Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1935, Qupperneq 12

Fálkinn - 15.06.1935, Qupperneq 12
12 F Á L K 1 N N Njósnarar , Skáldsaga eftir William le Queux. atvinnu aftur. Markaðurinn var yfirfuilur af ungum konum með samskonar hæfileik- um og hennar. Auðvitað hafði Claudia ákvarðað, hvað gera skyldi. Hún hafði nóg af reiðupening- um. Hún hafði sparað talsvert saman í Róm og þrisvar sinnum meira í París. Hún hafði þegar lagt áætlunina. Hún ætlaði að leigja litla íbúð með húsgögnum í Kensington. Peppo þurfti ekki að vinna fremur en hann vildi — og helst liefði hún kosið að hann gerði það alls ekki. Og ungfrú Farrell átti að eiga heimili lijá þeim. Ungu stúlkurnar kystust innilega. Og eft- ir örfá formálaorð kom Claudia með upp- ástungu sína. Tárin komu fram í augun á Maudie, þegar hún þakkaði vinstúlku sinni, en í fyrstunni hikaði hún dálítið. — Jeg er nú ekki alveg „blönk“ ennþá. Jeg á fáein pund í bankanum nóg til að halda mjer uppi í nokkrar vikur. Jeg ætla að bíða með þetta þangað til. Kannske fæ jeg eitthvað að gera. Láttu þjer ekki detta það í hug, sagði Claudia með ákafa. Jeg ætla ekki að láta þig svelta og hafa sjálf allsnægtir. Hvað sagði jeg þjer þegar við borðuðum saman hjá Luigi forðum, þegar við hittum Levi? Jeg sagði, að við værum vinstúlkur en það þýddi sama sein að buddan væri sameigin- leg fyrir okkur báðar, hvor okkar sem hjeti að eiga hana. Jeg ætla að fara með þig til Brixton í kvöld, strax þegar ]iú getur verið tilbúin, því jeg vil fara að sjá elsku pabba gamla. Segðu liúsmóðurinni það og skildu eftir miða til stúlkunnar, sem þú býrð með. Þú getur sótt dótið þitt á morgun. Ungfrú Farrell hikaði dálítið, en sann- færðist þó fljótt. Hálftíma síðar voru þær i leiguvagni á leiðinni til Brixton. Beppo gamli var hreint ekki góður tii heilsunnar. Þegar dóttir hans fór að spyrja hann spjörunum úr, játaði liann, að liann væri máttlaus og þreyttur. Hann hafði breyst mjög til hins lakara meðan dóttir hans var burtu. Hún ákvað að reyna að hressa hann við og banna honum fyrir fult og alt að vinna. Um kvöldið sagði hún frá fyrirætlunum sínum. Ilún ætlaði að hitta Salmon næsta morgun, koma svo og borða hádegisverð með ungfrú Farrell, og síðan fara að léita að íbúð handa þeim, í Kens- ington. Eftir viku vonaði hún, að þau yrðu búin að koma sjer fyrir á nýja staðnum Maudie brosti að ákafanum i vinstúlku sinni. Fjarveran hafði sýnilega haft áhrif á framtakssemi hennar. Þegar hlje varð á samræðunni, var minst á Charles Laidlaw og Claudia sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. — Jeg bjóst við. að hann yrði kominn til Londoii á undan mjer. En það virðist sem liann hafi nóg að gera í Róm ennþá. Hann heldur, að það verði mánuður þangað til við hittumst. Morguninn eftir fór hún til Green Street. Hún hafði um morgunverðarleytið fengið brjef frá Salmon, að hann byggist við henni klukkan ellefu. í skrifstofunni var enginn nema ungi maðurinn, sem sagði að Salmon gæti talað við hana strax, og síðan vísaði hann henni inn til umboðsmannsins. Henni fanst hann vera kaldur í viðmóti. Hann sagði eitthvað út í bláinn um veru liennar í París, en mintist hvorki á krypling- inn nje veslings Clémentine. En síðan sló hann snögglega út í annað efni. — Jeg get kornið yður að einliverju al- mennilegu hjer, eftir svona mánuð. Þjer hafið ekki nema gott af því að hvíla yður dálítið. En í millitíðinni ætla jeg að setja sniðugar smágreinar í blöðin, sem geta orð- ið yður til gagns, og minnast á sigurvinninga yðar í Róm og Paris. Þetta kom sjer ágætlega fyrir hana. Hún sagði honum frá fyrirætlun sinni að fara úr slæmu íbúðinni í Brixton, og flytja til Kensington, sem myndi verða betnr við hennar hæfi. Hann brosti til samþykkis, en í það bros vantaði allan innileikann, sem liún mundi eftir frá því er hún liitti hann í fyrsta sinn. Hún fann að hann var orðinn mjög breyttur og fansl öll framkoma hans ekki annað en grímuklæddur illvilji. Mattelli hafði sagt henni, að hann væri reiður vegna þess, hve illa lienni hafði tekist við Laidlaw. Og liann mundi áreiðanlega eftir því enn og var þess- vegna svona kaldur. Þjer hafið gerl mjer þann heiður að fara að mínum ráðum í sumum efnum, sagði hann, og var ekki laust við háð í rödd- inni. — Þjer eruð á sama máli og jeg um það, að ef maðpr vill komast áfram í heim- inum, en um að gera að láta engan bilbug á sjer finna. — Jeg er alveg á sama máli, sagði Claudia stamandi. Tilfinningar hennar voru eins og hjá lambi, sem neyðist til að vera nærri Ijóni. Hún hafði það ósjálfrátt á tilfinning- ingunni, að Salmon —• ljónið — gæti á hverju augnabliki ráðist á hana og rifið hana á hol. — Þjer talið um að flytja? sagði Salmon. Hve langt haldið þjer, að verði þangað til þjer liafið komið yður fyrir á nýja staðn- um? Maður getur skift fljótt um bústaði, ef maður liefir næga peninga. — Svo er yður fyrir að þakka, að það hef jeg, sagði hún. Hún hjelt að þessi þakklæt- isvottun gæti mildað Salmon dálítið. En það virtist fara alveg fram hjá honum. Hr. Laidlaw verður kominn hingað eftir mánaðar tíma, eftir því sem mjer er tilkynt, sagði hann. Claudia varð hissa. Hann vissi það frá spæjurum sínum sem hún vissi úr sínum einkabrjefum. Henni of- bauð nákvæmni mannsins. Já. Hversvegna spyrjið þjer ? sagði hún. Hún fann hreyfingar kongulóarinnar, sem var að flækja haa í neti sínu. — Aðeins til þess að jeg geti undirbúið ráðagerðir mínar almennilega, svaraði hann með köldu brosi. — Þjer skuluð vera búin að flytja í nýja staðinn innan viku, mjer kæmi illa að það drægist lengur. Ef þjer getið orðið fljótari með þvi að fá meiri pen- inga, skal jeg láta yður fá hæfilega upphæð fyrirfram. — Jeg hef nóga peninga! hreytti Claudia út úr sjer í reiði. —- Því betra. En þjer getið samt haft mig bakhjarli ef mikið kynni á að liggja. Hann hjelt áfram liægt og hugsandi: — Það er mánuður þangað til Laidlaw kemur og þjer verðið búin að flytja eftir viku. Þá hafið þjer heilar tvær vikur, sem þjer getið ált frí án þess að þurfa að gera nánari grein fyrir þvi, og það er einmitt áríðandi fyrir fyrirætlanir mínar. Hún starði á hánn hrædd og spyrjandi. Glémentine Lafelle hefði getað gelið sjer til um það, sem var að gerast í lniga Salmons, en hún var líka vanari tuskinu en Claudia. En Salmon hjelt henni elcki lengi í vafa. — Jeg vil að þjer farið dálitla ferð fyrir hönd fjelagsins okkar. Þjer verðið burt úr Englandi nokkra daga. Síðar meir verður yður launað með atvinnu í stærsta fjölleika- húsinu í London, með kaupi, sem fer langl fram úr því, sem þjer liöfðuð í París. Jeg sagðist skyldu koma yður á framfæri, og þjer verðið að játa, að það gengur fljótt. Jeg stend við minn hluta af samningnum. Er þetta mjög ervitt, sem jeg á að gera? spurði Claudia lágt. Hún gat ekki litið fram- an í hann, þvi að þá gat liún ekki annað en sýnt hatur sitt og hræðslu of greinilega. Alls ekki ervitt, - en það reynir dálítið á hugrekki yðar og trygð við okkur . Efist þjer þá um trygð mína? Haldið þjer, að jeg ætli að reyna að skjóta mjer undan loforðum. sem jeg lief gefið vitandi vits? Hún þurfti á öllu sínu hugrekki til að segja þessi orð og til þess að gefa þeim frekari áherslu, beitti hún hinu venjulega vopni konunnar, brosi sínu og ásökunar- augnaráði. En hún sá, að þetta liafði lítil álirif á Salmon. Hún liafði einu sinni haldið að liann væri veikur fyrir kvenlegum töfrum, en nánari reynsla hafði breytt þvi áliti liennar. Starf lians var allaf fremst og efst í huga lians — en persónuleg ánægja kom fyrst á eftir. Jeg ætla að vera alveg hreinskilin við yður, Claudia Erba. Jeg ;get ekki svarað spurningu yðar strax, og ekki fyrr en jeg hef eitthvað áþreifanlegt að dæma tryggð yður eftir. Þjer brugðust okkur hrapalega hæði í Róm og París. — I París liafði jeg ekkert tækifæri. Þjer gleymið sýnilega hvernig fór fyrir Clemen- tine Lafelle. Jeg gleymi engu og allra síst hetju- dauða þeirrar hugprúðu stúlku. Hann þagn- aði snöggvast og sorglegar endurminningar virtust sækja að honum. — Jeg gleymi engu, endurtók liann, eftir þögnina. — Þjer berið upp beina spurningu og eigið því lieimtingu á beinu svari. Eins og jeg sagði, brugðusl þjer okkur hrapalega i Róm, en París getum við slept í bili. — Jeg gerði grein fyrir því öllu við Signor Matelli, flýtti Claudia sjer að segja. Salmon setti upp fyrirlitningarsvip. Hann er náttúrlega þarfur maður, það sem hann nær — en alt ol’ tilfinninganæmur insl inni við beinið. Hreinasta barna meðfæri. En svo að maður athugi staðrevndirnar eins

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.