Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.08.1936, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Vatosveita Meyk|avíkiir Þegar Reykvíkingar deíla um, hvað helst megi telja höfuðstaðnum til gildis i samanburði við aðra bæi verða þeir jafnan sammála um eitt og það er vatniö. Betra vatnsból á víst engin höfnðborg í heimi og fáir eins goti. Og útlendir gestir, sem ber hjer að garði, eiga ekki orð til að lýsa því hve bragðgotl og sval- andi drykkjarvatnið sje og skrifa nafnið Gvendarbrunnar i minnis- bókina sína. En þetta hefir ekki alla tíð verið svo. Það er aðeins í rúman aldar- fjórðung, sem Reykjavik hefir notið þessa góða vatns, sem sótt var um 14 kílómetra leið í vatnsbólið. Þegar þeir framfaramenn, sem fyrstir hófu máls á þvi, að leiða vatn ofan úr Elliðaám til bæjarins, eða jafnvel ofan úr Gvendarbrunnum óx flest- um mjög í augum vegalengdin og kostnaðurinn, enda var þetta stærsta fyrirtækið, sem rætt var um að bærinn þyrfti að framkvæma i þá daga. En fyrir ötula baráttu var þó ráðist í verkið og komst það í fram- kvæmd á skömmum thna. Þessarar nauðsynlegu framkvæmd- ar hefir engan iðrað. Þægindin við að Jiafa sjálfrennandi vatn um öll húsakynni borgarinnar, vatn til fisk- þvotta og vatnspósta á götunum til þess að nota er bruna bera að liönd- um, voru svo augljós, að engum gat dulist. Og hvílík viðbrigði frá gömlu vatnsbílunum! Og hin stór- felda heilbrigðisráðstöfun sem vatn- veitan var! Það er einn maður hjer í bæn- um, sem frá upphafi hefir fylgst mikið með og tekið stóran starfandi þátt í vatnsveitusögu Reykjavíkur frá upphafi til þessa dags. Þessi maður er Helgi Magnússon járnsmiður. Fálkinn liefir leitað til hans til þess að skrafa við hann um vatnsveituna og fengið greið svör og skemtileg. h'er hann þessum orðum um að- draganda málsins: — Það var nokkru fyrir aldamót, að farið var að tala um vöntun á vatni til bæjarins. Oft var talað um það á bæjarstjórnarfundum, en framkvæmdirnar urðu litlar. Vatns- póstar voru í bænum, hjer og þar, en sumir þessir brunnar þrutu í þurkatíð, að sumrinu til, og í frost- um á veturna. Þessir örðugleikar urðu vitanlega því meiri, sem fólk- inu fjölgaði meira i bænum. Mestan vatnsskort man jeg árið 1907, kon- ungskomusumarið, en þá var mikil þurkatið og voru þá nálega allir brunnar þrotnir í bænum, nema Baróhspósturinn og Prentsmiðjupóst- urinn. Barónspósturinn stóð skamt fyrir innan Barónsstíg og voru þar fjórar dælur. Fólk stóð þar frá því klukkan 4 að morgni, með hestvagna, handvagna og fötur og keyrði vatn frá brunninum, en þegar leið á dag- inn var brunnurinn að mestu þrot- in. Prentsmiðjupósturinn stóð í Aðal- stræti, nálægt innganginum að búð Brynjólfs H. Bjarnasonar; þar var allan daginn mikil ös, og jafnvel hnippingar manna íj milli, því að margir vildu komast að þessiun eina pósti, en hanil þraut líka, þegar á daginn leið. —- Bar ekki á seltu i vatninu í póstunum í Miðbænum? — Nei. Vatnið í Prentsmiðjupóst- inum var runnið undan Landakots- liæðinni, og svo var um flesta póst- ana í miðbænum, að til þeirra runnu það vatnsmiklar æðar frá hæðunum, að sjávarselta náði ekki að spilla vatninu. Það má vera að svo liafi orðið í stórflóðum, en ekki var orð á því gerandi. En vitanlega var vatn- ið ekki sambærilegt við vatnið úr Helgi Magnússon járnsmiðnr. brunninum, sem Guðmundur góði liafði vígt, á sinni tíð. — Munið þjer eftir eins mikluin vatnsleysisárum i bænum eins og 1907. — Nei, vatnsleysið varð aldrei eins tilfinnanlegt eins og þá, enda gætti þess ineira þá en áður, því að bærinn var farinn að vaxa svo mikið. Jeg held að erfiðleikarnir á þessu ári hafi hert nokkuð á framkvæmdun- um, því að það ár var Jóni Þorláks- syni landsverkfræðingi falið að rann- saka möguleika á vatnsleiðslu til bæjarins, en hann mun þá hafa set- ið i bæjarstjórninni. Niðurstöðurnar á rannsóknum Jóns heitins Þorláks- sonar voru þær, að vel mætti taka vatn úr Elliðaánum, en það út- heimti síjun (filtrering) á vatninu. Frá þessu var þó fallið og ákveðið að taka vatnið alla leið úr Gvend- arbrunnum. Þetta samþykti bæjar- stjórnin og voru framkvæmdir hafn- ar árið 1908, en 10. júní árið eftir var vatninu hleypt til bæjarins og var þá lniið að leggja æðar í öll hús austan Lækjargötu. Var notast við vatn úr Elliðaám fyrsta kastið, þang- að til lokið var við leiðsluna í Gvendarbrunna. — Áætlanir og mælingar gerði Jón Þorláksson, en yfirumsjón með fram- kvæmd verksins hafði danskur verk- fræðingur, Holger Hansen að nafni, því að Jón heitinn gat ekki sjeð um þetta, sakir anna við landsverkfræð- ingsstörfin. En innlagningii vatns- æða i húsiíi annaðist Helgi Magnús- son & Co. um. — Hvað flutti hin fyrsta vatnsæð mikið vatn til bæjarins? — 3 miljón lítra á dag. Þetta nægði bænuni vel fyrstu árin, en þcgar íbú- um fjölgaði jafn ört og raun gefur vitni og sjerstaklega eftir að liol- ræsakerfi bæjarins tók að dreifast í allar áttir, tók að bóla á vatns- .skorti, því að vatnsnotkunin óx afar mikið við holræsin. Og síðan hefir vatnsmagnið verið aukið stórlega? — Já. Bæði með jivi að byggja vatnsgeymirinn i Rauðarárholtinu, það dugði dálítið í svip, til þess að fíera vatnið nær bænum, svo að vatn geymdist þarna frá vatnsþurftarlitl- um tíma sólarhringsins til þess tíma, sem vatnið er mest notað. En þetta gat ekki orðið nema bráðabirgða- ráðstöfun. Nú eru vatnsæðarnar frá Gvendarbrunnum orðnar þrjár og er lengd þeirra og vatiisæðanna í göt- unum um 85 kilómetrar. Ef æðarnar frá götunum og inn í húsin væru taldar með, mætti sjálfsagt tvöfalda jiessa lengd vatnsrásanna, sem flytja Gvendarbrunnavatnið ofan úr hrauni og inn á heimili Reykvíkinga. — Og hvað geta leiðslurnar að of- an flutl mikið vatn núna? — Rúmlega 20 miljón lítra á sól- arhring, eða 240 lítra á sekúndu. — Vatnsveitan varð of lítil er frá liðu stundir? En óraði nokkurn fyrir því, að hún yrði bygð of lítil? — Nei. Jeg veit ekki hvort það var nökkur eða enginn, sem talaði um, að vatnsveitan væri of lítil — en þó kaiin jeg að muna það, ef þjer gefið mjer tíma til. — Ónei, það er ekki timi til að hugsa? Svona er það þegar maður talar við þessa blaða- menn og rekið er á eftir manni. Og blaðamaðurinn tekur þessari meinlegu athugasemd Helga með stök- ustu undirgefni. Því það er sjaldgæft, að hitta fyrir mann, sem ekki þarf að fletta i neinum minnisblöðum til að vita tölur, ártöl, sjerstaka við- burði þess, sem spurt var um, og þesskonar. — Helgi man það alt, án þess að þurfa að fletta upp blöðum. Síðan Vatnsveita Reykjavíkur var stofnuö, og hann tók að sjer ásamt fjelaga sínum, að leggja æðar fyrir vatn í húsin i bænum, þekkja liann flestir Reykvíkingar. Og ef nokkur maðnr hefir verið rjettur maður á rjettum stað, þá er það Helgi Magn- ússon og þeir menn aðrir, sem unnu þá ósleitilegast með honum, liæði dag og nótt, þegar inest lá á. En Helgi Magnússpn á óneitanlega skil- ið þann mesta heiður af þvi, live fljótt vatninu skilaði á veg til „hús- anna austan Lækjargötu" eins og hann orðar það i viðtaliu hjer að framan, og siðan um bæinn ,og út á staði, seni jiá þóttu í fjarlægð við aðalbygðina. Það var þrekvirki, sem hann vann þá, og þrekvirki hefir hann uiinið siðan og er ávalt að vinna fyrir bæinn, sem hann kom i fyrir 53 árum, er hann vildi nema járnsmíði. Og liað er líka ánægjulegt, að tala við mann sem hann um önnur efni. Blaðamaðurinn hefir gert tilraun til, að fá Helga til að segja sjer af við- liorfi hans á Reykjavík fyrir 53 ár- um, er hann fluttist hingað austan úr sveitum fyrir rúmum aldarhelm- ingi. En liann verst allra frjetta um það og segir, að það eigi ekki heima hjer. Svo hafði hann, í ógáti, minst á það i sambandi yið brunnpóstana gömlu hjer í Reykjavik, að ýmsir hefðu verið þar ráðandi og aðrir undirgefnir, þegar tii þess kom að sækja vatnið. — Við póstana var dagblað fjöldans í þá daga, alveg eins og hjá „Konerne ved Vandþosten“ í sögu Hamsuns. Þar skiftust menn á frjettum og þar var jagast og skamm- ast, alveg eins og í blöðunum núna — en þó ekki eins illa. Þar voru foringjarnir, hver við sinn póst. — Hverjir voru þá foringjarnir? — Þjer sögðuð, að þetta ætti að vera stutt. Og svo farið þjer að spyrja fnig um foringjana við póst- ana í Reykjavík. — Þjer vitið ekki livað þjer gerið. — Þvi að það yrði langt. Samt sem áður skildi blaðamað- urinn ekki svo við Helga Magnússon að hann fengi ekki hjá honum lítils- háttar ádrátt um, að segja einhvern- tíma seinna frá samkomunum við helstu vatnspóstana í Reykjavík og helstu fundarstjórum og foringjum þar. Og af þeim ávæningi, sem feng- inn er, má ritstjórn þessa blaðs bú- ast við, að þar fylgi og fljóti ýmis- legt skemtandi, og fræðandi ölluni þeim, sem kynnast vilja aldarhætti Reykjavíkur á ýmsum tíma, á síðast- liðnum 50 árum. OLYMPÍUBÆRINN, sem Berlínarbúar hafa reist handa útlendu þátttakendunum hefir kostað hálfa miljón rikismörk, en talsvert befir fengist upp í kostnaðinn með þvi að selja Berlínarbúum aðgang að bænum til að skoða liann, eins og hvert annað safn. Myndin sýnir gestahóp, sem bíður við inngöngu- ldiðið að bænum eirin af síðustu dögunum, sem hann var opinn fyrir skoðendur. Því að undir eins og fyrstu íþróttamennirnir, það var flokkur Ástralíumanna, voru komnir, var bænum lokað fyrir gestaheim- sóknum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.