Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1939, Side 7

Fálkinn - 03.03.1939, Side 7
F Á L K 1 N N 7 Þeir sem sjeð hafa myndina „Ali Baba heimsækir borgina“ munu kannast við Jjessar þrjár blámarós- ir á myndinni til hægri, því að Jjar dönsuðu þær heldur svakalega. Nýlega voru þær í London og ætl- uðu að kaupa sjer far í flugvjel til Parísar. En eigi var rúm fyrir þær í áætlunarvjelinni, svo að önn- ur vjel var send með þær. Þær urðu að greiða tvöfalt fargjald fyrir sig, vegna þess hve þungar þær voru. Frægasti núlifandi vísindamaður Dana, Niels Bohr er nýlega farinn til Ameríku í fyrirlestraferð á- samt syni sínum og aðstoðarmann- inum Leon Risenfeldt. Á Bohr að halda fyrirlestra við Princeton- háskólann. Á myndinni að neðan sjest hann vera að leggja í ferðina. Fyrsta silfurrifasýningin var ný- lega haldin í Danmörku og sýnir myndin að neðan t. v. dýrið, sem vann fyrstu verðlaun. För Daladier forsætisráðherra til Korsika og Tunis í vetur gekk mjög að óskum og keptust menn um að votta honum og Frakklandi holl- ustu sína. Urðu viðtökurnar enn hlýlegri vegna áróðurs þess, sem Italir hafa haft í frammi gegn Frökkum í vetur. Flotadeild fylgdi Dáladier alla ferðina og sjálfur var hann um borð i herskipinu „Emile Bertin", sem sjest á mynd- inni hjer að ofan. Málaferli hafa verið hafin gegn frænda þýska Gyðingsins Grunz- pans, sem drap þýska sendiráðið von Rath í haust, og varð það til- efnið til hinnar miklu ofsókn- ar á hendur Gyðingum i Þýska- landi. Hjön þessi eru sökuð um að hafa leynt morðingjanum á lieim- ili sinu. Á myndinni til vinstri sjást hjónin fyrir rjettinum, og til vinstri hinn frægi ítalski málaflutnings- maður Maro Giafferi, sem nefnd Gyðinga í Ameriku hefir fengið til þess að verja mál morðingjans.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.