Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1939, Qupperneq 12

Fálkinn - 03.03.1939, Qupperneq 12
12 F Á L K 1 N N WYNDHAM MARTYN: 32 Manndrápseyjan. „Aðeins einn dag enn, vona jeg,“ svar- aði Trent. „Jeg ætla að prófa kenningu mína eftir nokkra klukkutíma." „Ó, mr. Trent, segið okkur hvað þjer haldið. Við skulum ekki segja neinum frá þvi.“ „Það eru inargar aðferðir til þess að koma upp um mig, ungfrú Phyllis. Við borðið í gærkvöldi voruð þjer til dæmis alt of vingjarnleg við mig. Jeg sá að Erissa var forviða. Munið, að þjer eigið að liata mig.“ „Afsakið þjer, jeg er vist ekki lagin á veiði- iirellur, því miður.“ „Nú ætla jeg að læðast inn i herbergið mitt aftur,“ sagði Anthony, „og jeg treysti yður, Cleeve. Annars býst jeg ekki við, að þið verðið ónáðuð i nótt.“ Hann er á villigötum,“ sagði Cleeve, þeg- ar Trent var farinn. „Jeg ímynda mjer að hann hugsi, að mr. Ahtee sje sá seki, en það er hann auðvitað ekki. Alitee er laf- hræddur við alt. Þegar jeg skar mig í fing- urinn um daginn, lá við að hann fjelli í yfirlið. Og einu sinni þegar fauk í Hugh og liann ætlaði að ráðast á liann, varð hann náfölur. Hann er mesta lvddan sem jeg þekki.“ „Þú heldur kanske að það sje Barton?“ sagði Phyllis. „Þú ert meira flónið! Lang- amma heldur að það sje rafvirkinn, því að hann er kommúnisti. Það er jafn mikil fá- sinna.“ „Þakka þjer fyrir barn. En bver héldur þú að það sje?“ „Jeg hefi myndað mjer skoðun,“ sagði Cleeve, „sem jeg hefi ekki viljað hafa orð á áður, af þvi jeg vildi rannsaka málið dá- lílið fyrst. Eitl kvöldið þegar við ‘Erissa höfðum rifist, gekk jeg austur á kletta og horfði út á hafið, eftir að þið voruð öll far- in að liátta. Þá gekk maður fram hjá mjer. Jeg spurði hver hann væri, en hann svaraði ekki.“ „Það hefir víst verið Sears garðyrkju- maður,“ sagði gamla konan. „Nei, jeg spurði hann, hvort liann hefði verið úti um kvöldið. En hann sagðist aldrei þora það, þvi að það væri altaf einhver dökkklædd vera á ferli hvort það varri nú maður eða draugur [legar dimt væri orðið. Og Briggs var jafn hræddur. Þeir halda að það sje draugagangur hjer á eyj- unni. En nú skuluð þið athuga, að Ahtee segir að það sjeu hellar lijerna, sem Fratt- on liafi hafst við í í marga mánuði. Því skyldi ekki geta verið menn í þeim núna?“ „I hvaða tilgangi ættu þeir að vera þar,“ spurði Phyllis, „og hvernig ættu þeir að hafa komíst hingað?“ ,,Ti! þess að stela, auðvitað. Manstu eftir þjóninum, sem var hjer í fyrstunni? Hann sem var til aðstoðar brytanum og fór lijeð- an með honum, rjett áður en samgöngurn- ar slitnuðu við land. Hann leit þannig út, að hann gæti verið beggja handa járn, og einu sinni þegar jeg fór snemma út að lauga mig þá hitti jeg hann. Hann var eitlhvað að snuðra lijer í kring. Hann var svo ó- svifinn, að hann þóttist vera að leita að sveppum.“ Cleeve skalf, svo ákafur var hann, „hann þekti húsið út og inn. Það get- ur vel verið að hann hafi tekið þessa stöðu í þeim eina tilgangi að stela peningum og skartgripum frá Ahtee. Erissa á feikn af sliku. Og þið munið eftir þvi, sem Ahtee sagði okkur frá um hellana, því skyldi hann ekki hafa getað heyrt það og ákveðið að leggjast þar út. Hann hefði getað stolið niðursuðu og öðrum mat og drykk smátt og smátt, án þess að tekið væri eftir því, hann hafði svo langan tima til stefnu. Og lyklana var honum hægðarleikur að ná í.“ „Þú ættir að segja mr. Ahtee frá þessu,“ sagði Phyllis, sem var hrifin af þessari nýju og sennilegu tilgátu. „Þegar hestarnir og hinir þjónarnir voru sendir í land hefði liann vel getað skotist úr hópnum í fjörunni og orðið eftir. Hvað segir þú um Jietta, langamma?“ „Þú hefðir átt að segja þetta fyr. Líka verður þú að láta mr. Trent vita af þessu.“ Frú Cleeve sat um stund hugsandi. Hún rnundi vel eftir þessum þjóni, hann hafði hvorki verið góðmannlegur nje heiðarlegur í útliti, og brytinn bafði kvartað undan því, að liann væri klaufi. Það var ekki ó- hugsandi að Cleeve hefði rjett fyrir sjer. En fyrir sitt leyti gat hún ekki varist hin- um gamla ótta við að Ahtee hefði rjett fyrir sjer og að þetta væru öfl, sem enginn mann- legur máttur gæti ráðið við. Mr. Ahtee hafði lesið upp fvrir henni pistil, sem hann sagði að kominn væri frá sjálfum Gregoríusi páfa þrettánda: „Jeg, Herrans þjónn skipa yður, þjer illu andar, að verða á burt hjeð- an ti! öræfa og óbygða, þar sem þjer hvorki getið unnið mein mönnum nje skepnum!“ Og hann hafði sagt henni frá ýmsum sið- um, sem til heyrðu, að stórt bál var kynt á torginu og kastað á það brennisteini og um leið signdu menn sig og lásu 114. sálminn. Það var ekki tilviljun og vegna kerlinga- bóka, sem páfar lögleiddu þesskonar siði! Öræfi og óbygðir!. . . . gat nokkuð verið svipaðra öræfum og óbygðum en þessi eyja? Ilún var þreytt og beygð, hvað mundi morg- undagurinn bera i skauti sínu? Vhð morgunverðinn var frú Cleeve við- stödd, en mr. Ahlee var fjarverandi. „Pabbi er dálítið kvefaður“, sagði Erissa, „og ætlar að sitja upp í skrifstofunni i dag og vinria að endurminningum Frattons". Eftir borðhaldið kallaði Cleeve Trent af- síðis og sagði honum frá hugboði sínu um þjóninn i hellinum. „Það getur luigsast, að þjer hafðið rjett í'yrir yður, en nú ætla jeg fyrst að prófa mína kenningu. Ef þjer viljið vera mjer hjálplegur þá skuluð þjer tala við Erissu og tefja hana eins lengi og þjer getið.“ Trent ranglaði í liægðum sínum upp stigann Jiangað til hann hvarf sjónum binu fólkinu, þá skundaði bann inn í álmu mr. Ahtee, en þangað var gestunum aldrei boð- ið að koma. Hann beyrði að Ahtee gekk um gólf, fram og aftur inni í stóru stof- unni og með þeirri leikni, sem hann hafði tamiS sjer forðum daga, þegar bann var glæpakonungurinn Anthony Trent, veittist honum auðvelt að komast að raun um, að hurðin var ólæst. Trent steig nokkur skref áfram, svo þaut hann áfram, reif upp hurð- ina og æddi inn i stofuna. Ahtee staðnæmd- ist og leit forviða á- hann. „Lánið mjer skotvopn,“ hrópaði Trenl og greip andann á lofti, umhverfður í andlil- inu af hræðslu, „fljótt undir eins, Jiað er hætta á ferðurn." Ahtee flýtti sjer að skrifborðinu sínu, dró út skúffu og tók upp stóra marghleypu, sem hann fjekk mr. Anthony. „Hvað er um að vera?“ Hann var ekki viðbúinn Jrví sem gerðist. Trent miðaði marghleypunni á sjálfan hann. „Setjið þjer,“ sagði Anthony Trent hann gat ekki varist að brosa að því hve þetta hafði tekist vel. Ahtee hneig niður á stól. „Upp með hendurnar,“ sagði Trent og rannsakaði vasa Ahtee. Er hann hafði geng- ið úr skugga um, að nokkur vopn væri Jrar gekk hann aftur á bak út úr dyrunum og læsti þeim. „Hvað á Jretta að [iýða?“ spurði Ahtee án Jress að sýna nokkurn vott hræðslu. í stað þess að líta niður fyrir sig eins og hann var vanur Jregar hann talaði við fólk, horfði hann rólegur inn i augu Trents, og Trent fanst hann eiginlega ekki liafa sjeð Ahtee fyr en nú. Það voru merkileg augu í þess- um maniii, grænleit með rauðbrúnum blett- um. „Jeg heyri að þjer sjeuð með kvef,“ sagði Trent afar góðlátlega eins og hann væri að tala við kunningja, „og þessvegna ráðlegg jeg 3'ður að vera ekki að norpa í göngun- um á nóttinni.“ „Mig varðar ekkert um ráðleggingar yð- ar. En hvað hyggist [ijer fyrir með þessu háltalagi?“ „Þjer eruð undarlegur maður, mr. Ahtee,“ sagði Trent. „Þjer látist vera ístöðulítill að eðlisfari og hræddur við alt ofbeldi, nema í frásögn af hryðjuverkum annara; en þeg- ar jeg brýst inn til yðar og sting skamm- byssuhlaupinu í bringuna á yður, þá bregð- ur yður ekki einu sinni.“ „Því skyldi jeg bræðast? Er jeg ekki i mínu eigin liúsi og á minni eigin eign? Þjer getið ekki komist hjeðan.“ „Þjer hjelduð líka að jeg gæti ekki kom- ist hingað.“ „Það var nú tilviljun.“ „Ætli J)að?“ Trent brosti. „Jeg skil ekki hversvegna Jijer leggið niður veimiltítuham- inn einmitt nú, þegar J)jer jmrfið lians með.“ „Er Jiað fjárjivingun, sem fvrir vður vak- ir?“ spurði Ahtee kurteislega. „Nei jeg hefi pkkert gaman af þess- háttar," „Leyfist mjer að spyrja til hvers Jjjer er- uð hingað koininn?" Það var ekki hægt að verða var við nokkurn ótta hjá Ahtee, hann horfði rólega og með athygli kringum sig, eins og hann væri að athuga ástandið og möguleikana til Jaess að sleppa. „Hversvegna eruð þjer að ljúga upp sög- unni um Jeffrey Fratton?“ spurði Trent. Þetta virtist hafa áhrif, því að nú fór skuggi um rólegt andlitið. „Hún þarf ekki að vera lvgi, þó Jijcr haf- ið ekki heyrt hana.“ ,Þjer segið það. En jeg hefi borið þetta undir dr. Fallows i Boston, sem er besti sjerfræðingur okkar um sjóræningjalíf á seytjándu öld og hann hefir rannsakað Jretta og segist þora að sverja, að aldrei hafi

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.