Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1935, Qupperneq 5

Fálkinn - 15.06.1935, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Paradís Vetraríþróttanna Gar-Misch Partenkirchen. Hlustið á Claudette Colbert 846 af 857 helstu stjörn- unum í Hollywood varð- veita fegurð sína með Lux sápu. Hún er notuð í öll- um stóru kvikmyndahöll- unum. Lux sápan gefur mjúka og hressandi froðu, sem hreinsar gjörsamlega burtu öll óhreinindi, sem safnast á húðina og í svitaholurnar, og gerir húðina blómlega ogsljetta. Ef þjer notið ekki þegar Lux, skuluð þjer breyta til nú þegar og varðveita feg- urð yðar, eins og kvik- myndastjörnurnar. FEGURÐARSÁPA KVIK- MYNDADÍSANNA Stjarna hjá Paramount. Lux Toilet Soap X-LTS 365-50 LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND sjeríræðingurinn Marion við mig: Með rafmagnsbrautinni frá Múnchen er aðeins hálfs annars tíma ferð upp að rótunum á hæsta fjalli Þýskalands, Zug- spitze, sem er um 3000 metrar á liæð og telst til Bayerns-Alp- anna. Þar eru tvö fjallaþorp, Garmisch og Partenkirchen, sem fram á síðustu ár hafa sjaldan verið nefnd í veröldinni, en nú eru að jafnaði á hvers manns vörum. Þangað til fyrir 30 ár- um lágu þessi tvö þorp í sífeldu rifrildi en nú eru þau orðin mest vetraríþróttastöð Þýska- lands og þar verður 4. Vetrar- olympsmótið haldið dagana 6. 16 febrúar næsta ár. Á víð og dreif um fagran fjalladalinn liggjá húsin, með Vetrarmynd frá Garmisch. lágreistum þökum, með svölum sem eru útskornar með allskon- ar pirumpári og oft með freskó- myndum á veggjunum. Loftið er svalt og tært og snjórinn tindrar af kristöllum. Skemmtiferðafólk- ið á ekki nema stutta leið út að íþróttasvæðinu, en aðalbrekkuna þar kalla þeir „innfæddu“ fá- bjánabrekkuna — ekki af því þeir amist við íþróttunum held- ur vegna þess, hve margir við- vaningar og klaufar reyna að standa þar á skíðum. Á kvöldin situr fólkið á krán- um og lilustar á cítarleikara i skinnbrókum og hvítri skyrtu og með grænan liatt með fjöð- ur á höfðinu. Ef maður vill heldur, fer maður á drykkju- stofuna á stóru gistihúsunum og lilustar þar á jazz. Þjóðverjar liafa ekki sparað neitt til að gera Olympiuþorpið Garmisch Partenkirchen að veg- leguin vetraríþróttastað. Braut- irnar þar eru taldar hinar bestu, sem nú eru til í veröldinni. Fyr- ir skíðastökkin hefir verið gerð skíðabrekkan í Gudiberg með á- horfendasvæði fyrir 100.000 manns. Áður var þarna til all- góð skiðabraut, en hún er eins og dvergur hjá þeirri nýju. Litla brautin er notuð tit æfinga og hefir þann kost að hún er upp- lýst með kastljósum, svo að hægt er að æfa sig þar allan sólarhringinn. En í stóru brekk- unni er hlaupið af 43 metra hárri tilhlaupsbrekku fram af stallinum. Metið í þessari brekku er 84 metrar og er sett af norðmanninum Arne Sören- sen á meistaramóti, sem háð var þarna i vetur. Þarna eru út- varpsgellirnir og stórar töflur með ljósaletri til þess að áhorf- endur geti jafnan fylgst með því sem er að gerast í brekk- unni og eins brautunum fyrir skiðagöngurnar. Slalom-brautin er við Hausberg, fyrir sunnan Garmiscli-Partenkirchen og nær frá 1719 metra liæð við Kreuz- jocli yfir snarbrattar hengjur að markinu við Kreuseck, sem er þúsund metrum lægra. Rjett við járnbrautarstöðina er skautabrautin. Áhorfenda- bekkirnir, sem ganga smáhækk- andi upp frá svellinu, taka um 12000 manns og hafa öll hugs- anleg þægindi, til dæmis eru þeir liitaðir upp með loftstraum. Isinn er 1800 fermetrar og liefir brautin reynst ágætlega, bæði fyrir skautakapplilaup og eins fyrir íshockey, sem er afar vin- sæll leikur. Það er altaf fult á óhorfendapöllunum þegar ís- hockey er í boði. Fyrir ofan dalinn liggur Bies- sersee við veginn milli Garm- isch og Kreuseck, í 1632 metra hæð. Áður var eilífur friður við þetta litla fjallvatn, en nú er það skautabraut, sem mikið er not- uð. Þegar kapphlaup á bob-sleð- um fara fram er krökt af fólki þarna og hávaðinn í gjallarhorn- unum lieyrist þvert yfir vatnið, því að brautin byrjar þar uppi við vatnið. Meðfram brautinni er þægilegur vegur, svo að fólkið geti verið á gangi meðan það horfir á bob-sleðana þjóta fram- bjá, niður um allar beygjurnar sem heita ýmsum nöfnum, svo sem „Völundarhúsið“, „Kiljans- sveiflan“, „bajarabjúgað“ og þar fram eftir götunum. Brautin er 1,6 km. á lengd og bobsleðinn er 2i/2 til 3 mínútur að fara hana. Skíðahlaup, skautahlaup og liobsleðaakstur eru þær þrjár vetraríþróttir, sem heyra Olympsmótinu til. Engiim veit liver muni vinna lárviðarsveig- ana á næsta móti, en svo mikið er vist, að það verður gestkvæmt í Garmisch Partenkirchen i fe- brúar næsta ár. Elsti asninn í Englandi drapst ný- lega. Hann hjet Lassie og varð 47 vetra, en venjulega ver'ða asnar ekki nema tvítugir. Brunnu inni i Vitannm. Vitavörðurinn á vita einum sem bygður er á skeri í Sacoa-sundinu við Chile brann nýlega inni í vit- anum ásamt fimm börnum sinum. Ofsarok var á og svo mikið brim, að engu skipi var fœrt að vitanum. Og brimið gekk yfir skerið, svo að ekki var viðlit fyrir vitavörðinn að komast nt. Varð hann því að bíða dauða síns inni i logandi hús- inu, ásamt öllum börnum sínum, en skipin í kring gátu ekkert að- hafst til að bjarga. Læknisráð. Forseti efri deildar á E'ilippseyj- unum, Manuel L. Quezon, sem vænt- anlega verður forseti á Filippseyj- um eftir stjórnarskrárbreytinguaa þar í sumar, var nýlega á ferð 1 Bandarikjunum til þess að láta gera á sjer holslcurð. Fimm dögum eftir uppskurðinn drakk hann skál fyrir sjálfstæði Filippseyja og fyrir minni amerikönsku læknanna og sagði við það tækifæri þessa sögu: — Þegar jeg fór frá Manila, sögðu læknarnir mjer að jeg inætti ekki bragða áfengi. Þegar jeg kom lil Java hitti jeg þar læknir og hann sagði mjer að glas af öli gerði mjer ekkert mein. í París sagði annar læknir við mig: „Þjer skuluð ekki drekka öl .... vin á langbest við yður. Jeg þakkaði honum fyrir og fór að drekka hvitvin. Þá sagði „Blessaðir hættið þjer að drekka þetta sull, þjer eigið að drekka kampavín, það er það eina sem þjer þolið“. Og svo drakk jeg kampavín um sinn. Þegar jeg kom lil Bandarikjanna sögðu ýmsir læknar við mig: „Hætt- ið þjer að drekka öl eða vín .... drekkið þjer whisky, það fer lang best með yður“. Það er vafalitið að Quezon fer að verða góður vínþekkjari úr þessu. Dómur var nýlega kveðinn upp suður í Búlgaríu yfir tveim mönn- um sem heita Petrovic og Mandic. Þeir höfðu dregið sjer á sviksara- legan hátt 78 miljón dinara og neytt mann lil þess að fremja sjálfsmorð. Og þó fengu þeir ekki nema jiriggja ára tugthús. -----x---- Það er háð mjólkurstríð viðar en í Reykjavík. í Lörrach í Sviss hefir risið alvarleg deila milli mjólkur- salans og' kaupenda á aðra hlið og lögreglunnar og mjólkursamlagsins á liinu. Mjólkursalinn neitaði að ganga í sambandið og lagði það þá viðskiftabann á hann og skiftavini hans sem drógu taum hans. Voru það 300 manns. Næsta dag gerði lögreglan upptæka mjólk manns- ins en þá sendu kaúpendur bíla í næsta lögsagnarumdæmi og keyptu mjólk þar, heldur en að versla við samlagið. ----x----

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.