Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N ---- GAMLA BÍÓ Dulmðlsskejftin. Jón Þórðarson, Baldursgötu 7, varð 80 ára 9. okt. Kona hans Guðrún Símonardóttir, verður 70 ára 16. nóv. Afar spennandi og fyndin em- erísk talmynd eftir njósnarsögu Herbert Ö. Yardley’s Aí'aliilutverki?5 leikur hinn ágæti leikari WILLIAM POWELL. Ennfremur leika: Rosalind Russell og Binnie Barnes. Sýnd bráðlega. Mynd þessi, sem tekin er af Metro Goldwyn Mayer undir stjórn William K. Howard gerist í Bandaríkjunuin á stríðsárunum. Efni hennar segir frá starfsaðferðum þeirra embættis- manna herstjórnarinnar, sem eiga að koma skilaboðum til fjarlægra skipa með dulmálsskeytum. En þeir eiga við hættulega andstæðinga að etja þar sem eru njósnarar óvinaþjóð- anna, er jafnan leytast við að þýða dulmálskeytin og komast á þann hátt að fyrirskipunum þeim sem skipin fá frá herstjórninni, svo að óvinirnir geti fylgst með hreyfingum þeirra og grandað þeim. Það verður Bill Gordon blaða- maður, sem fær það hlutskifti að koma upp um njósnarana. Hann langar i stríðið en vegna kunnáttu sinnar á dulmálskeytum er hann sett- ur í herstjórnarráðið til þess að glima við njósnarana. Bill Gordon (sem leikinn er af William Powell) verður ástfanginn af ungri stúlku, Joel Car- ter (Rosalind Russell), en i viðskift- um sínum við njósnarana sjer hann fljótt að stúlka ein, Olivia að nafni (Binnie Barnes) er ein af njósnur- u'num. Hann vill reyna að komast að leyndarmálum hennar með góðu móti og býður henni þvi út með sjer. En Joel verður brennandi af afbrýð- issemi, því hún lieldur að Bill sje að draga sig eftir Oliviu. En áður en lýkur kemur það þó á daginn hver tilgangur Bills er með vio'kynning- unni, og myndinni lýkur með þvi að Bill notar kænskubragð til þess að frelsa sig og Joe úr yfirstandandi hættu og ná í njósnarana. Jóhann V. Daníelsson kaupm., verður 70 ára 17. þ. m. LEIKHÚSIÐ. LILIOM eítir FRANZ MOLNAR Leikritið Liliom eftir ungverska skáldið Franz Molnar er frumlegt og sjerkennilegt, enda hefir það áunnið höfundinum heimsfrægð og verið leikið i öllum stærri borgum Evrópu. Þar blandast saman æfintýr og járn- kaldur veruleiki og aðalpersónan, auðnuleysinginn Liliom, sem að vísu er prýðilega vel gefinn, er merkilegt sambland góðs og ills, öfgamaður í orðsins fylstu merkingu, alt nema meðalhófsmaður, hvort heldur er i góðu eða illu. Það er þessi persóna, sem hefir gert leikinn frægan, fleslar hinar persónurnar eru eins konar umbúðir um þennan sjerstaka auðnu- leysingja. Og svo einkennilegt og mikilfenglegt er efni leiksins, að maður á slíku ekki að venjast. Meðferð leiksins er vandasöm en Leikfjelaginu hefir tekist liún þann- ig, að allir þeir sem halda upp á frumlegt efni á leiksviði ættu ekki að sleppa þvi að sjá „Liliom“. Það er útlendur maður, sænski blaðamað- urinn og leikarinn Artliur Wieland, sem hefir haft leikstjórnina -á hendi og leikur aðalhlutverkið, en það liefir hann æft með liinum fræga sænska leikara Anders de Wahl, sem með rjettu er talinn einn mesti leik- ari Svíjijóðar af núlifandi kynslóð. æikritið er erfitt viðfangs, og Jjað iiá segja hinum erlenda leikstjór:. til hróss, að honum hefir tekist vcl. Það er góður heildarblær yfir leikn- um og leikur Wielands rösklegur og tilþrifamikill. Og um frammistöðu einstakra leikenda er einnig alt gott að segja, ekki síst um leik Brynjólfs Jóhannessonar, sem leikur hinn illa anda og freistara Lilioms, Arndísar Björnsdóttur, Soffíu Guðlaugsdóttur og Reginu Þórðardóttur. Þau liafa öll vandasöm hlutverk með honum. Hlut- verk Lilioms er langstærst, en það spillir ánægjunni fyrir flestum á- liorfendum, að Wieland talar mjög liratt. Mundi ekki á þessu segjast. ef leikið væri á islensku. En allur þorri leikhúsgesta er óvanur að heyra sænsku talaða og á því mjög erfitt með að fylgjast með l)ví sem Liliom segir. Mundi leikarinn að skaðlausu geta talað hægar, þó að hann eigi ef til vill að vera nokkuð óðamála. Hjer birtast tvær myndir úr leikn- um. Önnur er af Arthur Wieland Liliom, Soffíu Guðlausdóttur sem frú Muskata. Hnndrað ára afmæll. Á mánudag- inn kemur eru Iiðin hundrað ár frá fæðingu hins nafn- kunna sýslu- manns Lárus- ar Blöndai. Fæddist hann í Hvammi i Vatnsdal í Húnav.sýslu 16. nóv. 183G og í þeirri sömu sýslu vann hann mestan hluta æfistarfs síns, sem sýslumaður Húnvetninga. Hann varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1857 og sigldi þá tii háskólans i Kaup- ------- NÝJA BlÓ. -------------- Raddir náttárnnnar. Töfrandi mynd gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Jack Lon- don, „Call of the Wild“, af Joseph Schenk. Aðalhlutverkin ika: CLARK GABLE LORETTE YOUNG og JACK OAKIE. Áhrifamikil og efnisrík myn í. Sýnd um helgina. Þessarar ágætu myndar var minst í siðasta blaði Fálkans og var þar rakið efni hennar. Skal l)að ekki end- urtekið hjer. Myndin gerist mest- megnis í nyrstu hjeruðum Alaska og er umhverfi hennar því æði kuldalegt og að sömu leyti líkt því að það gæti verið úr islenskum ó- bygðum um vetur. Myndin er ein af hinum svonefndu „20 Century“-mynd um en svo eru þær nefndar úrvals- inyndirnar sem hið góðfræga fjelag United Artist tekur. Ætti þetta út af fyrir sig að vera nægileg meðmæli með myndinni. Leikur Clark Gable í mynd þessari liefir hlotið mikið lof. Oft hefir liann sýnt karlmensku í leik sínum og þó sjaldan eins og í þessari mynd. Og mótleikendur lians eru hinir ógæt- ustu. Shorty Hoolihan fjelagi hans er leikinn af »ack Oakie, af mikilli prýði og Loretta Young leikur ágæt- lega frúna Claire Blake, sem verður viðskila við mann sinn norður i hriðinni og Clark Gable finnur. Reginald Owen leikur prýðilega þorp- arann og fúlmennið Smith. — Mynd þessi verður sýnd núna um helgina á Nýja BÍÓ og ætti fólk ekki að sitja sig úr færi að sjá hana. Ásvaldur Magnússon, Bergstaða- stræti bi, varð 75 ára i fyrra dag mannahöfn .og nam þar lögfræði og varð kandídat í lögum vorið 1865. Frá liáskólaórum hans og síðar eru til ýmsar sögur um krafta hans, og bárust sögur um afrek hans bæði meðal Hafnarbúa og eins um sveitir íslands. Blöndal varð sýslumaður í Dalasýslu 1867 en tíu árum síðar varð hann sýslumaður Húnvetninga og gengdi þvi starfi þangað til að hann var skipaður amtmaður i Norður- og Austuramtinu í febrúar 1894. En þá átti hann skamt eftir ólifað, þvi að 12. maí sama ár and- aðist hann. Þingmaður Húnvetn- inga var hann 1881—’85. — Lárus Blöndal var eitt atkvæðamesta og gjörfulegasta yfirvald á íslandi á öldinni sem leið, fjölhæfur íþrótta- maður og mesti skörungur. Raddmað- ur þótti hann svo af bar og með af- brigðum hljómelskur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.