Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1935, Blaðsíða 14

Fálkinn - 31.08.1935, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Njfjasta stórskiu Dana — „CANADA“. í ágiist mánuði var fullgert hjá „Nakskov Skibsværft" nýtt diesel- vjelaskiþ, sem hygt var fyrir Öst- asiatisk Kompagni og hefir hlotið nafnið „Canada". Er það aðallega gert fyrir vöruflutning og 155.000 rúmfet af lestarrúmi þess eru kæli- kiefar, einkum ætlaðir til þess að flytja ávexti. Farþegaþægindi ern þar fyrir rúmlega 00 manns, rúin- góðir klefar með rúmum — ekki „kojum“, klæðaská]), þvottaborði og skrifborði þannig að hver klefi lík- ist fremur herbergi á góðu gisti- húsi en káetu í skipi. Nálega allur útbúnaður skipsins er gerður i Danmörkú og er „Canada" talið hafa fullkomnust farþegaþægindi allra þeirra skipa, sém nú sigla undir dönskum fána. Skipið er 12.000 smálestir að stærð og því mun stærra, en diesel- skip þau, sem Östasiatisk Kom- pagni hefir smíðað á undanförn- uin áratugum, en fyrsta skip fje- lagsins var „Selandia“, um 8.000 smálestir að stærð, sem smiðað var 1912 og var ])á stærsta dieselskip, sem smíðað hafði verið í heimin- um, enda vakti það athygli um víða veröld. Það var hin fyrsta smíði Burmeister & Wain í fram- leiðslu stórra hreyfla, sem knúði það skip áfram og danskur maður hafði gert þá umbót á dieselvjelun- um, sem nauðsynleg var til þess, að hægt væri að smíða dieselvjelar svo stórar, sem með þurfti til haf- skipa. Siðan eru dieselvjelar í stór- skipum orðnar almennar. Vjelin í „Canada“ hefir 8.400 hestöfl og gefur hún skipinu 10 kvartmílna hraða á klukkustund. Það sem einkum hefir vakið athygli við vjelaumbúnaðinn á þessu nýja skipi er, að tekist hefir að finna ráð við því, að dieselvjelin orsak- aði titring á skipinu sjálfu, en það hefir verið fundið dieselskipunum einkanlegá til foráttu, að þessi titr- ingur truflaði farþega og gerði þeim svefnlausar nætur, og i öðru lagi . iíííí IIH IIIÍSIS ' ■ .••••• x.: x. • . mm : lÍllflll :v ■ liafa verkfræðingar haldið því fram, að titringurinn orsakaði slil á skipinu, svo að dieselskip mundu ekki ná sömu endingu og eimskip. En á „Canada" kvað ekki farþegum finnast nein hreyfivjel vera til, heldur líður skipið áfram eins og fyrir seglum. Myndin hjer að ofan sýnir „Can- ada“, þcgar það er að leggja út i reynsluför sína úr fríhöfninni í Khöfn 0. ágúst. Á ofanyerðri mynd- inni sjást (frá v.) : Axel prins, sem er framkvæmdastjóri Östasiatisk Kompagni, og skipstjöri skipsins og I. stýrimaður. Á minni mynd- inni sjest skipið framan frá og sýnir myndin betur en hin, hve litið fer fyrir möstrum þess og reykháfum — en þeir eru í raun og veru óþarfa glingur á skipi, sem gengur fyrir dieselmótor, heldur eru þeir frekar notaðir til prýði. LESTRARSALURINN í STÆRSTA LOFTSKIPI HEIMSINS. Hið nýja risaloftfar Þjóðverja, sem verður hið langstærsta í heimi og í alla staði fullkomnara en „Graf Zeppelin“ er nú að kalla fullsmíðað. Hjer sjest léstrarsalurinn i nýja loft- MARINA OG LAXAFLUGURNGAR. Öldungur einn 95 ára hafði heyrt að Marina hin nýgifta af Kent væri mesta veiðilús og sendi henni laxa- flugur og silungaflugur í brúðar- gjöf. Fjekk hann til baka svolátandi brjef frá einni hirðjómfrúnni: „Her- togafrúin af Kent biður mig að farinu. Hann er ekki þröngur þvi að nóg er rúmið í loftfarinu, en hins vegar er lögð áhersla á að hafa alt sem ljettast. Húsgögnin eru öll úr alúminiumstáli, sem er sterkasti málmur sem til er, i hlutfalli við þyngdina. þakka inr. Peritt fyrir gjöfina og undrast mjög, að þjer skuluð hala getað búið til svona fallegar flug- ur gleraugnalaust". Hún vissi ekki að Perritt hefir ekki gert annað en að búa til flugur fyrir ýmsa helstu veiðimenn Englendinga. HANN VAR TEKINN GILDUR. Oddur og Bárður voru í landa- þrætumáli og Pjetur lögfræðingur, sem flutti málið fyrir Bárð hafði stefnt Lárusi á Leiti sem vitni. En nú var það i almæli, að Lárus á Leiti væri fast að því hálfbjáni og þessvegna gerði Sigurður mála- flutningsmaður Odds þá kröfu fyrir rjettinum, að ekki yrði tekið vitni af Lárusi. Bað hann um úrskurð fyrir þessu, en fyrst vildi hann leggja nokkrar spurningar fyrir Lár- us, til þess að sanna að hann væri fáviti. Og svo spurði liann: — Jæja, Lárus minn. Veistu hver hefir skapað þig? Lárus hugsaði sig um og sagði svo: Jeg h’eld að það hafi verið hann Móses. — Þarna sjáið þið, sagði Sigurð- ur hróðugur. En Lárus hjelt áfram. — Heyrið þjer sýslumaður, má jeg ekki spyrja lögfræðinginn úr því að lögfræðingurinn spyr mig. Og það var guðvelkomið. — En veistu þá liver hefir skap- að þig, lögfræðingur? — Ætli það hafi ekki verið Aron, svaraði lögfræðingurinn í gamni. — Einmitl það, svaraði Lárus á Leiti. — Jeg hefi lesið í biblíunni að Aron hafi einu sinni skapað ltálf, en ekki datt mjer í lifandi hug, að jeg ætti eftir að hitta liann hjerna á sjálfri sýslumannsskrifstofunni. Og sýslumaðurinn úrskurðaði, að Lárus á Leiti skyldi fá að bera vitni í málinu. Þrettán ára stelpa í London var nýlega tekin föst. Hún kom vín- drukkin inn í búð að kaupa sjer cigarettur. Kaupmaðurinn kallaði á lögregluna. Þegar á lögreglustöð- ina kom, fór stelpan að grobba af því, að hún væri foringi fyrir glæpamannaflokki. „Við höfuin bæði myrt og stolið“, sagði þessi efnilega unga stúlka, og lögreglan hlustaði á. Við rannsókn kom i ljós, að þetta var alveg satt, þó sagl væri í fylleríi. í vitorði með henni voru 6 ungir menn, sem húu hafði alveg á sinu valdi. Þau voru öll sett í steiiiinn og nú er málið í rannsókn. I Þýskalandi hefir verkfræðing- ur fundið upp aðferð til þess að búa til sápu úr jarðeplum. Sú sápa er sögð vera betri en önnur sápa, hvað sem satt er í því. ----x------ í borginni Wilmington í Banda- rikjunum er fjelagsskapur, sem kallast „feitir merin". Eriginn get- ur orðið meðlimur nema hann vegi að minsta kosti 100 kilo. Feitastur þeirra allra er karl, sem vegur 132 kilo, og er hann vitanlega formað- ur fjelagsins. Einu sinni í mánuði koina þessir feitu menn saman og fá sjer að borða. Það hljóta að vera óve’nju margir feitir menn i Wilmington, þvi tala meðlima er 100. Og þessi át þeirra eru ann- áluð. Þeir jeta og drekka svo óskap- lega og það er að því leyti ekkert undarlegt að þeir sjeu feitir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.