Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1940, Page 9

Fálkinn - 18.10.1940, Page 9
F Á L K I N N 9 uðu gælunöfnum sínum sem hljómuðu eins og krákuvæl, og komu liárunum til að rísa um allan skrokkinn af hrolli. En einn daginn kom liið mikla tækifæri. Það kom símsendill, og þar sem svarið var borgað, varð María að láta hann standa og bíða í opnum dyrunum. Hún hafði ekkert tekið eftir því að Fidelio hafði fylgt á eftir lienni og liann smaug út á milli fót- anna á sendlinum. Fidelio fann strax til þess að hann var frjáls, og þaut eins og elding fram stjettina og út á götu. Fiinm mínútum seinna lenti hann í jjýrðlegum áflogum við írskan terrier, sem hafði leyft sjer að horfa háðslega á stóru silkislaufuna. Bardaginn endaði með hrein- um sigri fyrir Fidelio, jafnvel þótt írinn flýði með slaufuna í kjaftinum. Svo beygði Fidelio fyrir næsta horn, og nú hvílir hula ýfir næstu f jórum vikum af æfi hans. Það er að segja að fyrir Fidelio var þetta tímabil sól og líf — en hann var nú heldur ekki nema hundur. Fidelio kom röltandi yfir gras- völlinn. Hann var í sólarskapi, því að einhver slátrari hafði fleygt í hann ketbeini, þar sem hann sat fyrir framan búðina og liorfði á vörurnar, og nú var Fidelio saddur, og sólin skein og heimurinn var fullur af yndi og fögnuði. Við vegskurðinn sat farandsali nokkur, og fyrir siðasakir fór Fidelio til hans til þess að athuga hann nánar. — Hver ert þú nú litla skitna svinið þitt! sagði skransalinn. Þennan tón þekti Fidelio. — Svona hafði Skæra-Jói lika talað til hans þá, og það verkaði á hann eins og klapp. Og það var lykt úr fötum mannsins, sem minti Fidelio á þessa indælu daga þegar liann ennþá liafði vin sinn og húsbónda hjá sjer. — Hefir þú hlaupist að heim- an? hjelt skransalinn áfram. — Þú liefir líklega stolist að heim- an, og nú ratar þú ekki heim aftur! Þá skalt þú bara koma með mjer, þvi mjer þykir ekkert að því að hafa með mjer dálit- inn hund — hvað segirðu um það Hvutti? Hvernig átti Fidelio að vita það, að skransalinn kallaði alla liunda Hvutta, en nafnið kom honum til þess að spangóla af ánægju. Nú var hann ekki leng- ur „dásamlegur, indæll og sæt- ur“, og guð má vita livað, nú- var hann Hvutti, og það var nú eitthvað annað. — Komdu lijerna til mín, þorparinn þinn, litli skrattakoll- urinn þinn, sagði skransalipn lokkandi, og benti honum með bognum skítugum fingri. Og Hvutti fann að hann hafði aftur fundið lífið. Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs otj liðnir. Sir Arthur Seymour Sullivan (1842—1900). Líklega hafa menn hvergi jafn á- lcveöna skoðun á pví og lijer á ís- landi, hversu mjög sje á lágu stigi tónlistarmenning á Englandi, — tón- listarsmekkurinn auðvitað eftir því, og að þar geti ekki verið um að ræða tónskáld eða tónlistarmenn, nema þá í besta lagi miðlungsmenn. Mjer hefir oft sárnað það, þegar jeg hefi heyrt íslenska liðljettinga á þessu sviði vera að hjala um þetta af engri þekkingu, en fullkominni ósanngirni. Það er að vísu satt, að slórbrotin tónskáld hafa Englend- ingar átt tiltölulega fá. Þó hafa þeir átt tónskáld, sem -vel liafa sómt sjer við hlið hinna snjöllustu tónskálda annara þjóða, og fjölda margt tón- listamanna á öðrum sviðum, sem hið sama mætti segja um. En það er hið breska erfða-geðslag, ef svo mætti að orði komast, sem því veldur, meðal annars, að breskir tónlistar- menn hafa ekki eins hátt utan síns heimalands og titt er um listamenn annara þjóða og slá ekki eins mikið um sig. Um tónlistarmenningu má lengi deila og erfitt um hana að dæma. I þessu efni sem öðru, fara dómsniðurstöður eftir því, út frá hvaða forsendum er gengið Jeg á hjer við það, að hjer má ekki taka með, þegar dæmt er, tónlistarsmekk þess fólks, sem að öðru leyti er menningarlaust eða menningarlitið. En hjer skal bent á nokkur atriði, sem menn geta dregið af ályktanir með sjálfum sjer: Hvergi eru veg- legri tónlista-„musteri“ en i Eng- landi. Hvergi þykir tónlistarmönn- um annara þjóða meiri vegur að koma fram, en t. d. í Convent Gard- en í Lundúnum. Og hvergi hefir hin- um heimsfrægu tónsnillingum verið hetur fagnað en í Englandi, fyrr og síðar. Ýmsir þeirra liafa dvalið þar langdvölum og unað sjer vel. Og loks eru tónlistar-mentastofnanir Englendinga fyllilega sambærilegar við slíkar stofnanir annara þjóða. Til gamans má svo skjóta þvi hjer inn i, að eitt okkar vinsælustu tón- skálda, Björgvin Guðmundsson, lilaut tónlistamentun sína i Englandi. En hjer á íslandi vita menn ekkert eða sára lítið um enska tónlist, nema það allra ljelegasta, sem þar er „framleitt“. Hingað hafa, illu heilli, verið „innflutt“ lcynstrin öll af ensk- um ,slögurum“, — nú, og auk þess kannast menn við nokkuð af fábrotn- um Hjálpræðisherslögum enskum, sem hvorki eru lakari nje skárri en margt annað af þvi tagi. Þau lög, hafa jsó það til síns ágætis,' að þau eru tildurslaus og ákaflega auðlœrð. Það er list út af fyrir sig, að semja slík lög, þó að annars sjeu þau ekki framarlega í flokki frá listrænu sjón- armiði. En Það hefir enginn lagt það á sig, svo að jeg viti, að kynna hjer góða enska tónlist,, að minsta kosti ekki þannig að eftir því yrði tekið, •—• ekki einu sinni útvarp\ð. Er þó sannarlega af nógu að taka. Jeg get gert mjer i hugarlund undrunarsvip- inn á álieyrendum lijer, ef þeir ættu kost á því, t. d., að heyra í hljóm- leikasal einhverjar tónsmiðar Sir Sullivans. Og hugsað gæti jeg að ein liverjum yrði liá að orði: „Getur það verið, að þetta sje ensk tónlist?" Það má ekki minna vera, en að minsta kosti sje getið um einn ensk- an tónsnilling í þessum þáttum og mun je,g nú kynna sir Sullivan, þó að ekki verði það nema i stórum dráttum, frekar en vant er. En Sullivan er eitt af inerkustu tónskáldum Breta. Arthur Seymour Siillivan var fædd ur í Lundúnuin 13. maí 1842. Faðir hans var hljómsveitarstjóri, og kenn- ari (prófessor) við Kneller-Hall tón- listastofnunina. Hinnar fyrstu reglu- bundnu tónlistartilsagnar naut S. hjá síra Tliomas Helmore, en Helmorfe stjórnaði drengjakór „konunglegu kapellunnar" (Chapel Royal). Var SulliVan tekinn í kórinn 1854 og var í honum þangað til hann „fór i mút- ur“, sem kallað er (1857). Á jiessum árum samdi hann allmörg andleg lög (anthems) og önnur smálög. Eitt lagið var gefið út á forlagi Novellos 1855 („O Israel“). Árið 1856 hlaut Sullivan, fyrstur allra, hið svonefnda Mendelsohns- „frípláss“ (M.-Schoolarsliip) á kon- unglega tónlistarskólanum (Royal Academy of Music) og voru kennarar hans þar þeir Gross og Sterndale Bennet. Þar stundaði hann nám í þrjú ár, en fór síðan til Leipzig haustið 1858, fjekk upptöku i tón- listaskólann þar og stundaði þar nám til ársloka 186J. Á þeim árum samdi hann forleik að „Tempest" (Stormur) Shake- speares, sem var leikinn af nemend- um tónlistaskólans og vakti þegar talsverða athygli. En þegar hann kom heim til Lundúna frá Leipzig, snemma á árinu 1862, hafði hann fullsamið tónsmíðaflokk við leikritið alt, og var forleikurinn og tóíismiða- flokkurinn fluttur í Kristallshöllinni (Crystal Palace) í Lunúnum 5. april 1862 og ,oft síðan. Sullivan gerðist nú kennari við Royal Academy og Music og 1856 varð hann eftirmaður Bennets, fyrr- um kennara síns, sem „Komposi- tions“-prófessor við stofnunina. Ár- in 1876-—81 var hann forstjóri The National training school of misic og um nokkurt skeið var lian organ- isti við St. Michaels kirkju í Lund- únum. 1876 sæmdi liáskólinn í Cam- bridge Sullivan doktorsnafnbót og Oxfordháskólinn sæmdi liann sams- konar nafnbót 1879 og aðlaður var liann 1883. „Tempest“-tónsmiðaflokkurinn hef ir aldrei verið notaður við leikinn sjálfan á leiðsviði, heldur hefir hann verið fluttur sem orkester-verk í hljómleikasölum. Hliðstæða tón- smíðaflokka samdi Sir Sullivan við þrjú önnur leikrit Sliakespeares: The Merchant og Venice (1871), The Merirg Wives of Windsor (1874) og Henrg VIII. (1878). Og er The Mer chant talinn veigamest þessara verka enda koma fram í því allir bestu kostir og eiginleikar tónskáldsins: hugkvæmni og andríki samfara þrot- lausu glaðlyndi, fágun og smekkvísi og lolcs frábærri leikni í meðferð og notkun liljóðfærannna (instrumen- tation). Sir Sullivan var ákaflega afkasta- mikill og kom viða við, enda mun ,hann hafa borið niður svo að segja á öllum sviðum tónlistarinnar. Auk þess, sem að framan er drepið á, samdi hann meðal annars einn stór- brotinn söngleik (Ivanhoe), eina synfóníu (í E.), þrjár óratoriur, tvo „dansleiki“ (ballets), margar kantöt- ur, saltónsmiðar, kórsöngva og ein- söngva með pianó undirleik. Eru söngvar þessir einkum mjög vinsælir enda eru margir þeirra frábærlega fögur lög og ljúf, og liinir andlegu söngvar lians (anthems) eru eflaust með þvi besta, sem til er af þvi tæi. í þessari grein tónsmiða hefir hon- um eflaust komið að góðu gagni hin ágæta mentun og æfing, sem hann fjekk í æsku, á meðan liann var við Capel Royal. Hinn frægi bankaeigandi John Piermont Morgan hefir nú orðið að gerbreyta fyrirkomulaginu á banka sínum og gera hann að hlutafjelagi. Áður fengu yfirvöldin engar upplýs- ingar um hag bankans og varð það til þess að Roosevelt fyrirskipaði rannsókn á hendur honum. Morgan neitaði jafnvel að gefa upplýsingar um, hverjir ættu fje inni i bankanum og hvað mikið. U'tan á varðliúsunum við Maginot- víggirðingarnar mátti viða sjá ofurlitil fuglabúr. Þetta var ekki af þvi, að lier mennirnir væru fuglavinir, heldur eru fuglarnir notaðir til að vara við gasárásum. Þegar þeir detla niður dauðir vita hermennirnir að gas er nálægt. Hjá almenningi nýtur Sullivan mestrar hylli og vinsældar fyrir söngvana. En meðal tónlistarmanna verður nafn lians lengst í minnum haft fyrir orkesterverkin. Þau eru að vísu misjafnlega veigamikil, en öll hera þau á sjer aðalseinkenni liins einlæga, tilgerðarlausa og háment- aða listamanns. Enn er ógetið þeirra tónsmíðanna, sem ef til vill vöktu á honum mesta athygli, meðan hann var lifs og öfl- uðu lionum frægðar og vinsælda, — eii það eru óperetturnar. Hann samdi sem sje rúmlega 20 óperettur, og urðu sumar þeirra heimsfrægar, t. d. Her Majesty’s ship Pinafor (1876) og The Mikado (1885). Það er t. d. sagt að H. M. S. Pinafor hafi verið leikin 700 sinnum samfleytt í Lund- únum og i New York hnekti hún öllum metum. Sir Sullivan ljest í Lundúnum 22. nóvember árið 1900.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.