Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1937, Síða 13

Fálkinn - 25.09.1937, Síða 13
F Á L K I N N 13 Setjiðþið samanl 1.... r............ 2.................. 3 ................. 4 ................. 6 8............................. 9............................. 10............................ 11............................ 12............................ 13. .......................... 14 .......................... 15 .......................... 16 .......................... 17 .......................... 18 .......................... 19............................ ii—am—an—an—an—ar—ar—ar c—es—dáemd—fat—fram—ham— h—hon—i—i—ing—ir—4s—is—iv —king—kár—lu—lu—mar—marg — naf—nan—o—om—oft—-rams— sal—u—u—ulj—ull—um—urt—vill 113. 1. Smiðatól. 2. Á í Asíu. 3. Borg i Kína. 4. Rússn. mannsnaín. 5. Mannsnafn. 6. Sólarbjarmi. 7. Planta. 8. Þýða. 9. Mjög oft. 10. Egyptskt goð. 11. Bær í Kyrrahafi. 12. Fram vfir. 13. Bor. 14. Dóinfeldu! 15. Flik úr ull. 16. Koiigur i Egyptó. 17. Kvenlieiti. 18. — — —oil, hæjarnal'n. 1S. Land. i Asíu. Samstöfurnar eru ails 43 og á aö setja þær saman í 19 orð í samræmi við það, sem orðin eiga að tákna. Þannig að fremstu stafirnir í orð- unum taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir neðan l'rá og upp, myndi upphaf á alkunnri dýra- vísu. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana i orð og skrifað nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. HVALVEIÐAR. Frh. af bls. 5. komulagi þessn virðist svo, sem samningsþjóðirnar liafi friðað sjóinn hjer kringum íslaml fyr- ir þegnum sínum, (nema ef til vill svæðið fyrir Norðurlandi), þar sem alt Norður-Atlanlshaf er friðað. Getur það orðið til mikils gagns fyrir okkur ef Norðmenn og Bretar liætta hval- veiðum hjér við land, en hjer eru nú tveir slíkir leiðangrar, sinn frá hvorri þjóð. Er sá breski út af Vestfjörðum, og er með 6 hvalveiðaháta, en sá norski lieldur sig lijer út af Faxaflóa, og. er með 1, eða fleiri báta. Nokkur sjerleyfi til hvalveiða lijer við land hafa verið veitt, síðan hvalafriðunarlögin 1928 voru samþykt. Það er þó aðeins eitt fjelag', sem notað hefir sjer- leyfi sitt, og rekur það hval- veiðar frá Tálknafirði með tveim veiðiskipum. Veiddust þaðan í hitlifyrra 28 hvalir, alt lang- reyður nema tvær stcvpireyður og ein sandreyður. í fyrra var veiðin góð. Veiddust þá 85 hval- ir, alt langreyður nema 1 sand- reyður, 6 steypireyður og 7 búr- hveli. í ár geklc veiðin vel fram- an af sumri, ]iar til tveir er- lendu veiðileiðangrarnir komu til landsins. Tók mjög fyrir veið- ina frá Tálknafirði þegar svona mörg veiðiskip bættust við, enda eru þau ný og stór, og geta þau bresku dregið fimm hvali í einu, og þó elt og drepið þann sjötta. Þegar síðast frjettist höfðu þó veiðst 60 hvalir frá Tálknafirði. Einkennilegur er hinn mikli fjöldi húrlivala, sem nú virðist vera hjer við land, þar sem sjö veiðast á einu ári á tvo háta, en ekki fengust nema 25 alls, öll árin sem Norðmenn stunduðu hjer hvalveiðar, en sennilega stafar þetta af því að sjórinn lijer við land er nú nokkuð heit- ari en áður. Fyr þótti mestur fengur i því að fá búrhveli, en nú er það ekki svo, þvi sperma- cetlið eða hvalrafið, hin dýra lýsistégund, sem áður var, er nú fallin í verði. Lýsi þetta, sem storknar þegar hvalurinn devr, og verður livítt, og þurt á að taka, er í stóru holrúmi í höfði hvalsins, og tveimur píp- um er þaðan liggja aftur eftir cndilöngum hvalnum, alla leið aftur í sporð. Það var áður notað til dýrustu kertagerðar, en kertagerð hefir dregist rnjög mikið saman á undanförnum áratugum, enda fundin tilbúin efni, er geta komið í stað þessa svonefnda hvalrafs. Að lokum þetta: Hælti úl- lendingar hvalveiðum hjer, ber okkur íslendingum siðferðileg skylda til þess að drepa ekki hvali undir friðunarlágmarkinu nje mæður er liafa unga með sjer. Gela má að af þeim sjö búrhvelum er veiddust i fyrra var ekkert undir lágmarkinu, og af langreyðunum aðeins ein. En sennilega hafa nokkrar þeirra verið undir kvnþroska- stærð. Af steypireiðunum var aftur á móti þriðji hluti undir lágmarkinu, og sennilega hafa þær allar verið undir kyn- ]>roskaaldri. DREKKIÐ E 6 I L 5 - ö L þakklæti fyrirbyggir ekki það, að hann hugsi um sjálfan sig. Joyce andvarpaði og Jeff sem hallaði sjer að henni tók undir hendina á henni. Vertu hughraust, Joyce. Mundu að jeg er með þjer, hvað sem á dynur. Og nú verð jeg að fara. Jeg er ekki einu sinni farin að mjólka. Jeg er skelfing eigingjörn, Jeff, sagði Joyce. — Jeg læt þig vanrækja þín eigin störf, mín vegna. Hún gekk með honum út úr stofunni og þegar þau komu að stiganum gekk Dencli um anddyrið. Þau sáu að dyrnar stóðu opn- ar hjá Grant og að hann var að benda Dench. Dench fór inn til hans að vörmu spori og skelti hurðinni á eftir sjer. Joyce og Jeff litu hvort á annað og Joyce varð órótt. — Mjer þætti gaman að vita hvað Granl vill honum, livíslaði hún. — Það þætti mjer líka, en jeg hugsa að við þurfum ekki að kvíða þvi. Eins og sak- ir standa hefir Dench sömu áliugamál og við, og meðan svo er þá hjálpar hann okkur. Þegar Joyce hafði fylgt Jeff til dyra fór hún aftur upp í stofuna sína og hafði naumast sesl við arininn þegar drepið var á dyrnar og Dench kom inn. — Get jeg nokkuð gert fyrir yður áður en þjer farið að hátta? spurði hann. Rödd- in og framkoman var hefluð og fáguð, svo að Joyce gat ekki að sjer gert að brosa. Hún undraðist líka hve hugsunarsamur hann var. Komið þjer inn fyrir, Dench, sagði hún. — Jeg þarf að tala við yður. Dench kom inn á gólfið og staðnæmdist andspænis henni. Og Joyce varð á ný undr- andi yfir rólyndi hans og hve fullkomið vald hann liafði á sjálfum sjer. Henni fanst erfitt að trúa því, að þessi snyrtilega klæddi og fágaði maður, sem ekki var hægl að þekkja frá fullkomnasta bryta, skyldi vera sami maðurinn og óhreini, órakaði stroku- fanginn, sem hún liafði hitt fyrir nokkrum klukkutimum í þokunni. Dench, sagði hún rólega. - Mig langar til að spyrja yður um Nisbet kaptein. Þjer vitið að jeg sá hann ekki síðasta árið sern hann lifði. Það er víst ekki mikið, sem jeg gel sagl yður, frú, en svo mikið get jeg þó sagt, að jeg hafði aldrei ástæðu til að kvarta undan honurn. Hann horgaði mjer vel og fór vel með mig. Vitanlega var hann erfiður viðfangs stundum. Það er sagt að hann hafi orðið fyrir áfalli þegar hann var lítill. Hann gat orðið hamslaus út úr engu. Jeg man altaf þegar hann rjeðist á Bluface Marly og gaf honum utanundir. Hver var Marly? Og hversvegna gerði hann það? spurði Joyce. Marly var stærsti sláninn í timbur- vinnunni við Crooked Gap. Þeir kölluðu hann Blána, vegna þess að hann var með brunasár á annari kinninni. Hann vóg tvö hundruð og tuttugu pund og það var sagl, að hann liefði einu sinni drepið ljón, með herum höndunum. Kapteinninn og hann hittust á drykkjukránni hans Jaxby og Bláni fór eitthvað að dj’lgja um tildurherra í silkiskyrtu. Og það var kapteininum nóg. Ilann rauk á Marly og gaf honum hnefa- högg undir hökuna. — Og svo? spurði Joyce og stóð á önd- inni. Marly tók liann og fleygði honum inn fyrir diskinn, á allar flöskurnar. Og svo fór hann á eftir honum, svo að jeg varð að ganga á milli. Hann þagnaði. Honum fansl hann hafa sagl nóg, en Jovce var á annari skoðun. Þjer genguð á milli. Flugust þjer á við þennan jötunn? Já, jeg mátti til. Ilann var alveg hrjál- aður. Hann hefði drepið kapteininn ef hann hefði mátt ráða. Skutuð þjer liann? Dench leyfi sjer að brosa. Ekki gal jeg gert það. Jeg náði utan um hann og lagði hann. Sem betur fór rakst hausinn á honum í brúnina á diskinum og þegar hann rankaði við sjer aftur var jeg búinn að koma kapteininum undan.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.