Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.06.1941, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Toma laÚNÍd. Leynilögreg:liisag:a. =iRF==gq 21. IF===rl annað fyrir þeim en að greiða fyrir mjer. En jeg hefði aldrei átt að iíða, að þær bendluðust við þetta mál.“ „Þjer skuluð ekki setja það fyrir yður, ungfrú Page, þeim verður ekkert mein gert. En þjer megið ekki taka mjer illa upp, þó að jeg gefi yður bendingu,, bætti bann við í alvarlegri tón. „Þjer xiiegið ekki gleyma, að Cluddam hefir verið myrtur, og að sú skylda hvílir á okkur, að uppgötva hver hefir gert það, og ná í manninn. Blyth full- trúi liefir sagt mjer, hvað ykkur liefir far- ið á milli. Jeg viðurkenni hreinskilnislega, að jeg sendi liann til Pai-ís með umboð til að taka yður fasta, ef hann áliti það nauð- synlegt, en nú álít jeg, áð liann hafi gert það, sem rjettara var.“ „Mr. Blyth hefir komið fram við mig eins og sómamaður.“ „Það gleður mig að lieyra. Við reynum að gera skyldu okkar án þess að beita ó- þai’fa harðneskju, en við megurn ekki vera of líknsamir.“ Eva horfði í augun á honunx. „Það liggur einhver fiskur undir steini hjá yðui’,“ sagði hún rólega, „Viljið þjer ekki segja mjer hreinskilnislega, hvað yð- ur býr í hug?“ „Jeg álít þetta: það er fjöldi atvika í þessu máli, sem við skiljum ekki. Ef þjer húið yfir nokkui’ri vitneskju í málinu, sem getur vaipað ljósi á það, þá er það skylda yðar — skylda yðar, ungfrú Page, að segja okkur það sem þjer vitið.“ Eva herpti saman varirnar og Blyth þekti það frá því áður. „Jeg veit ekki hver myrt hefir Cluddam,“ svaraði hún, „ef það eí það, sem þjer eigið við.“ „Þjer vitið það ef til vill ekki,“ sagði Merton, „en hafið þjer engan grunaðan um það?“ Eva þagði nokkrar mínútur og hugsaði sig um hverju hún ætti að svara; svo sagði hún: „í fyrstu grunuðuð þjer mig, en svo sáuð þjer, að yður skjátlaðist. Jeg' verð að minsta kosti að gera ráð fyrir því, úr þvi að þjer setttuð mig ekki í varðhald. Þjer getið grunað aðra. En vitanlega fangelsið þjer elcki alla, sem þjer hafið grun á. Þjer bíðið þangað til þjer fáið vissu yðar, er ekki svo? Gott, setjum nú svo, að jeg grunaði eixx- hvern. Þeir eru alls ekki fáir, sem hafa fundið alt annað en soi’g í brjósti, þegar þeir fi-jettu um dauða Cluddams. En það er engin ástæða fyrir mig að ákæra þá, fyr en jeg er nokkurnveginn viss í rninni sök. Mi’. Cluddam var þrælmenni. Það vei! sá sem alt veit, að jeg bafði ástæðu til að hata hann, og það hefi jeg sagt mr. Blyth. En jeg hefi líka hugsað þetta mál síðar. Hversu bölvaður sem hann var þá hafði þó enginn rjett tii að myrða hann. Jeg ætia mjer ekki að segja neitt núna, en jeg hefi i hyggju að skoða öll plögg lians, og það er alls ekki ólíklegt, að jeg finni ýmislegt, sem þjer getið haft gagn af.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Merton mjög formlega. „Við munum, eins og jeg hefi þegar sagt yður, vei-a yður mjög þakklátir fyrir alla hjálp, sem þjer getið látið okkur í tje .....“ Eva roðnaði og spurði nú: „Þjer eruð þá ekki ánægður með það, sem jeg hefi sagt.“ „Nei,“ svaraði Merton í fullri einlægni. „Jeg er ekki ánægður. Jeg held að þjer gætuð sagt mjer ýmislegt fleii’a, ef þjer vilduð. En þjer standið ekki fyrir rjetti, ungfrú Page, og jeg er ekki ákærandi. Þjer hafið komið lxingað af frjálsum vilja, og það sem þjer ekki viljið segja get jeg ekki neytt yður til að segja. Jeg þykist hafa gert yður ljóst, hvei-nig það liggur fyrir.“ „Óneitanlega,“ sagði unga stúlkan og roðnaði aftur. „Úr því að þjer hafið stig- ið þetta skref, þá finst mjer að þjer ættuð að stíga skrefi lengra og segja mjer hrein- skilnislega hvað yður finst.“ Merton hallaði sjer fram i stólnum, og augnaráðið sem hann festi á stúlkunni, hefði getað komið mörgum til að glúpna. „Gott,“ sagði hann liægt. „Segið mjer hver það var, sem þjer hittuð í „Carriscot" morguninn, sem Cluddam fanst þar dauð- ur?“ Eva fölnaði, en i’ödd hennar var styrk er hún svaraði: „Jeg hitti engan þar,“ sagði hún, „nema vitanlega mr. Vane, og það var í fyrsta skifti, senx jeg sá hann.“ Merton bristi höfuðið. „Jeg er ekki að tala um mr. Vane,“ sagði hann. „Sáuð þjer nokkurn annan þar?“ „Nei, jeg sá engan annan.“ „Hversvegna fóruð þjer þá upp á loft?“ „Upp á loft?“ „Já, upp á kvistinn.“ Nú vai’ð henni oi’ðfátt í fyx’sta skifti. „Jeg fór þangað af því — að mig langaði til að sjá húsið. Jeg hefi sagt mr. Blyth það. Þetta var bernskuheimili mitt.“ „Jeg veit það,“ hjelt Merton áfram og ljet enga miskunn á sjer finna. „Hann hefir sagt mjer það. Svo að þjer voruð bara að rifja upp gamlar endurminningar? Yður hefir þótt vænt urn staðinn — svo vænl, að þjer fóruð jafnvel upp á kvistinn, full- an af iyki.“ Eva hafði náð valdi yfir sjálfri sjei’. „Já, jafnvel kvistinn fullan af ryki,“ sagði hún. „Við vorum vön að leika okkur þar, þegar við vorum lítil.“ „Við?“ endurtók Merton samstundis.. „Já, leiksystkini mín og jeg, við ljekum okkur þar.“ Merton brosti. „Nú, leiksystkini yðar,“ sagði hann. „En hvað er um bróður yðar, ungfrú Page?“ Varir hennar titruðu, en hún hljóðaði ekki. „Vitanlega var bróðir minn þar líka,“ svaraði hún fast. „En hversvegna minnisl þjer á liann?“ „Þegar þjer sögðuð mr. Blyth hvernig Cluddaxn hefði leikið yður og föður yðar, mintust þjer víst ekki einu orði á bróður yðar.“ Hún svaraði: „Jeg lield, að hann liafi ekki spurt mig um hann.“ „Nei, liann gerði það ekki. Við höfum nefnilega ekki komist að því fyr en nú, að þjer eigið bróður. Þjer neitið þvi víst ekki?“ „Nei, það dettur mjer ekki í hug,“ svar- aði liún rólega. „En jeg tala sjaldan um Dick. Föður mínum og honum lcom ekki vel saman. I rauninni strauk Dick að heim- an. Okkur var báðum mikil raun að því. Jeg vildi óska að lionum bærist þetta til eyrna, svo að liann kæmi heim aftur. Vit- anlega mundi jeg þá skifta arfinum jafnt á milli okkar.“ Merton fitlaði aftur við blýantinn áður en liann sagði orð. „Við skulum þá láta bróður yðar liggja á milli hluta um sinn,“ sagði hann. „Má jeg spyrja yður einnar spurningar enn?“ „Þurfið þjer að biðja um það?“ „Já, jeg vil nefnilega minna yður á, að jeg liefi elcki rjett til þess í embættisnafni „Minnist þjer ekki á það,“ tók liún fram í. „Jeg bað mr. Blytli að fara hingað með mjer, af því að jeg vissi, að þjer höfðuð grun á mjer. Hvað get jeg gert frekar? Hversvegna leggið þjer ekki spilin á borð- ið? Jeg liefi sagt, að jeg er reiðubúin til að svara því, sem þjer spyrjið mig um. Ef þjer ætlið ekki að gera annað en koma fram í embættisnafni, get jeg eins vel farið strax.“ Þó að Merton móðgaðist af þessu, ljet liann ekki á því bera. „Mjer þykir leitt,“ sagði hann,“ að þjer skulið ekki geta skilið, að jeg reyni að koma undirhyggjulaust fram við yður. En jeg er ekki viss um, að þjer sýnið mjer sömu framkomu. Þjer segið, að jeg komi fram sem embættismaður, gott og vel, jeg skal tala við yður eins og maður við mann. Og það fyrsta sem jeg skal segja yður er, að jeg á dóttur á líkum aldri og þjer eruð. Og jeg bið til guðs, að hún sitji aldrei í þessari stofu og eigi að svara spurningun- um, sem jeg legg fyrir yður núna.“ Augu Evu fyltust af tárum. „Afsakið þjer,“ sagði hún, „jeg hefi ináske ekki skilið yður rjett. Viljið þjer ekki lialda áfram — —“ „Gott. Lítið þjer á, ungfrú Page. Ef þjer hafið farið upp á kvistinn, hljótið þjer að hafa sjeð, að það hafði sofið maður þar uppi.“ | „Já, jeg tók líka eftir þvi.“ „Viljið þjer segja mjer hreinskilnislega, hvort þjer sáuð þessa manneskju eða ekki?“ Eva horfði á hann óttalaust: „Jeg get unnið eið að því, að jeg sá liana ekki.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.