Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1945, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.03.1945, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Anddyri hins mikia málverkasafns, Tate Gallery, á Tempsbakka. Tate Gallery í London Eftir Joliu Nteegrmoii. Tate Gallery er fjölbreyttasta safn nútímalistar, sem til er í London og eru þar málverk eftir enska og ©rlenda málara. Sir Henry Tate, sem á stund- um hefir verið kallaður „sykurkongurinn" stofnaði safnið árið 1897, og skiftist það í tvær aðaldeildir; enska list frá 18. öld, og erlenda málaralist síðustu 100 ára. — Hér segir John Steegman listsögufræðingur, sem hingað kom til að sjá um ensku sýninguna í hitteðfyrra, frá þessu fræga safni. IN MIKLU SÖFN og listasöfn í London, eiga einstaklingum nærri þvi eins mikið a'ð þakka og ríkinu sjálfu. Tvö þeirra eru eingöngu til orðin fyrir rausn einstakra mánna: Wallace-safnið, sem Sir Richard Wállace arfleiddi þjóðina að eftir sinn dag, ásamt glæsi- legri byggingu, og Tate-safnið eða Tate Gallery, á Tempsárbökkum. Tate Gallery nefnist svo eftir stofnanda sínum, Sir Henry Tate, sem í mörgum greinum var mikill velgerðarmaður þjóðar sinnar, einkum ibúa London og Liverpool, en stórtækastur var liann þó sem listaverkakaupandi og verndari bretskrar listar. Þar munar þó mest um málverkasafn það, sem ber nafn hans. Tate bauðst til þess að byggja höll yfir bretskt inálverkasafn og gefa því öll málverkin, sem hann liafði sjálfur safnað, ef ríkið vildi leggja lil lóð undir bygginguna. Auðvitað tók stjórnin þakksamlega þessu boði, og valdi undir safnhúsið lóð á Tempsárbökk- um, skamt fyrir ofan Þinghúsið, í Westminster. — Þetta nýja „Þjóðarsafn bretskrar listar“ var opnað almenningi árið 1897. Siðan þá hefir það stækkað stórkostlega, og er vöxtur þess meðfram að þakka gjöfum einstakra manna. Er það nú orðið safn, sem nær fyllilega tilgangi sínum. En enginn nema starfs- menn safnsins kalla það „Þjóðarsafn þretskrar list- ar“; það er ávalt og mun ávalt verða kallað „Tate Gallery. Hlutverk þessa safns er tvennskonar; að sýna bretska list frá byrjun 18. aldar til vorra daga, og í öðru lagi að sýna erlenda list frá siðustu hundrað árum. Aðstaða þess til „National Gallery“ i London er þvi ekkí ósvipuð eins og aðstaða Luxembourg- safnsins til Louvre-safnsins í Paris. Hið eftirtektar- Madame Suggia, portugalski cello-sniUiiigurinn, verðasta við myndaval safnsins síðustu tuttugu árin eftir Augustus John. er það, hve mikið er þar af mál- verkum eftir lifandi málara, bæði bretska og erlenda, og að á safninu gefur að líta allar stefnur í málara- list nútimans. Hið erlenda safn nútímamálverka í Trde Gallery er eigi ennþá fullkom- ið livað myndaval snertir, og þolir ekki samanburð við t. d. „Safn vest- rænnar málverkalistar“ í Moskva. En það fékk eigi að síður ábrifa- mikla uppörfun í marsmánuði 1918. Þa voru horfurnar slæmar i Bret- landi og þjóðin átti framundan úrslitaglímu siðustu styrjaldar, en eigi að síður bafði Lloyd George það þor og framsýni til að bera að bann lét samþykkjc fjárveitingu til þess að kaupa ýmsar merkilegar myndir eftir franska listamenn á 19. öld, á málverkauppboði i París, og kom því i kring að forstjóri Tate Gallery gat komist á uppboðið og valið myndirnar. Á sama hátt hefir safnið baft útispjót til þess að auka við núna á yfirstandandi ófriðar- árum, og befir aukist með bverju árinu. Þegar safnið verður opnað aftur eftir styrjöldina, verður margt nýtt þar að sjá, af erlendri nýtísku- list. En vera má að útlendingum, sem á safnið koma, þyki mest varið í að skoða bretsku mólverkin, því að þar gefur að líta allt það, sem bretsk list hefir til brunns að bera. En vildi bann skoða þessa list út í æsar nægir lionum þó ekki Tate Gallery; liann verður líka að skoða söfnin i Birmingbam og Manchester, Glasgow, Bristol, Leeds og Norwicb; Fitzwilliam-safnið i Cambridge,Ásh- molean-safnið í Oxford og svo Nati- onal Gallery i London. En á Tate Gallery getur hann undir einu þaki fengið yfirlit yfir inargt það besta í bretskri list, og séð verk eftir ýmsa frægustu listamenn þjóðarinn- ar. Hvergi í heiminum er til jafn alhliða safn bretskrar listar og þar. Þarna gnæfir 200 ára gömul mynd eftir Hogartb, sem refsaði samtíð sini með svipu bóðsins, og benti á þjóðfélagsmein hennar, og málaði ó- fegruð andlit samtíðarmanna sinna. Þar eru fjögur málverk eftir Sir Josuah lleynolds (1723-92) og hinar ljúfu myndir Gainsborouglis (1727 - 88), hinar sígildu landslagsmyndir Ricbards Wilson og íþróttamyndir eftir Stubbs, sem vafalaust var mest- ur meistari þessarar sérstaklegu ensku greinar málverkalistarinnar; þarna er óviðjafnanlegt safn teikn- inga eftir hinn kynlega snilling William Blake, allur tilbrigðastigi Turners og Constable, en þeir hafa haft meiri óhrif á list Evrópu en nokkrir aðrir enskir málarar. Þarna eru málverk eftir Alfred Stevens, binn enska arftaka ítölsku endur- fæðingarstefnunnar, og eftir G. F. Watts, sem kalla mætti Wagner enskrar málverkalistar. Og bér er sérstaklega ágætt úrval bins undur- fagra rómantíska skóla frá miðri 19. öld, „pre-Rafaels bræðralagið“ svonefnda: Millais, Madox Brown, Hobnan Hunt, Rosetti og þeir, sem eftir þá komu. í lok 19. aldar koma tveir angló- amerikanskir listamenn fram á sjón- arsviðið: Whistler, með rökkurtóna symfóniur í myndum, og John Sar- gent, með hinar leiftrandi manna- myndir sinar; meistaraverk hans eru nútímaútgáfur af Sir Tbomas Framhald rí bls. ÍJ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.