Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.05.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Á SLÓÐUM ÆTTFEÐRANNA. Frh. af bls. 7. Vestur-Noregs, en þar gista fá- ir nema ríkisfólk eða útlending- ar, sem borga' í pundum eða dollurum, enda á tveggja mán- aða rekstur að svara öllum skött- um og skyldum af hinum iiá- reistu híbýlum, sem þarna hafa verið reist til þess að „pumpa peninga inn í landið“. Líkt fer stöðunum báðum um það, að þar er talsvert undirlendi og nokkrar bújarðir í dalabotnun- um, og fram í þá renna ár úr vötnum, sem liggja allmiklu hærra, í þröngum dölum er ná fast inn að skriðjöklunum út Jestedalsbræen. Við stóðum dá- litla stund við á stærsta gisti- húsinu í Loen lítið heyrðist talað þar nema enska eða am- eríkanska. Hjeldum síðan til Olden og tókum okkur gistingu á Hotel Yri i Olden. Þar var ekki mjög margt næturgesta, en nærfelt allir enskumælandi. gistihúsið var ekki stórt og sumt af því orðið gamalt, en það sem einkum vakti athygli mína var, hve vel var þar sjeð fyrir setu- sölum allskonar; þeir voru ein- ir fimm og allir stórir og var gistihúsið þó ekki ætlað nema rúmlega 100 manns. í ánni höfðu aðeins veiðst um 35 laxar undanfarna tvo mánuði (júní og júlí) og kostaði stöngin á dag 50 kr. og lítil takmörk sett fyrir því, hve margir máttu veiða samtímis. Áin er aðeins um 3 km. löng og rennur i þröngu skarði, en þegar inn úr því er komið tekur við fjall- vatn, Oldenvatn, sem nær alla leið inn í jökul, sem er öllu brattari en jökullinn í Karls- drætti og miklu hvítari. Grjótið undir norsku jöklunum ermiklu harðara' en undir þeim islensku og afleiðing þess er sú, að jök- ulsárnar norsku er aðeins ofur lítið skolgráar, en alls ekki eins þylckar og hvítgráar og íslensk- ar ár. Vjelbátur gengur á vatninu inn að svonefndum Innri-Vatns- enda. Þegar þangað er komið stendur maður undir snarbrött- um skriðjökli, sem beitir Brix- dalsbræen og fellur liann til noi'ðurs úr Jostedalsbræen. Þannig er hægt að komast á tæpum hálfum öðrum klukku- tima frá gistihúsinu í Olden alla leið inn í jökul og fer straumur af fólki þessa leið alt sumarið. — Leiðin suður í Sogn liggur fyrst út með Norðfirði frá Olden, um Innvík og Útvík, en suður yfir hálsana þaðan má velja um ýmsar leiðir; er sú al- gengasta til Vadheim. Af þeirri leið er aðeins stuttur kippur að Dal í Sunnfirði, sem var síðasti dvalarstaður Ingólfs Arnarson- ar í Noregi, áður en liann færi til íslands. Við fórum aðra leið austar, um Haukadal og Vík og komum niður í Sogn aústanvert við Fjærlandsfjörð, en við minni hans er frægasti sumar- gististaður í Sogni, sem Bale- strand heitir. Þar dvaldi Vil- hjálmur Þýskalandskeisari löng- um forðum og á Vangsnesi, sem er að heita má andspænis, sunn- an fjarðarins, stendur líkneski það, af Friðþjófi frækna, sem liann gaf. Er það gríðar stórt og sjest vel frá skipum þeim, sem um fjörðinn fara. Nú var ferðinni heitið um fjörðinn, í austurátt. Fyrsta á- fangann varð að fara sjóleiðis, að stað sem lreitir Grinde, en þaðan er bifreiðavegur inn all- an Sogndal, norðan fjarðarins og upp í Jötunlreima — lræsti bifreiðavegurinn i Noregi og fullgerður fyrir nokkrurn árum, af unglingum i sjálfboðaliðs- vinnu. Það sem mesta undrun okkar vakti á leiðinni þarna inn fjörðinn var ávaxtaræklin. Þarna voru stórar ekrur, alsettar epla- trjám, kirsiberjatrjám og peru- trjám og voru þær allar ógirtar, því að kýrnar þarna í Sogni kæra sig ekkert um ávexti, og mennirnir hafa svo mikið af þeim, að þeir nenna ekki að hnupla frá öðrum. Á vorin með- an trjen eru með blómum er unaðslegt að líta yfir þessar miklu ávaxtaekrui', sem lialdast fast upp að skriðjöjdunum í fjarðarbotnunum. Þarna innarlega í firðinum er staður sem Ambli heitir eða í Kaupangi, sem kallað var fyrr- um. Þar hefir óðalsbóndinn Gunnar Heiberg, komið upp merkasta þjóðmenjasafninu á vesturlandi í Noregs, framan af upp á sínar eigin spítur, en síð- ar hefir fylkið og ríkið tekið að sjer að standa straum af því. Þetta safn er að visu ekki eins stórt og hið fræga safn Lille- hammer, en betri heimild um bygðamenning vesturlandsins getur ekki, en þetta safn á Ambla. Þar sáum við líka tals- vert af íslenskum munum, hrossaklóru, togkamba, klyf- bera, orf og sitthvað annað. Lengra var nú ekki haldið inn fjörðinn og svo farið til baka og suður í Aurlandsfjörð og inn vestri botn lians, sem lieitir Næröfjörður. Er hann engu breiðari en Geirangsfjörður og er lílcast og maður sigli eftir afardjúpri gjá uns lcomið er til Gudvangen, sem er þorp eitt lítið í fjarðarbolninum. Þaðan lá svo leið okkár upp Stalheims- kleif að Stalheim og þaðan til Voss og er þá komið á Bergens- brautina. Þar skildust leiðir; við hjónin hjeldum austur yfir fjall en lijónin sem með okkur voru fóru til Harðangurs, áleiðis til Stafangurs, þvi að þar áttu þau heima. Á þessum tveim dögum höfð- um við sjeð hjartað úr þeim frægu Fjörðum, sem getið hafa Noregi heimsfrægð fyrir tign og P. Smith&Co. Pósthólf 157, Reykjavfk. Símnefni: Bergenske. Sími: 1320 (tvær línur) Skipaafgreiðsla Bæjarbúar, sem flytja burt úr bænum í sumar, geta fengið VIKUBLAÐIÐ FÁLKANN sendan vikulega livert á land sem er. Snúið ykkur til afgreiðslu Fálkans, Bankastræti 3, og við sendum ykkur blaðið. Síminn er 2210. Vikublaðið HUNDUR VELUR ILMVATN. Ungan og ástfanginn mann lang- aði til að gefa unnustu sinni glas af uppáhalds ilmvatninu hennar, en var svo uppburSarlítill, að liann þorði ekki að spyrja hana, hvað það hjeti. En citt sinn, er honum hafði veitst sú náð, að fá að ganga með liund- inn hennar til þess að liðka hann, datt honum ráð í hug. Hann fór með hundinn inn i ilmvatnsbúð og bað af- greiðslustúlkuna um að bera ýmsar tegundir ilmvatna upp að trýninu á honum. En seppinn virtist ekki verða fyrir neinum álirifum af hinum margvíslega ilm, þangað til að hann fór alt í einu að dingla rófunni, þegar þretlánda glasið var rjelt að lionum. Þá tegund keypti unnustinn svo, og hún reyndist vera sú rjetta! Egiís ávaxtadrykkir hrikaleik. Þegar betri tímar koma og Noregur er orðinn frjáls á ný vil jeg ráðleggja sem flestum íslendingum, er til Nor- egs fara, að leggja lyklcju á leiðina og bregða sjer í Firði. Ekki vegna fegurðarinnar einn- . ar heldur vegna allra mögulegra minninga, sem tala þarna til þeirra, en sem hjer hefir ekki gefist rúm til að minnast á. Sk. Sk. Fálkinn Bæknr, sem eru að hverfa af markaðnum en allir verða að eiga eru; ‘,Gösta Berlings saga“, „Far veröld þinn veg“, „Kirkja Krists í ríki Hitlers“ og „Æfisaga Winston Churchills“. Hafa þessar bækur selst ótrúlega ört, enda með því besta, sem gefið hefir verið út nýlega. Það er eindregið óhætt að ráðleggja öllum að eignast þessar bækur. ÍÞRÓTTIR OG STRlÐ. Ensku nýliðarnir, sem fara í her- inn, eru ekki einungis æfðir i vopna- burði heldur er miklu meiri áhersla lögð á að þjálfa þá í almennum íþrótt- um en nokkurntima áður. Og þeir eru líka látnir venjast því að ganga með gasgrímur,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.