Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.05.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCS/VU I.E/&NMIRMIR Galdramanns-höllin Einu sinni í fyrndinni var galdra- m'aður, sem altaf var að reyna að lokka til sin litla drengi og telpur. Hann fór með lsau heim í liöllina sína, og þar hurfu þau og sáust aldrei framar. FólkiS fór að verða hrætt við þennan vonda galdramann og var- aði sig á honum, en þá fluttist hann eitthvað á burt i nýjan stað, þar sem fólk þekti ekki klækina hans og liafði ekki heyrt að hann stæli börnum. Nú bar svo við, að hann var einu sinni að sitja um dreng og telpu, sem bændahjón ein áttu. Drengurinn lijet Ebbi en stúlkan hjet Ebba, og hún var lang falleg- asta stúlkan í allri sveitinni. Einu sinni kom hún út með skjólu á handleggnum og ætlaði að fara að mjólka kýrnar. Hún hljóp við lot niður stiginn og söng og hló og var svo yndisleg. En þá mætti hún galdramanninum og hann nam stað- ar og sagði við liana: „Fallega stúlka mín. Langar þig ekki meira til að ganga í vist hjá konunginum í höllinni hans, en að strita hjerna og mjólka beljurnar. Aldrei skalt þú þurfa að þræla og ekki skaltu þurfa að dýfa hendinni í kalt vatn. Þú ert of falleg til þess að vinna lijerna baki brotnu. En í konungshöllinni verður farið með þig nærri því eins og prinsessu.“ Ebbu þótti vitanlega vænt um að heyra að hún væri falleg, svo að hún brosti til gamla mannsins og svaraði, að hún væri fús til að koma með honum — liún þyrfti bara að skreppa heim tii sín og kveðja. En galdramanninum tólcst að telja hana á að koma með sjer, án þess að kveðja heima. „Eftir þrjá daga getur þú fengið að skreppa heim til þín, og þá get- urðu sýnt þeim öllum, hvað vel þjer liður,“ sagði hann. Og svo ljet hún tilleiðast að fara með honum. En þegar þrír dagar voru liðnir var Ebba ekki komin lieim, og öll- um var það ráðgáta, hvað orðið væri af henni og var órótt út af henni. En enginn tók sjer hvarfið jafn nærri og hann Ebbi bróðir hennar. Hann leitaði og leitaði um alla sveitina og spurðist fyrir um Ebhu allstaðar sem hann kom. Loks var það einn daginn, að hann hitti gamlan og visinn mann, sem sagði: „Jeg veit vel hvar hún systir þín er niður komin — hún er í höllinni galdramannsins, og hann hefir töfr- að hana, svo að hún man ekki eftir neinu utan hallarinnar. En þú getur frelsað hana, ef þú þorir inn í höll- ina og getur sigrast á galdramann- inum.“ „Það þori jeg að gera,“ sagði Ebbi, „en jeg veit að þú ert vitur mdður, og þessvegna, verður þú að segja mjer hvernig jeg á að fara að.“ Mest er um vert,“ sagði gamli maðurinn þá, „að þú etir hvorki nje drekkir neitt af því, sem á borð er borið fyrir þig. „Því ef þú gerir það, þá fer fyrir þjer eins og farið hefir fyrir öllum öðrum, að þú gleymir öllu því, sem er fyrir utan hallarmúrana. En ef þú gætir vel að því, að láta ekkert ofan í þig þá gengur alt vel, og þú munt finna ráð til þess að sigrast á^ galdramanninum.“ Nú bjó Ebbi sjer út nestisböggul og setti flösku af víni í malinn sinn og hjelt svo áleiðis til galdra- manns-hallarinnar. Þegar hann kom í túnjaðarinn mætti hann galdra- manninum sjálfum, og hann spurði Ebba undir eins, hvort hann vildi ekki ráða sig í vist þarna í stóru höllinni. Eftir dálita stund voru þeir báðir komnir inn í höllina, Ebbi og galdramaðurinn, og þá sagði sá síðarnefndi undir eins: „Fáðu þjer nú eittlivað að jeta og drekka, drengur minn, og svo skal þjer líða vel á eftir!“ Nú kom eldabuskan með súpu og ilmandi steik, en undir eins og hún sneri sjer undan fleygði Ehbi matnum út um glggann, og tók svo upp bita úr malnum sínum og helti lögg af víni í glasið. Nú kom galdramaðurinn inn aftur og hjelt að Ebbi liefði etið hallar- matinn og væri orðinn minnislaus. Sýndi liann Ebba nú alla liöllina hátt og lágt, og allstaðar var fult af ungum piltum og stúlkum, sem hjeldu höllinni hreinni og þrifuðu alt. Þarna hitti hann líka Ebbu, en hún þekti hann ekki og ljet eins og hún hefði aldrei sjeð hann fyr. Loks fór galdramaðurinn með hann inn í stóran sal og þar stóð súla úr gulli á miðju gólfinu. Efst á súlunni lá kúla úr skínandi krist- alli, en innan í henni var eitthvað, sem Ijóma lagði af í sífellu. „Hvað er þetta?“ spurði Ebbi, en galdramaðurinn svaraði: „Þetta er lífsljósið mitt, það má aldrei slokna og þessvegna er svona vel búið um það. Nú átt þú að standa vörð hjerna og gæta þess, að ekkert snerti súluna — ef eitthvað verður að, þá færð þú þunga refs- ing!“ Svo fór galdramaðurinn eittlivað út i buskann. Hann var þreyttur, karlskömmin og ætlaði að livíla sig °g fá sjer blund, meðan nýi vörður- inn gætti að lífsljósinu hans. En galdramaðurinn var varla kominn út úr dyrunum fyr en Ebbi náði sjer í stól, steig upp á hann og tók kristalskúluna ofan af sul- unni. í sama bili kom galdramað- urinn inn aftur og fór að ógna lionum, en Ebbi sagði: „Ef þú ekki leysir hana systur mína, og alla sem hjer eru í höll- inni, úr álögunum undir eins, svo að þau viti hverjir þeir eru og hvaðan þeir komu, þá mölva jeg kristallskúluna í mjel!“ Og nú var galdramanninum nauð- ugur einn kostur, að sleppa öllum föngunum sínum, og þið getið nærri hvað unglingunum þarna þótti skrit- ið, þegar þeir fengu minnið aftur. Og öll þökkuðu þau Ebba fyrir að hann hafði bjargað þeim. í sama bili kom mýfluga inn um gluggann og settist á handarbakið á Ebba og stakk hann. „Æ!“ hljóðaði hann og misti krist- allskúluna á gólfið. Hún brotnaði, lífsljós galdramannsins slokknaði og höllin hvarf. En unglingarnir fóru hver heim til sín. Egils ávaxtadrykkir Ungu stúlkurnar eru ekki eins og þær voru í gamla daga. — Nei, þær eru orðnar miklu eldri. — —Iiefirðu helt vatni í blekið? — Jú, jeg var að skrifa■ honum Júlíusi og þurfti að hvísla dálitlu að honum. —Á ekki að fara að borða, mamma? — Ekki fgr en eftir hálftíma. — Jæja, þá gengur maginn á mjer hálftíma of fljótt. Hún (við biðilinn, sem liggur á hnjánum fyrir framan hana): — Jæja, jeg skal giftast yður — og úr því að þjer eruð þarna niðri, þá náið þjer í vindlahylkið mitt, sem jeg'misti undir sófann áðan. — Afsakið þjer, lögregluþjónn, ekki munuð þjer hafa rekist á ein- hvern vasaþjóf hjerna, með útsaum- aðan vasaklút, merktan S. Það þýð- ir Súsanna. Og jeg heiti Súsanna! — Pabbi, hvað hafði fólkið áður en það fjekk útvarpið? — Frið. Dámarinn: — Fyrir fimm árum dæmdi jeg yður fyrir að hafa stolið yfirfrakka og nú eruð þjer kominn hingað aftur! Ákærði: — Já, herra dómari. Einn yfirfrakki endist ekki eilíf- lega. Fyrir tíu árum kom jeg hingað til bæjarins með eina krónu i vas- anum. En með þeirri krónu lagði jeg grundvöllinn að liagsæld minni. — Þá hafði þjer varið henni vel! — Já, jeg símaði heim eftir pen- ingum. — Það erú ein lilunnindi við að sitja i tugthúsinu. — Og hvað er nú það? — Hjer er enginn, sem vekur mann um miðja nótt til þess að spyrja, hvort maður hafi gleymt að aflæsa útidyrunum. Kalli: — Eigum við að leika að við sjeum gifl? Maja: — Nei, það gerum við ekki. Þú manst að hún mamma hefir bannað okkur að gera hávaða. Húsmóðirin: — Eruð þjer mús- íkalskur? Leigjandinn: — Já, jeg ljek mikið á píanó þegar jeg var ungur. — Það var heppilegt! Vilduð þjer þá gera svo vel' að hjálpa okk- ur, hjerna niðri í stofunni. Jeg þarf að flytja píanóið til. — Sá, sem ekki er þægur, verður aldrei stór. —- Þú hefir þá víst verið langt- um of þœg, frænka. ba$2-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.