Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1941, Page 2

Fálkinn - 07.03.1941, Page 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - <V<V(VM/V<V(VlV(V<VAl'/V<V<V/V<V/«/<V<W(W(V<W«V(V<«> KÓSAKKABLÓÐ, kvikmyndin, sem sagt var frá í sið- asta biaði Fálkans, er nú að koma á sýningarskrána í Gamla Bíó. Það er liinn ágæti leikari Akim Tamiroff, sem leikur þarna aðallilutverkið með þeim ágætum að frægt er orðið, en áður var hann kunnur af ýmsum góðum kvikmyndum, svo sem „The Buccaneer" og „Spawn of the North“. í þessari mynd leikur hann tryita Kósakkaforingjann Mike Balan, sem flutst hefir vestur á sljettur Ameríku og stýrir þar heilum flokki lands- manna sinna, sem lifir á þjófnaði og ránum. Óvæntur atburður verður til þess, að Mike Balan einsetur sjer að hverfa frá villu síns vegar og gerast heiðar- legur maður á ný. En hann tekur þessa ákvörðun of seint og yfirvöld- in ná til hans og setja hann i varð- hald. En atvikin, sem urðu þess valdandi að hann einsetti sjer að byrja nýtt líf, eru þessi: Iiona hans, sem hann hafði skilið eftir i Rúss- landi er hann fór þaðan, kemur vest- ur og með henni sonur þeirra hjóna, sem nú er orðinn tvítugur að aldri. Mike vill fyrst leiða son sinn út á sömu brautina og hann hafi fetað sjálfur áður, en hinn ungi sonur verður hinum yfirsterkari og fær talið föð'ur sínum hughvarf. Þessi sonur, Johnny Simpkins (leik inn af Leif Erikson) hefir hugþekt hlutverk í myndinni. Hann er hug- sjónamaður og reynist skyldunum við sitt nýja föðurland trúr, hvað sem á dynur, jafnvel þó að það kosti hann þá þungu raun að ganga i berhögg við föður sinn. Og þá er ekki síður fallegt hlutverk ungu stúlkunnar, sem hann fellir hug til. Hún er leikin af Frances Farmer, en þau eru lijón í daglega -lífinu, hún og Leif Erikson. Hafa þau eigi leikið hvort á móti öðru í kvikmynd fyr en nú. Af öðrum leikendum má nefna Lynne Overmann, sem lejkur sambýl- ing Tamiroffs í fangelsinu í Leaven- worth, liið mesta illmenni, og Rúss- ann Vladimir Sokoloff, sem áður hefir leikið i kvikmynd með Tamiroff. Þá er gaman að sjá reiðlist ýmsra leikendanna í þessari mynd, því að sumir bestu reiðmenn Californíu liafa verið fengnir til að aðstoða í henni. Það hefir yfirleitt ekkert verið til sparað, að gera þessa kúrekamynd af sljettunum vestra, sem allra stór- fenglegasta og það hefir tekist. Marg- ar sýningarnar eru með því glæsileg- asta sem hægt er að hugsa sjer í slíkum kvikmyndum. Það er snillingurinn Adolpli Zukor sem hefir veg og vanda af leikstjórn- inni ásamt Jeff Lazarus. Henrik Biering, kaupmaður, varð fimtugur 2. þ. m. - NÝJA BÍÓ - „GOLD DIGGERS í PARÍS“, lieitir næsta myndin í Nýja Bíó, tekin af Warner Bros. undir stjórn Ray Berkeley. Þetta er ósvikin skemti- inynd, þar sem meiri áhersla er lögð á íburðarmiklar og smellnar sýn- ingar heldur en á mikið og sam- hengisgott efni. En þó verður að gera efninu nokkur skil og er þá fyrst að nefna það, að Maurice Giraud er sendur frá París vestur til Ameríku til að ráða til Paris besta ballett- flokkinn að vestan, því að í sambandi við sýningu í París á að hafa þar sýningu á mesta úrvals dansfólki allra þjóða. En nú tekst svo illa til fyrir Giraud, að hann ræður í ógáti flokk, sem alls ekki er talinn besti flokkur landsins. Þessi ballett heitir „Balle Club“ en sá flokkurinn, sem bestur er talinn heitir „Ballet-aka- demíið“ og foringi hans er hinn frægi dansmeistari Padrinsky. Hinsvegar heitir sá Terry Moore, sem stjórnar „Balle CIub‘ og er leikinn af Rudy Vallee. Misgáningurinn með ráðning- una kemst ekki upp fyr en fólkið er komið á skipsfjöl í „Normandie“ en þá kemur fráskilin kona Terry um borð og ætlar að láta kyrseta Terry, vegna vangoldins meðlags. Þau sætt- ast þó, með því móti að hún fái sjálf að komast til París líka. Terry liefir orðið ástfanginn af einni dansmeynni i liópnum, sem heitir Kay Morrow r (Rosemary Lane), en fráskildu kon- unni hans likar þetta ekki betur en svo, og sjer því um, að þær verði látnar vera saman í klefa, á leiðinni. Af einhverjum ástæðum hefir „Balle Club“ notað sjer nafnið „Ballett- Akademíið“ en þegar forstöðumaður þess kemst að svikunum tekur hann sig upp til að fyrirbyggja þessi svik og lieldur af stað með sinn flokk. Lendir nú i margvísleguin deilum milli flokkanna og forustumanna þeirra, og segir ekki frá þeim frekar hjer, en margt skeður þar furðulegt og veitir ýmsum betur. Þá gerast og mörg tíðindi milli þeirra dansmeyj- arinnar Kay Morrow og hinnar frá- skildu frú Moore og blandast þær deilur afbrýðisseminnar inn í vand- ræði flokkanna. Hjer verður ekki rakið hvernig þeim lýkur. Það eru Rudy Vallee og Rosemary Lane, sem hafa langsamlega stærstu lilutverkin, sem ballettstjórinn og hin unga dansmær. Þá má og nefna Gloriu Dickson, sem leikur fráskildu frúna, Padriski ballettforstjóra (Gurt Bois) og Ed Brophy, sem leikur hálf- gerðan misindismann, sem hefir sjeð Padrinsky fyrir fje. Myndin er sprenghlæileg. SJOMENN! VERKAMENN! Vinnufatnaður hverju nafni er nefnist, ávalt fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali hjá okkur »Geysir« Jón Jónsson óðalsbóndi á Hofi ( Vatnsdal, varð áttræður 1. þ. m. Þórarinn Benediktsson, fyrrum alþm. frá Gilsártegi, varð 70 ára 3. þ. m. Gísli Helgason, bóndi að Skóg- argerði, varð 60 ára 9. febr. s.I.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.