Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.02.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Sóltákn ú krossi. Kristsmynd i miffju. Sólartilbeiðsla í Lithauen Lithauar eru æfagömul þjóð og varðveita enn menjar frá þeim tíma, er þeir dýrkuðu sólina — á steinöldinni. — T ITHAUEN er eitt ai' hinum litt kunnu löndum í Evrópu, þó að það liggi að Eystrasalti og upp að Þýskalandi. Og sú einkennilega þjóð, sem landið byggir, hefir hald- ist ótrúlega ósnortin af vestrænni menningu og siðum, svo að maður skyldi halda, að liún liefði frekar hafst við austan Itússlands en vestan. Lithauen er ekkert stórveldi — það er einn limurinn af þeirri smá- rikjaþyrpingu, sem i daglegu tali er kölluð Eystrasaltslöndin. Og margur mun vera með því markinu brendur, að þó hann muni nöfnin á þessum löndum, þá man hann ekki afstöðu þeirra innbyrðis. En Estland er aust- ast og nyrst, Lettland i miðið og Lithhauen syðst og vestast, upp að Austur-Rússlandi. Þess nágrennis guldu Litháuar nýlega, er Þjóðverjar liirtu sneið af landi þeirra, ásamt borginni Memei, sem á máli Lithaua heitir Klaipeda. Það er sjaldan, sem Lithauen kvart- ar svo hátt, að veröldin heyri — þeir láta aðra um það. Og þó hafa þeir verið meira misrjetti beittir bæði fyr og síðar, en flestar aðrar smáþjóðir. En þeir hafa borið mót- lætið með þögn og þolinmæði — jafnvel þó að sjálf höfuðborg þeirra væri tekin af þeim. I dag er landið ekki nema 52.000 ferkm. að stærð og íbúatalan losar Þetta er líkt venjulegum krossi. Þó sýnir hringnrinn sólargeislana. tvær miljónir. En einu sinni var það eitt af stærstu ríkjum veraldar og náði frá Eystrasalti tii Svartahafs, frá vesturlandamærum Póllands og langt austur í Rússland. En sagan hefir sýnt að stóru ríkin hrynja, og Lithauen var engin undantekning í þvi. Þar sat harðstjóri að völdum og neytti allra bragða til að láta þetta mikla ríki ekki gliðna i sund- ur, en hann átti of marga syni. Þeir voru sjö, og hvenær hefir sjö son- um getað komið saman. Þeir fengu liver sitt fylki af ríkinu og áttu að stjórna því, án þess að rjúfa heild- ina, en i stað þess að gera það lenti þeim von bráðar saman i styrjöld og styrjöld fjekk landið í arf eftir þá. Það gekk á ýmsu fyrir Lithau- um, en auðvitað iauk þessu með því, að landið liðaðist i sundur og komst 1 hina mestu niðurníðslu og sökk í skuldir. Og þá var tækifærið komið handa Rússum, að gieypa það. Lengi var Lithauen innlimað fylki í rússneska keisaradæminu, og tunga landsmanna rússnesk mállýska, sem að vísu var bannað að nota. En fyr- það lifði hún betur en ella. Sjálfstæðisbyltingin. Þegar heimsbruninn, styrjöldin mikla, var að slokkna, gaus bylting- in upp meðal miljónanxía, sem höfðu lifað undir kúgun keisarastjórnar- innar. Lithauar lýstu yfir sjálfstæði sinu og stofnuðu lýðveldi með ráð- stjórnarfyrirkomulagi eins og i Rússlandi, en breyttu þó fljótt um stjórnarfyrirkomulag. Rússum var nauðugt að sleppa Eystrasaltslönd- unum, en tóku þó þann kostinn, því að þeir höfðu nóg að snúast heima fyrir, og viðurkendu lýðveldi í Lithauen. Og viðfangsefnin voru næg i liinu endurfædda riki. Það var fátækt og landslýðurinn ótrúlega fá- fróður. Um það leyti, sem Lithauen varð sjálfstætt kunnu fjórir fimtu hlutar þjóðarinnar hvorki að Iesa nje skrifa. Nú hefir svo um þokast, að eigi eru nema tveir fimtu af þjóð- inni ólæsir. Lithauar eru landbúnaðarþjóð — 79% af þjóðinni lifa á landbúnaði, en búskapurinn var rekinn með hálf- gerðu steinaldarfyrirkomulagi. Plóg- arnir voru úr trje og akrarnir voru sameign. Nú hefir því orðið fram- gengt með bændasamtökum og sam- vinnu, að Lithauar eru farnir að flytja út landbúnaðarafurðir, sem sumstaðar valda Dönum óþægilegri samkepni. Lithauar eiga eflaust eftw’ að verða framtíðarþjóð í landbúnáði, því að landið er í sjálfu sjer afar frjósamt, þó að það hafi verið þraut- pint með rányrkju i margar ahlir. Nú flytja Litliauar inn áburð í stór- um stíl, til að afplána syndir feðr- anna. Landamæri Lithaua eru ekki enn fyllilega ákveðin og því siður víg- girt. í vor tóku Þjóðverjar Memel- skákina suðvestur af Lithauen, og fyrir tveimur árum tóku Pólverjar stóra spildu, sem Lithauum hafði verið fengin með friðarsamningun- um, en stórveldin sáu sjer ekki fært að afstýra ofbeldi Pólverja. Þó var þetta tvimælalaust lithauiskt land og meira að segja stóð Vilna, hin forna höfuðborg Lithaua í miðri skákinni. Lithauar gátu ekki möglað og urðu að flytja stjórnarsetur sitt til Kovno, þar sem háskólinn og aðr- ar helstu mentastofnanir þjóðarinn- ar einni eru. Um Memel var nokkru öðru máli að gegna. Þessi borg átti að verða fríriki undir stjórn alþjóða- bandalagsins, eins og Danzig, en Lithauar tóku borgina í trássi við bandalagið og hjcldu henni þangað til Þjóðverjar tóku hana í vor. Hafði það hernám verið undirbúið í mörg ár; fjöldi Þjóðverja hafði flust til borgarinnar til þess að grafa undan valdi Lithaua, enda mátti segja, að borgarbúar væri langflestir orðnir á bandi Þjóðverja, er Hitler sló eign sinni á hana. Lithauar eiga þannig mjög við- burðarika sögu, en jafnframt er menningu þeirra þannig háttað, að þar eru óþreytandi verkefni fyrir vísindin, sjerstaklega fyrir málfræð- inga, þjóðmenjafræðinga og ekki sisl ■fyrir trúarbragðafræðinga. Tunga Lithaua er talin elsta tung- an í Evrópu og er sögð á líku þroskastígi og sanskrít, hið útdauða indverska mál, sem geymir svo merkilegar bókmenfir og er eins- konar stofnmál flestra Evrópu- tungna. Tunga Lithaua er algerlega arisk, og hefir verið visindunum til mikillar stoðar við að hyggja brú milli Evrópumálanna og hinna ind- versku forntungna. Þarna i Lithauen hefir niönnum einnig gefist tækifæri til að rann- saka æfagömul trúarbrögð, sem voru í Evrópu löngu áður en kristni kom í álfuna, og hefir hinn sérkennilegi Lithauakross orðið vísindunum sjer- stakt rannsóknarefni, í þessu sam- bandi. Dulrún krossins. Það er ekki af vöntun á þroska- hæfileikum, að þjóðir varðveita skoð anir og sjerkenni fyrir tönn tímans. Þvert á móti. Veraldarsagan ber þess næg vitni, að stærstu byltingar hafa ekki getað afmáð gamlar erfðavenj- ur. Það sem fólkið liefir lifað sig inn í, þróast áfram í þjóðinni, og ekkert jafnvel ekki stækasti trú- boði, sem boðar gleðiboðskap og afturhvarl' — getur haggað þessu náttúrulögmáli. Þegar á reynir koma þjóðareinkennin jafnan fram og ekk- ert getur kæft þau. Það er lielst hvað stórborgirnar snertir, að maður verð- ur að gera undantekningar, en t. d. i Sviss heldur fólk siðum sínum og háttum, þó að hvergi sje meiri á- gangur útlendra ferðamanna en þar. Þjóðveújurnar eiga svo djúpar rætur í þjóðarsálinni, að það er erfitt að útrýma þeim. Þannig er einnig ástatt um Lith- auakrossinn. í Lithauen er enn í hefð þjóðtrú, sem sannanlega stafar langt framan úr heiðni. Til þess að skilja þetta verður maður að kynna sjer hugarfar Lithauans. Þetta er þjóð, sem einusinni bygði voldugt ríki, en misti völd sín eftir róstu- sama sögu, án þess þó að missa ])jóð- ernismeðvitundina um leið. Fast- heldnin við það þjóðlega kemur m. Kross mvff hélgimynd undir gleri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.