Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.12.1941, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 um eftirlætissyni og hún liafði búist við; og á meðan jeg sat þarna undraði mig það mjög, að þessi liáttprúða, gamla kona skyldi ljúga svona stórkostlega. Það leit nefnilega alls ekki út fyrir að hún væri sjer þess með- vitandi. Sannfæringarkrafturinn í orðum liennar var svo mikill, þegai’ hún var að tala um bækur minar, að mjer fanst jeg vera knúður til að segja henni sann- leikann. En myndi liún trúa mjer? Trúin á það, sem hún var að segja, virtist vera svo óbifan- leg, að jeg gat ekki fengið mig til að hrífa hana úr þessu draum- óraástandi. Sólargeisli, sem gægðist inn um gluggann, afstýrði frekari vandræðum. Hann veitti mjer hina þráðu ástæðu til að fara burt. „Það er stytt upp,“ sagði jeg og stóð á fætur. „Jeg þakka yð- ur af hjarta fyrir liina miklu gestrisni, sem þjer hafið sýnt mjer.“ Hún reyndi ekki að hefta för mína. „Það er ekkert að þakka. Jeg hef hvorki gert meira nje minna fyrir yður en jeg myndi gera fyrir hvern sem væri undir slik- um kringumstæðum. Það er ekki nema sjálfsögð skylda.“ Hún kinkaði vingjarnlega kolli, hringdi og ljet snotru þjónustu- stúlkuna fylgja mjer til dyra. Jeg fór aftur, sömu leið og jeg kom, og jeg játa það hreinskiln- islega, að jeg var dálítið ruglað- ur út af þessum einkennilega atburði, sem jeg gat ekki fund- ið neina skýringu á, nema þá, að ganila konan, þrátl fyrir sitt virðulega útlit, væri lygari. Jeg mundi að gamla konan hafði nefnt vin minn Joseph Travers, og strax þegar ég kom til London fór jeg á fund hans; hann myndi ef til vill vita eitt- hvað um þetta einkennilega mál. „Já,“ sagði hann, „það er satt. Jeg þekki son hennar.“ „Hún á son?“ „Já,“ svaraði Travers. „Hverskonar maður er það?“ „Hann er hálfgerður ræfill að sumu leyti. Hann kom til London fyrir tíu eða tólf árum síðan, fyrsta flokks angurgapi, sem trúði á mátt sinn og megin og hjelt að hann gæti leikið sjer að erfiðleikunum, en það var ekki nokkur dugur í lionum. Hann hafði marga og stóra galla, en liann var stoltur af þeim og hjelt að styrkur sinn væri fólginn í þeim. Eina góða eiginleikan i fari hans, skammaðist hann sín fyrir, en sá eiginleiki var ástin til móður hans.“ „Hvernig vitið þjer að hann elskar móður sína?“ „Jeg veit það. Þesskonar hlut- um er elcki hægt að leyna.“ „Nú fer jeg að skilja,“ sagði jeg-« „Já, það sem hann tók sjer fyrir hendur hjer, fór flest í handaskolum. Stundum birtust smákvæði eftir hann, og einu sinni var sýnt leikrit eftir liann. Stundum gat hann skrifað tím- um saman, stundum var hann ómögulegur. Hann var skuldum vafinn, vinir hans, — svona ná- ungar eiga oft marga kunningja — þeir hjálpuðu aflur og aftur, en það var ekki til neins. Hann hfði ekki lengur sem heiðarlegur maður.“ „Og hvað svo--------?“ „Nú þarf hann ekki að hleypa sjer í skuldir framar.“ „Er hann rithöfundur?“ spurði jeg. „IJann er blaðamaður, þ. e. a. s. hann gefur úl tvö litil blöð. Hann kemur sjer áfram. Ilann þarf a. m. k. ekki að gefa út skuldabrjef framar.“ „Jeg vildi gjarna tala við hann,“ sagði jeg. „Það er auðsjeð að þjer vitið ekki livernig hann er. Hann er áreiðanlega ekki einn af þeim mönnum, sem þjer hafið ánægju af að umgangast.“ Jeg bað nú Travers um að kynna okkur, og næsta dag lagði jeg af stað til G. Pont og hafði meðferðis spjald frá Travers. Mjer var vísað inn i hina skraut- legu skrifstofu lians. Jeg hafði hálfvegis búist við að hann myndi neita að veita mjer við- töku, en það gerði hann ekki. Hann var stór maður vexti og kraftalegur, augnaráð hans var þreytulegl, en liann virtist ekki %'crða fyrir áhyggjum að sjá mig. „Jæja, þetta er þá sá mikli maður,“ sagði liann hrosandi. Jeg man ekki eftir að hafa sjeð yður fyr, og jeg held að jeg hafi ekki lesið bækur yðar.“ Óskammfeilni hans kom mjer til að reiðast. „En móðir yðar hefir lesið þær,“ sagði jeg. Skeytið hitti. Dökkur roði færðist yfir sólbrent andlit hans. „Fáið yður sæti“, sagði liann, „ef þjer standið svona, get jeg haldið að þjer sjeuð að skora mig á hólm.“ Jeg settist. „Hvernig vitið þjer að jeg á móður?“ ' „Jeg talaði við hana fyrir fjórtán dögum.“ ' „Hvar?“ Jeg sagði honum það. „Hvað sagði hún yður?“ „Hún sagðist vera hissa og hreykin yfir að frægðin hefði ekki gert yður stærilátan." „Og þjer haldið ef til vill að jeg liefði ekki ástæðu lil að vei’a það?“ „Jeg held að stærilæti frá yð- ar lilið ætli sist að koma fram við mig .... Þjer vitið auðvitað hvers vegna jeg er kominn hing- að.“ „Svei mjer ef jeg veit það. Jeg er ekki duglegur að ráða gátur Jeg var hissa á liinni ófeimnu framkomu lians, en jeg sá að hún var uppgerð. „Þjer takið málið frá rangri hlið,“ sagði jeg alvarlega. „Hvað sagði liún, þegar þjer sögðuð henni það?“ Hann reyndi að varpa þessari spurningu kæruleysislega fram, en jeg he>Tði að rödd hans titraði. „Jeg liefi ekki sagt henni það,“ sagði jeg. „Guði sje lof!“ tautaði hann. Svo gerði hann mishepnaða til- raun til að hlæja. „Það var fallega gert af yður, að segja lienni það ekki. Jeg er yður mjög þakklátur. Hún varð nýlega veik, og jeg hjelt að það væri vegna þess að hún hefði fengið að vita þetta.“ „Hvers vegna gerðuð þjer þetta?“ spurði jeg. „Eigum við að segja, að jeg hafi gert það til að smjaðra fyr- ir yður?“ „Það var einkennilegt smjað- ur,“ sagði jeg. „Þjer eruð víst fyrir löngu hafinn yfir smjaðrið .... Jæja, hvað á jeg að segja? ’...." Hann settist niður. „Get jeg gert nokkuð fyrir yður á þeirri braut, sem jeg er nú?“ „Braut?“ sagði jeg spyrjandi. „Hvaða braut er það?“ „Braut lyginnar,“ sagði hann napurt. „Nei, þakka yður fyrir, en jeg heimta að þjer segið mjer sann- leikann.“ „Sannleikann um hvað?“ „Sannleikann um yður sjálf- an!“ „Það eru vist fáir, sem segja sannleikann um sjálfan sig.“ „Ef til vill ekki algjörlega, en hjer um bil.“ „Hvað á jeg að segja yður? Þjér vitið hvað jeg er nú, — hentug trappa fyrir þá, sem vilja komast ofar, en hvert spor þeirra skilur eftir saurhletti. Jeg hjelt, að jeg hefði vængi, sem gætu borið mig áfram, en jeg bar lægri lilut og nú tengja þús- und efniskendir strengir mig við duftið. Móðir mín batt miklar framtíðarvonir við mig; jeg átti að verða mikill rithöfundur. Jeg gaf út nokkur nafnlaus smá- kvæði og eitt leikrit, sem ekkert var varið í. Mamma geymdi þetta eins og helgar minjar, en hún beið eftir meiru, beið í sjúklegri eftirvæntingu. Jeg skrifaði lienni að jeg hefði skáldsögu í smíð- um, og hún lýsti þvi fyrir mjer í brjefum sínum, hve liamingju- söm hún yrði, þegar sagan kæmi í dagsljósið, sagði, að hvert orð, sem jeg skrifaði, væri sem ritað í hjarta sitt o. fl. o. fl. — Jeg varð hryggur, því að jeg vissi, oð jeg mundi aldrei geta skrif- að þessa hók, og hún beið,------ móðir mín beið eftir henni.“ Rödd lians varð klökk, en svo var eins og hann tæki kjark í sig, og hann hjelt áfram með uppgerðarró: „Svo komu bæk- urnar yðar, og jeg fann strax, að þær myndu vera við hæfi móður minnar, liún elskaði þess- liáttar bólunentir. Jeg bjóst ekki við, að þjer mynduð verða fræg- ur. En til allrar óhamingju fyrir mig urðuð þjer von bráðar víð- lesinn höfundur. Þjer urðuð frægari en jeg hafði vonað. Fyrst jeg var byrjaður að ljúga, var jeg neyddur til að halda áfram; og hún var hamingjusöm. . . . Jeg hjelt, að hún myndi aldrei fá að vita sannleikann, en —---- guð hjálpi mjer, — — það lá nærri, að hún kæmist að þvi.“ „Hjeðan í frá þurfið þjer ekki að óltast það,“ sagði jeg. „Jeg þakka yður,“ sagði þessi einkennilegi maður, lágri röddu, „það gerir hana svo hamingju- sama.“ Jeg held, að við höfum talað saman dálitla stund, en jeg man ekki lengur um hvað við töluð- um. — Móðir hans andaðist skömmu eftir þennan atburð, án þess að hafa nokkru sinni efast um frægð og afburðaliæfi- leika sonar síns. Hún var, eins og hann sagði, ákaflega ham- ingjusöm. Hulda S. Helgadóttir þýddi. „JOLLY JOSEPHINE“ hjet hún, feitasta kerlingin, sem uppi hefir verið á siðustu áratugum, og liefir verið sýnd víðsvegar á fjöl- leikahúsum fyrir peninga. Hún vóg 555 pund. Maðurinn hennar lijet Karl Otto Klein (klein = litill) cnda varð lítið úr honum, þegar hann stóð við hliðina á ltonunni sinni. Undir beru lofti. Fyrsta bókasafn heimsins undir beru lofti var stofn- að í einum skemtigarðinum í Madrid fyrir átta árum, samkvæmt skipun Primo de Rivera og var þáttur i baráttu hans fyrir því, að börnin iærðu að lesa og skrifa. Bókasafnið var opnað klukkan 9 að morgni og var opið til sólarlags. Þar voru borð og bekkir eins og á venjulegum bóka- söfnum. Fjöldi barna notaði sjer tækifærið og liugmyndin náði út- breiðslu. Af 23 miljón ibúum Spán- ar eru aðeins rúmar tíu læsar og skrifandi. — Já, það er einmitt svona kjóll, sem Kathqrina Hepburn getxgur í núna/

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.