Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1947, Side 14

Fálkinn - 31.10.1947, Side 14
14 F Á L K I N N Sigurjón Grímsson, fyrrverandi múrari, Njálsgötu 42, verður 75 ára að aldri þann li. nóvember næstk. ALDREI AÐ SEGJA ALDREI. Framh. af bls. 9. en brosið stirðnaði á vörum mér. Óli og faðir hans. . Nikolaj Lar- sen, Larsen forstjóri — húsbóndi minn! Mér fannst allt hverfa í þoku fyrir augunum á mér og aldrei hefi ég orðið eins heim- óttarleg og ég varð á þessari stundu. Óli sá hvernig mér varð inn- anbrjósts og flýtti sér til mín og dró mig nauðuga viljuga inn á gólfið. — Ástríður, þú skilur.... Allt í einu snerist örvænting mín upp í reiði. Eg varð reið og mér fannst sannarlega ég hafa ástæðu til þess. — Þú hefir haft mig að ginn- ingarfífli! Haft mig að háði og spotti! En ég er hvorki upp á þig né föður þinn komin. Og svo hljóp ég til dyranna. En áður en ég gat opnað hafði Óli dregið mig inn aftur. Hann hélt um báðar hend- urnar á mér meðan hann var að tala um fyrir mér. — Þú verður að hlusta á mig hvort sem þér líkar það betur eða verr. ... Og ef þú vilt fara þegar þú hefir hlustað á mig, þá skal ég ekki hindra þig. — Það hefir ekki verið eins og vera ætti milli mín og föður míns síðustu árin, byrjaði hann, og fyrir rúmu ári fannst mér réttast að ganga úr fyrirtæki hans. En við urðum ekki óvinir fyrir því, ég hefi átt heima hjá foreldrum mínum allan tímann, og nafnið Björntrop tók ég fyrir tíu árum — það var tíska í þá daga að taka sér ættarleifðarnafnið fyrir ætt- arnafn. — En nú er öðruvísi milli mín og föður míns, hélt hann áfram, — og pabbi segir að hann hafi lært að þekkja mig gegnum þig. Þið hafið það víst fyrir sið að tala um mig stundum. Og nú vill hann að ég komi til sín aftur og verði meðeigandi firmans. Anstnrbæjarbió tekur til !§tarfa Um síðustu lielgi voru sýningar hafnar í hinu nýja og glæsta kvik- myndahúsi, Austurbæjarbíó við Hringbraut. Er það eitt stærstá og glæsilegasta liús hér í bæ, og sal- urinn rúmar næstum því 800 manns í sæti. Bygging liússins hefir staðið yfir í tæplega tvö ár og hafa arkitekt- arnir Hörður Bjarnason og Gunn- laugur Pálsson annast uppdrætti. Hefir gerð liússins mjög verið mið- juð við það, að tónleikar yrðu haldnir þar auk kvikmyndasýninga, og Tónlistarfélagið nnin hafa inni þar, uns húsakostur þess batnar. Að innan er glæsibragur hinn mesti á öllu. Anddyrið er stórt og skreytt málverki eftir Gunnlaug Scheving, sem hann kallar „Land- sýn“. Spegill er í lofti og sófar meðfram veggjum. Salurinn sjálfur er stór og eru sætin (>1I á einu gólfi, en upphækk- un þó töluverð á öftustu sæturn. Er öllu eins haganlega fyrir komið og best gerist á nýjum kvikmyndahús- um erlendis. Ljósaútbúnaður er smekklegur, en ráðgert var þó að gera hann enn fegurri með sér- stakri lýsingu kringum sviðið. Gjaldeyrisskortur hindraði slíkar framkvæmdir. Loftræsting er góð, og hefir sér- staklega vandaðra tækja verið afl- að til þess að gera liana sem besta. Síðastliðið laugardagskvöld var öllum þeim, sem starfað hafa að byggingu luissins boðið á sérstaka frumsýningu, en daginn eftir hóf- ust svo sýningar fyrir almenning. — Fyrsta myndin, sem sýnd er, er hin snilldargóða tónlistarmynd, ,,Eg hefi alltaf elskað þig“, þar sem píanósnillingurinn Rubenstein leik- ur. Eigéndur Austurbæjarbió er sam- nefnt bhitafélag. Kristján Þorgríms- son frá Laugarnesi er framkv.stjóri og Ólafur bróðir hans form. félags- stjórnar. Auk þess standa að félag- inu ]>eir Bjarni Jónsson, Galtafelli, Ragnar Jónsson, forstjóri og Guðm. Jensson, forstjóri. Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglu- firði, varð fimmtugur 25. þ. m. Hann mun á sínum tíma hafa ver- ið aðalhvatamaður að stofnun Gesta og sjómannaheimilis Siglufjarðár, og hefir verið í stjórn þess frá byrjun, en heimili þetta er, eins og alþjóð er kunnugt, rekið með mikl- um myndarbrag. Ný efnalang tehurltil starfal í búsi Sjóklæðagerðarinnar, Skúla- götu 51, er nú tekin til starfa ný efnalaug. nafn hennar er „Lindin h/f og eigandi er samnefndt hluta- félag. Stjórn þess skipa þeir Sverrir Sigurðsson, Edvin Árnason og Gunn- ar Pétursson. — Vinnusalir fyrir- tækisins eru mjög rúmgóðir og vél- ar hinar fulkomnustu. Hreinsunar- véin er sjálfvirk, og skilar hún föt- unum hreinum og þurrum, svo að ekki þarf annað en að pressa þau. Til þess að ná blettum, sem hreins- unarvélin nær ekki hefir fyrirtæk- ið afað sér nýrrar vélar, sem að vísu er ekki fullbúin ennþá, en verður eflaust til mikilla úrbóta. Búið er að setja upp 3 pressur, en tvær verða settar upp í viðbót. Auk þess er ein pressa i Hafnarstræti 18, þar sem Lindin hefir nokkurskonar útibú. Verður fötum veitt þar mót- taka og skilað. En þú hefðir getað sagt mér undir eins í lestinni, að Larsen forstjóri væri faðir þinn, tautaði ég. — Já, það var kannske Ijótt af mér að gera það ekki — en ég þorði ekki að hætta á það, fyrr en ég hefði kynnst þér bet- ur. Og síðan hefi ég viljað að þið faðir minn fengjuð að kynn- ast í næði. Honum fellur svo Ijóm- andi vel við þig og óskar einskis fremur en að þú verðir tengda- dóttir sín. En það er undir þér komið, hvort þú vilt það? Eg svaraði ekki. Eg gat engu svarað. — Svaraðu mér, góða mín. Þú ert svo mikils virði.... þú ert alls virði. . . . fyrir mig. Eg svaraði„ ekki enn, en hann leit upp, og þegar hann sá augna- ráðið mitt þá skildi hann, og dró mig að sér og kyssti mig. Og það var einmitt það, sem ég vildi helst að hann gerði, einmitt núna. Hótelið á Re/kjavíkurflugvellinum hefir nú tekið til starfa að nýju undir nafninu Hótel Ritz Fyrst um sinn verður hótelið aðeins opið fyrir gistingu. Símar 5965, 6433 og 1385. Hótelstjórinn Hótel Ritz

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.