjúkur en kom nú al-
heilbrigður eftir meira en niánað-
ardvöl að heiman, virtist að vísu
vera ánægður yfir ]jví að vera
kqminn heim. En þó var eins og
einhver skuggi hvíldi yfir honum,
sem varnaði þess að gleði hans
fengi að njóta sín til fulls. Gerðu
fánst, þegar faðir heiinar heilsaði
hénni, að hann horfa þannig á hana
eins og hann aumkaði hana af ölli>
hjarta. Karl, ungi máðurinn sem kom
inn til að finna unnustuna sina,
])að var hreint ekkert vit í hve al-
vörugefinn hann var. Það var rjett
eins og hann væri við jarðarför.
í staðinn fyrir að þetta hefði frem-
ur átt að líkjast brúðkaupsgöngu.
Eins og nú stóð á þótti Gerðu
Júdft i hvoru vænt um það. Hefði
hann verið glaður og ánægður fansl
henni að hún ómögulega hefði haft
hjarta lil að særa hann með því,
sem hún varð að segja honum. Ef
til vill var hann eitthvað óánægð-
ur með ráðahaginn. Ó, hvað hún
óslcaði þess af öllu hjarta.
Þau voru nú komin heim. Fóru
úr yfirhöfnunum í forstofunni og
gengu svo inn í borðstofuna.
Þar stóð matborðið dúkað og
skreytt og girnilegt á að líta. Þau
settust að snæðingi, en Gerða hafði
enga matarlyst. Hún var utan við
sig af kvíða fyrir ])ví, sem liún
varð að gera, Hvernig í veröldinni
átli lnin að haga orðum sínum svo
að minst væri sárt og tilfinnanlegt
fyrir Karl? Hún braut heilann um
það fram og aftur, en fanst hún
slanda uppi jafn ráðþrota.
Hún slalst til að virða Karl fyrir
sjer þegar hún hjelt að hann tæki
ekki eftir ])ví. Hann hafði breyst
töluvert frá því hún sá hann síð-
ast, hafði þroskast svo mikið. Hann
var orðinn karlmannlegri og festu-
legi’i. En brúnu augun hans voru
jafn góðleg og áður, þó að nú væru
]iau með meiri alvörublæ.
Hún heyrði eins og í draumi að
mamma hennar var að spyrja eftir
vinum og ættingjum þeirra í Reykja
vík. Elsku mamma, hugsáði hún,
það er gott að hún beinir athygl-
inni frá mjer svo að þeir taki elcki
ekki eftir hvað jeg er hjárænuleg.
Iíarl tók upp úrið sitt og leit á
það. „Klukkan hvað fer Aldan,
manstu það, Arnór?“
„Klukkan sex, held jeg“.
,,/Etlarðu að skrifa mömmu þinni
með henni?“ spurði frú Áslaug.
„Nei, Það getur verið að jeg
fari sjálfur“.
„Það er þó ómögulegt, að þú
ætlir þjer að fara slrax með. Óld-
unni?“ sagði frúin.
„Jú, jeg l)ýst við því“.
Frú Áslaug leil snögglega til dótt-
ur sinnar, sem heldur ekki gat dul-
ið undrun sína. Svo sagði hún:
.Verði ykkur að góðu“.
Þau gengu öll inn í gestástofuna
og tóku sjer þar sæti.
„Spilaðu eitthvað fyrir okkur,
Gerða mín“, bað sýslumaðurinn.
llún hafði enga löngun til að
spila, síður en svo, en af því þetta
var fyrsta bónin sem faðir hennar
bað hana síðan hann kom heim,
l)á fanst henni hún mega til að
gera það. Hún gekk liratt að nljóð-
færinu, sló opinni nótnabók og spil
aði það fyrsta sem fyrir henni varð.
Hún gat ekki spilað meira, Ijet
höfuðið hvila í höndum sjer og
grúfði sig yfir hljómborðið.
Sýslumaðurinn reis á fætur. „Jeg
þarf að tala við þig, góða nun“,
sagði hann við konu sína. „Svo
þarf nú líka unga fólkið að spjaha
um sín einkamál".
Eftir að hjónin voru gengin út
úr stofunni var steinhljóð. Gerða
rjetti úr sjer, nú varð hún að láta
til skarar skriða. En, ó, það var
svo kveljandi tilhugsun að særa
þann, seni síst átti það skilið, og
að hún„ sem hann elskaði, skyldi
verða til þess að greiða ást hans
banahöggið.
Ó, ef Pjetur vissi hve veik hún
var fyrir nú, þegar hún varð að
berjast fyrir tilverurjetti ástar
þeirra. Ef hann vissi hve kjarklaus
hún var og kviðin einmitt þá stund-
ina, sem henni reið mest á að vera
slerk og einbeitt.
Þögnin var orðin kveljandi. Gerða
ætláði að fara að rjúfa hana, en
]>á mælti Karl:
„Gerða mín, viltu sitjast hjá
mjer“.
Hún gekk til hans og settist á
slól beint á móti honum. Hann
virtist vera mjög áhyggjufullúr.
Gerða hugsaði með sjer: „Honuin
mislíkar við mig, og er það ekki
líka von ?“?“
„Gerða, jeg býst við að þú hafir
undrað þig yfir því að jeg ráðgerði
að fara svo fljótt aftur“.
„Já, jeg bjóst ekki við því“, sagði
hún hreinskilningslega.
„En þú furðar ])ig ekki á þvi
þegar ])ú heyrir hvaða erindi jeg
á við þig“.
Gerða brosti. Var liún ef lil vill
nð eygja einhverja leið út lir þeim
ógöngum, sem hún var stödd í?
„Gerða mín“, hjelt Karl áfram.
„Guð veit að mjer er ekki ljúft
að segja þjer l>að, sem jeg nú mun
segja. Jeg harma það mjög að jeg
skuli nú verða að skyggja á æsku
þina og lifsgleði. Kæra frænka flest
hefði jeg freniur kosið“.
,Hvað ætlar úr þessu að verða‘,
hugsaði Gerða, en hún sagði ekkert.
,,.!eg ætla ekki að hafa langan
fonnála og búðu þig undir það,
sem jeg ætla að segja þjer. Ef til
vill er ]iað reiðarslag fyrir þig“.
„Látlu mig bara heyra það“, sagði
Gerða. „Það er varla þyngra fyrir
]>ig að stynja því upp heldur en
fyrir mig að segja þjer það sem
jeg hefi á samviskunni“.
Karl ])agði örfá andartök, svo
tók hannn til máls:
„Þegar jeg var utanlands í sum-
ar kyntist jeg ungri stúlku, sem
heitir Oddrún Ingimars; hún var
frá Reykjavik en hafði stundað
náin í Höfn í tvö ár. í fyrstu fanst
mjer hún minna svo mikið á þig, þó
eruð þið eiginlega ekki verulega lik-
ar; ef til vill hefir mjer fundist j
af því að hún er islensk og af því
að hún er ung og altaf glöð og
lrjálsleg í framkomu. Við urðum
mestu mátar, og þann tíma, sem
jeg var i Höfn, vorum við mikið
Síiinah. Svo urðum við samskipa
heim. Eftir því, sem jeg kyntist
Oddrún lengur, dáðist jeg meira
að henni og mjer fanst unaðslegt
að vera samvistum við hana. Jæja,
Framh. á bls.12.