Fálkinn


Fálkinn - 05.05.1934, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.05.1934, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 mínum, þaí5 hefir friðað mig um stund. — Nú finn jeg að jeg á stutt eftir að sölum dómsins — ef til vill lijálpar það mjerþar ef jeg segi þjer harma-sögu mína. Kanske fyrirgefur þú mjer — kanske biður þú fyrir mjer þegar jeg fer út á hafið mikla“. „Já, Dísa mín, það skal jeg gera“, sagði jeg með allri þeirri viðkvænmi, sem mín unga sál bjó yfir. Dísa starði út i loftið, svo fór hún að tala, liægt og lágt. — - Rómur hennar var eins og hvísl úr fjarska. „Jeg var einu sinni ung og lagleg og átti óspilta og hreina sál — mig langaði til að lifa og láta eitthvað gott af mjer leiða. Þennan vetur var jeg tvít- ug. Jeg var lijá góðu fólki, hraust og ánægð. Þar kyntist jeg lionum fyrst. Hann var sjómað- ur og hjet Jóhann — venjulega kallaður Jói frá Bakka. — Hann var hár og glæsilegur, dökkhærð- ur með tinnusvört augu. Allar stúlkur vildu vera með honum og liann hrosti til þeirra allra; en á kvöldin gengum við — jeg og hann — út fyrir þorpið, eða við sátum upp á litla loftlier- berginu hans, og spjölluðum saman um alla heima og geyma í kyrþei spunnust á milli okkar þau hönd, sem aldrei áttu að slitna. Jeg þráði ekkert meira en að verða honum góð kona. Eilt laugardagskvöld kom jeg upp til lians, þvi liann var búinn að biðja mig um það. Hann sat á rúminu sínu. Þegar jeg kom inn stóð hann upp og tók mig í faðm sinn og kysti mig. Það kvöld gaf liann mjer efni í silki svuntu — svo fallegt, stórrósótt. — Jeg saumaði hana sjálf, og hún varð mjer brátt kærust af öllum mínum eigum. Jeg átti eina vinkonu,sem jeg elskaði og virti — næst honum — hún hjet Dóra og var dóttir þess, er átti bátinn sem Jói var á. Hún var ein af þeim, sem gáfu Jóa hýrt auga, þessvegna duldi jeg hana þess að á milli okkar Jóa væri nokkuð annað en kunningsskap- ur; jeg vildi ekki eiga á hættu að kveikja öfund í brjósti bestu vinstúlku minnar. Hún átti heima í stóru liúsi utar í þorp- inu, svo við fundumst ekki mjög oft, enda fór jeg lílið, því jeg var ánægð með mitt hlutskifti. Svona leið veturinn. Um vorið flutti Jói í annað hús, svo við fundumst ekki eins. oft og áður. Svo kom veturinn. Það fiskaðist lítið og veðrið var heldur óhag- stætt, svo jeg gat vel skilið þung- lyndið, sem mjer virtist sækja að Jóa. Vikuna fyrir jólin gerði stillur og þá var farið á sjó á hverju kvöldi. Á miðvikudags- kvöldið kom Dóra til mín. Mjer fanst hún óvenju kát og fjörug, þólt slíkt vantaði sjaldan lijá henni. Jeg spurði liana liverju sætti þessi kátína liennar, livort það væri vegna þess, hve bát- arnir fiskuðu vel. Nei. Hún sagði að það væri leyndarmál, sem hún segði mjer ekki fyr en hún færi. Við hlóum og skemtum okkur frani eftir kvöldinu. Sið- ustu bátarnir voru að fara. Bát- urinn, sem Jói var á, fór um sama lejdi og Dóra kom til mín. Við stóðum dálitla stund á tröpp unum og horfðum út á sjóinn. Jeg hugsaði um Jóa —- en Dóra um leyndarmál sitt — þeg- ar Dóra var húin að kveðja mig, minti jeg liana á leyndarmálið. Hlæjandi tók hún í eyrað á mjer og kvíslaði að mjer — að hún væri trúlofuð honum Jóa. — Jeg sá hana dansa af stað eftir götunni, svo blinduðust augu mín af tárum. — Hve lengi jeg stóð á tröppunum veit jeg ekki. Allir loftkastalar mínir voru rifnir niður. — Allar vonir mín- ar brostnar. — Öll framtíð min lögð í rústir — af bestu vinstúlku minni og manninum, sem jeg treysti og elskaði.—Jeg veitekki hvernig jeg komst inn. Hugur mirin var eitt óslökkvandi liat- ur til svikarans. Jeg hjet því þá að hvorug okkar skyldi njóta hans. — Alla nóttina óskaði jeg — ást mm og hatur sameinuð- ust í eina volduga særingu — i eina óstöðvandi ósk, um að veðr- ið dræpi hann. — Morguninn eftir var jeg veik. .Teg lá marga mánuði Það vissi enginn hvers- vegna jeg veiktist. Mjer smá batnaði, en liehningur sálar minnar var farinn — í óskinni. — Mjer var sagt að nóttina sem jeg veiktist hefði gert afspyrnu rok — og einn báturinn farist — báturinri, sem Jói var á •—. Siðan hefi jeg flækst, friðlaus fyrir veðrinu. Jeg veit, að það er að heimta af mjer alla sál mína, að launurri fyrir að drepa mánninn, sem sveik mig. — Þeir, sem aldrei hafa óskað neins, halda að jeg sje vitskert, en kanske batnar mjer. — Jeg var svo hrædd um að jeg lrefði drepið þig í gærkveldi — þú eyðilagðir eina minjagripinn, sem jeg átti, um óhamingju mína. Kanske mjer batni þess vegna.. — — Gunni minn! segðu engum frá þessu — engum nema storm- inum“. Jeg sat lijá Dísu, þangað til að mamma kom upp, til að vita hvort liún vildi nokkuð borða. Dísa komst á fætur eftir þetta en dó rúmu ári seinna. Síðan eru liðin mörg ár, og jeg veit að Dísa fyrirgefur mjer, þó jeg segi nú frá þessu. Jeg hefi ol'l hugsað um það síðan, hvort ósk- ir mannanna gætu kúgað nátt- úruöflin til hlýðni — og það hef - ir ekkert sannað mjer að svo væri ekki. ----x---- Gestur á hóteli í Hamborg varó nýlega fyrir því óhappi, að stolið var frá honum 9000 frímerkjum, sem alls voru talin 50.000 marka virði. Auk þess náði þjófurinn i 20 myndir af ófáanlegum frímerkjumi og voru þessar myndir taldar 4000 marka virði hver. ÞVEGIÐ UR LUX HELST ULLARBANDIÐ MJÚKT OG HELDUR TEYGJUNNI Þvoið ullartauin úr Lux. Ivnýið óhrein- indin úr þeimmeðþvi að þrýsta sápulöðr- inu mjúklega gegn- um vefinn. Þessi ör- ugga aðferð heldur ullartauum yðar jafn mjúkum og ný væru löngu eftir að þau væru slitin upp til agna með því að nudda þau í þvott- inum. 5 mínútna Lux-að- ferðin: Uppleysið Lux i ijóðheitu vatni, hrærið uns freyðir, Bætið köldu í þang- að lil vatnið er moð- volgt. Kreistið þvott- inn en nuddið ekki. M LX 417-97 IC LEVER BKOTIIERS Ll.MITED. FORT SUNLICHT, ENGLAND SEX DAGA Á HJÓLI. Danir komu sjer upp í vetur hjól- reiðabraut innanhúss og vígðu hana m)eð því, að láta fara fram kapp- reiðar á hjóli í sex daga samfleyú. Hjer á myndinni sjást nokkrir þátttakendurnir í lilaupinu. Aðsókn varð gifurleg að hlaupinu, einkum eftir að fór að líða á það, og höfðu forgöngumennirnir stórhagnað af.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.