Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.08.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Flugskýliö í Skerjafirði brunnið VIKIIBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórav: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sírai 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofu í Oslo: A n t o n Schjötsgade 11. Blaðið keraur út hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr,. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpre/íf. Skraddaraþankar. Það er ol't sagt, að hollur sje heima fenginn baggi. Þelta er forn niálsháttur og til er annar, sem er eigi siður forn, nefnilega sá, að „holt sje heima hvat“, raeiningin er hin sama í háðum máltækjunum, og virðist sú skoðun liafa verið býsna rík með forfeðrum voruni að vilja búa að sínu. Og þeirri skoðun hlýt- ur jafnan að vera samfara sú til- finning, að rjettast sje að gjalda varúð við öllum nýjungum og þvi, sem flutt er, gina ekki gagnrýnilaust við hverri flugu, sem reynt er að koma niður í mann. Og þótt göndu mennirnir væru stundum óþarflega afturhaldssamir og öfugsnúnir, þeg- ar um nýjungar var að ræða, þá verður þó að láta þá njóta sann- mælis um það, að varfærni þeirra hefir sjálfsagt oft komið þjóðinni að góðu Iialdi, þótt oft væru þeir til ógagns með þröngsýni sinni. En þennan ótta forfeðra vorra við það, sem ókunnugt var og að- fíutt, ættuni vjer að taka gaumgæfi- léga til athugunar núna, þegar ein- mitt mörg tilefni gefast til þess. Eitt af því er sú gifurlega liætta, sem nú stafar af ýmsum skaðræðis- dýrum, sem flutl hafa verið inn i landið með lítilli fyrirhyggju, en nú eru að verða hreinasta plága. Sum þessara dýra, eins og t. d. mink- ar, hafa átt að flytja landsmönnum nýjar tekjur í loðskinnasölu, en sá hagnaður má teljast fulldýru verði keýptur, ef kvikindi þetta eyðir laxi úr ám, alifuglum lir búum o. s. frv. Önnur, t. d. úlfhundarnir illræmdu virðast hafa verið fluttir hingað í fullkomnum asnaskap og ráðleysi, — vonandi ekki illgirni. En hvað um það, það er glæpsamlegt athæfi og refsivert að flytja slikan ófögn- uð inn í landið, ekki síst þegar far- ið er á bak við yfirvöldin með það. En sorglegast er þó, að ekki skuli hafa verið farið að ráðum forsjálla manna, sem sáu hættuna og vöruðu við henni. Og svo það, hve fyrir- hyggjulítið hefir verið sýslað um þessi mál, þegar ákveðið var að flytja dýr þessi hingað. Það er eins og sumir, sem þar komu i nánd, hafi í sjálfbyrgingsskap sinum, treyst því, að þessi rándýr mundu öll verða „góðu börnin“, þegar þau voru kom- in undir þeirra umsjá. Það er oft sagt, að reynslan sje ólygnust og besti skólinn. En sá skóli getur oft orðið óþægilega dýr. Að minsta kosti kostar það oftast minna að hlusta á ráð forsjálla manna. Og þó er það ekki nóg að hlusta á þá, það verður lika að fara eftir hyggilegum bendingum þeirra. Húsbrunar liafa sem betur fer verið sjaldgæfir hjer í Revkja- vilc á siðustu missirum. En síðastliðinn föstudag brá Rauður á leik í flugskýli Flug- fjelags Island.s og brann það til lcaldra kola. Nýja flugvjelin, Haförninn, var inni í slcýlinu, þegar eldur- inn braust út, og var um tíma elcki annað sýnna en að liún yrði líka eldinum að bráð. Hefði þá mátt segja, að elcki væri ein báran stök fyrir. flugflota okkar Islendinga. En svo lánleysislega tókst þó ekki til, þvi að bresk- unt hermanni, sem þarna var staddur, tólcst að losa um hemla vjelarinnar og var hún síðan dregin út úr eldhafinu og bjarg- LANDSTJÓRI Á BAHAMAEYJUM. 10. júlí s.l. var tilkynt i London, að Bretakonungur hefði skipað hróður sinn, hertogann af AVindsor, fyrverandi Játvarði VIII., landstjóra Dýrt að kasta í Jussi Björling. Það bar við í Óperukjallaranum í Stokkhólmi fyrir jól í fyrra að kunnur málari var þar allvel við skál og gerðist aðsúgsmikill. Hann hafði selt málverk dýru verði þenn- an dag og Ijek sjer nú að þvi að linoða kúlur úr peningaseðlum og kasta þeim á kunningjana, sem hjá honum sátu við borðið, en þeir köstuðu þeim til hans aftur. En nú vildi svo til, að einn at' seðlunum lenti á enninu á manni, sem sat við næsta borð og ekki var aðist þar með. Skall þar hurð nærri hælum. Um eldsupptök er ekki kunn- ugt. Myndin hjer að ofan er af brunarústum flugskýlisins. á Bahamaeyjum. Þær eru hluti af Vestur-Indlandseyjunum bresku. Myndin er af hertogahjónunum af Windsor. Útbreiðið Fálkann! i samsætinu. Hann kastaði seðliu- urn ekki til baka, en stakk honum í vasa sinn. Málaranum þótti nú vandast málið, en heið þó um sinn. Loks fór hann til mannsins og bað hann um að fleygja seðlinum til sín aftur. — Nei, el' einhver kaslar 500 krónum í Jussi Björling, þá kostar það 500 krónur, sagði maðurinn og stóð upp og gekk út. Valgeir Jónsson, húsasmídam. Hringhraut 75, verður 50 ára 10. þ. m. Frú Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona, Ásvallagötu 2, verð- ur 55 ára 11. þ. m. Þorgits Friðriksson, fyr bóndi i Knarrarhöfn í Hvammssveit, nú til lieimilis að Breiðabólstað á Fellsströnd, verður áttneður hinn 12. ágúst n. k. Fyrrum var alt postulín, sem gert var i Kína, stimplað með fangamarki keisarans. En þessi siður lagðist niður árið 1097, er hann var bann- aður með lögum. Stjórnin komst sem sje að jieirri niðurstöðu, að þetta væri óvirðing við keisarann, þvi að í hvert sinn, sem diskur hrotnaði væri nafn hans afmáð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.