Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1939, Page 3

Fálkinn - 03.03.1939, Page 3
F A L K I N N 3 Knattspyrnuf jelag Reykjavíkur 40 ára Árið 1895 rjeði Björn ritstjóri Jónsson skoskan starfsmann að ísafoldarprentsmiðju. — Hann hjel James B. Fergusson og dvaldi lijer i Reykjavík nokkur ár. Hann var í senn mjög duglegur og áhugasam- ur iþróttamaður og hafði alist upp i landi, þar sem næmur skilningur fyrir þýðingu íl>rótta hafði rikt lengi. íþróttalif var ekki neitt i hænum um þessar mundir nema glimt var lílið eitt. Fergusson hafði ekki dvalið hjer lengi er hann fór að kenna ungum mönnum fimleika, lilaup og knatt- spyrnu. fþróttasvæði var þá ekk- ert til, en æfingarnar fóru fram suður á Melum, þar sem gamti íþróttavöllurinn var siðar. Ungir menn bæjarins sóttu þessar æfingar atlvel og má telja Fergusson íþrótta- brautryðjanda hjer í Reykjavík. Þegar liann fer af landi burt er æfingum haldið áfram undir for- ystu Ólafs Rósinkranz, síðar há- 1899 — mars — 1939 um mörg ár og má hiklaust fullyrða að undir forystu lians liafi fjelagið átt sína miklu blómaöld. Sjálfur var Kristján fjölhæfur íþróttagarpur, einkum var liann góður spretthlaup- ari og stökkmaður, Vann liann mikið og óeigingjarnt starf sem formaður fjelagsins um mörg ár. Að fjelags- menn hafa kunnað að meta starf hans sjest m. a. á því að íþrótta- nefnd fjelagsins hefir sæmt hann heiðursmerki sínu, silfurkrossi með K. R. merkinu á. K. R. tjet ekki staðar numið við að æfa knattspyrnuna og htaupin. Á skömmum tíma tók það eina íþróttagreinina af annari til æfinga og fór að keppa á alsherjarmóti í. S. í. Hefir K. R. oftar en nokkuð annað fjelag tekið fyrsta sæti á því og þar á meðal á síðastliðnu vori. Fjelagið hefir haft ýmsar fram- kvæmdir með höndum. M. a. hefir það öðru hvoru gefið út prentað hlað — K. R.-blaðið. 1929 er fjelagið orðið svo fjár- Erlendur Pjetursson skólaritara. Allmargir piltar eru við þessar æfingar, tæra þeir helstu knattspyrnuregtuþ og vinna það þarfa verk, að velta völum úr leið, þar sem æfingarnar fara fram. Þessar æfingar suður á Melum, fyrst undir stjórn James B. Fergus- son og síðar Ólafs Rosenkranz, skapa tildrögin að stofnun elsta knatt- spyrnufjelags landsins, er heldur 40 ára afmæli sitt innan fárra daga. En fjelagið er ekki. aðeins elsta knattspyrnufjelag landsins, heldur hefir það sæmdarheitið „Besta í- þróttafjelag íslands," fyrir flesía vinninga á allsherjarmóti í. S. f. K. R. var stofnað i mars 1899 i húsi einu í Aðalstræti, þar sem nú er verslunin Manchester. Ekki var nú strangt fundarsnið yfir hin- uin fyrsta fundi fjelagsins. Engin formleg stjórn og engar reglur nje tög settar fjelaginu. Ekkert fjelags- gjald var ákveðið, en 25 aura sam- skot fóru l'rarn í því skyni að kaupa nýjan knött. Fjelaginu var gefið nafnið „Fót- boltafjelag Reykjavíkur.“ — Meðal stofnenda eru ýmsir menn, er sið- ar hafa orðið þjóðkunnir, þó að nöfn þeirra verði ekki nefnd hjer. Sumarið eftir fjelagsstofnunina var fyrsti knattspyrnukappleikur- inn háður á landi hjer. Kepti fje- lagið við sjálft sig og var raðað í liðin eftir hlutkesli. Aldamótaárið efndi l'jelagið aftur til kappleiks og var þá kept um 25 króna verðlaun og heiðursskjal. Mjög var losaralegur bragur yfir slarfi fjelagsins fyrsta áratuginn, eins og ætla má, ef það er borið saman við það sem nú tíðkast. Einn mesti áhugamaður fjelagsins um þessar mundir og lengi formaður þess var Þorsteinn Jónsson. — í kring um 10 ára afmælið er mjög mikil deyfð yfir fjelaginu, og því er efnl lil vakningarfundar 29. júní 1910. Eftir þann fund fær fje- lagið á sig fastara snið. Nú er farið að skrifa fundargerðir, regluleg stjórn er kosin og lög fjelagsins eru samþykt nokkrum mánuðum síðar, 23. mars 1911. Knattspyrnumenn fjelagsins fá einkennisbúning og reglutegt kapplið er myndað. Sum- ar þessar breytingar og framfarir stóðu í sambandi við það, að nokkru áður hafði risið lijer upp annað knattspyrnufjelag, „Fram“, og nú var gamla fjelagið ekki framar eitt um knaltspyrnuíþróttina. Þegar gamli íþróttavöllurinn var vígður 11. júni 1911 sýndu knalt- spyrnufjelögin knattspyrnu á hon- um. 17. júní háðu fjelögin harðan kappleik, sem K. R. tapaði. Árið eftir keptu fjelögin um Knatt- spyrnubikar Islands í fyrsta sinn og vann K. R. sigur. 1914 stofnar fjelagið sjerstaka unglingadeild, þar sem forystumönn- um fjelagsins var farin að skiljast nauðsyn þess, að taka drengina snemma til æfinga, ef þeir ættu að verða snjallir knattspyrnumenn sem fullorðnir. Ekki var auður fjelagsins enn mikill sem ekki var heldur að vænta. Árið 1915 á það tæpar tvö hundruð krónur i sjóði. Á því ári er nafni fjelagsins breytt, og kallað Knattspyrnuf jelafc Reykjavíkur en í daglegu tali er það stytt og kallað K. R. og er þvi haldið hjer. Tvö smáfjelög innlimaði K. R. á þessum árum: Fótboltafjelag Vest- Guömundur Ólafsson hagslega sterkt, að það ræðst í að kaupa Báruhúsið við Tjörnina — nú K. R. húsið. Héfir húsið verið fjelaginu mikill styrkur — mjög góð tekjulind. Er Kristján Gestsson framkvæmdamaður hússins. Þá hefir fjelagið komið sjer upp skíðaskála inn hjá Skálafetli og er skíðaíþrótt nú mjög iðkuð innan K. R. sem margra annara íþrótta- fjelaga bæjarins. Var skálinn bygður 1936, en endurbættur nýtega og vígður s.t. sunnudag. Til margra íþróttaleiðangra hefir fjelagið efnt. Heimsótt alla stóru kaupstaðina hjer á landi, og auk þess sent flokka til Þýskalands >g Færeyja. Þegar Kristján ljet af formanns- störfum fyrir nokkrum árum — að ákveðinni ósk hans sjálfs •— var Erlendur Pjetursson einróma kjör- inn formaður. í meira en aldar- Framh. á bls. 15. urbæjar 1911 og Fótboltafjelagið „Hjeðinn“ 1917. F’ekk fjelagið góða heimanmundi með þessum fjelögum. Erlend Pjelursson með Fótboltafje- laginu, en Kristján Gestsson með „Hjeðni“. Hjer er ekki rúm til að rekja sögu fjelagsins, sigra þess og ósigra á knattspyrnumótunum. — Eitt mesta tiappið í sögu fje- lagsins er þegar Guðmundur Ólats- son verður knattspyrnuþjálfari þess 1920. Lagði liann írábæra alúð við æfingar drengjanna, hinna verðandi knattspyrnukappa. Sýndi það sig best nokkrum árum seinna, þegar þeir fóru að skipa flest sætin í knattspyrnuflokkunum, hvað jijátf- un sú, er þeir höfðu fengið hjá hon- um kom jieim að góðu liði. — Guð- mundur hefir verið þjálfari fjelags- ins frá 1920 og til skannns tíma, er Sigurður Halldórsson, lærisveinn lians og ágælur knattspyrnumaður, tók við starfinu af honum. Fyrstu 20 árin, sem K. R. starfar er liað eingöngu knattsxiyrnufjelag, þ. e. a. s. það æfir ekki aðrar í- þróttir en knattspyrnu. En árið 1919 kemur Kristján Gestsson fram með tillögu um það á fundi, að fjelagsmenn fari að iðka lilaup, þar eð þau sjeu veigamikið undirbúningsatriði fyrir knattspyrn- unni. Og urðu undirtektir góðar. 1921 sendir fjelagið sveit hlaupara á víðavangshlaupið. Úrslitin urðu ekki gtæsileg fyrir fjelagið eins og Skíðaskáli K. R. heldur ekki var við að búast, en nú var þess skamt að bíða, að K. R.- ingar yrðu lilaupagarpar og hafa þeir jafnan verið það síðan. Kristján Gestsson verður forinað- ur fjelagsins 1923 og var jiað síðan K. R. húsiö viö Tjörnina. íslandsmeistarar K. R. (Gömul nvjnd).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.