Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.02.1949, Blaðsíða 2
2 FALKINN Knattspyrnufélag Reykjavíkur 50 ára Glæsileg hátíðahöld. í marsmánuði næstkomandi minn- ist stærsta iþróttafélag landsins 50 ára afmælis síns. Það er Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. Mikil há- tíðahöld standa fyrir dyrum, og liefir Fálkinn sntiið sér til Erlend- ar Ó. Péturssonar, formanns félags- ins, og innt hann frétta af fyrir- komulagi þeirra. Hátíðin liefst 6. mars með sam- komu i Austurbæjarbió, en daginn áður er ætlast til þess að K.R. blað- ið komi út. Blaðið verður yfir 100 síður að þessu sinni og mjög vand- að. Ritstjóri þess er Jóhann Bern- hard. Vikuna eftir setningarhátíð- ina verða svo alls konar sýningar og kappleikir á vegum félagsins og hið eiginlega afmæiishóf verður að Hótel Borg 12. mars. Næstu viku þar á eftir gangast K.R.-ingar fyrir skemmtunum fyrir almenning og hátíðahöldunuin lýkur með vigslu skíðaskálans í Skálafelli í byrjun apríl. í tilefni afmælisins munu K.R.-ingar einnig annast kvöldvöku í útvarpinu. Stofnun K.R. Það má segja, að fyrstu drög að stofnun K.R. hafi skoskur maður, Ferguson að nafni, lagt rétt fyrir aldamótin 1900. Hann kom hingað til landsins til þess að vinna að prentverki í ísafoldarprentsmiðju, en hann var einnig íþróttamaður af lífi og sál og vildi fyrir aha muni geta skapað sér möguleika til íþróttaiðkana, meðan hann dvald- ist hér. En íþróttir voru næsta ó- þekkt fyrirbrigði í höfuðstaðnum, nema hvað nokkrir piltar iðkuðu glímu. Ferguson hóaði saman nokkr- um strákum og tók að kenna þeim iþróttir ýmiss konar. Einkum lagði hann alúð við knattspyrnuna, sem hlaut mjög góðar viðtökur meðal æskufólksins. Hann æfði sérstakan úrvalsflokk og í honum voru m. a. Sveinn .Björnsson, forseti íslands, Ólafur Björnsson bróðir hans, Vil- hjálmur Finsen, Hannes Helgason, Pétur Jónsson söngvari, Sigurður Þorláksson o. fl. Þetta var nokkru fyrir aldamót. Eftir að Ferguson livarf af landi brott hélt Ólafur Rósenkranz á- fram að þjálfa knattspyrnumenn. Hann var fimleikakennari við Lat- inuskólann og áhugasamur um í- þróttir. Nemendur hans ýmsir urðu góðir knattspyrnumenn, t. d. Gunn- laugur heitinn Claessen, Pétur og Skúli Boeasynir auk Maenúsar lieit- eru knattspyrnudeild, frjólsiþrótta- deild, sunddeild, skíðadeild, fim- leikadeild, liandboltadeild, hnefa- leikadeild og glimudeild. Upphaf knattspyrnunnar hefir þegar verið rakið, og framhald sög- unnar mun flestum kunnugt. K.R.- ingar hafa orðið íslandsmeistarar alls 11 sinnum, og hrepptu meist- aratitilinn t. d. síðastliðið sumar. Fram hefir unnið íslandsmótið 11 sinnum, Valur 11 sinnum og Vík- ingur 2 sinnum. Á sumardaginn fyrsta 1921 tók K.R. í fyrsta sinn opinberan þátt í frjálsíþróttum. Það var Víðavangs- haupið. Einn dyggasti og besti for- ystumaður K.R.-inga, Kristján L. Gestsson, var brautryðjandi á sviði frjálsíþróttanna. Hann hvatti menn til að iðka lilaup og skildi, hversu slík þjálfun var nauðsynleg fyrir knattspyrnumenn líka. Undir liand- leiðslu Kristjáns L. Gestssonar, sem varð form. félagsins, verður K.R. besta frjálsíþróttafélagið og á nú að baki sér lengri afrekasögu á þvi sviði en nokkurt annað íslenskt fé- lag, þótt önnur sterk félög liafi skotið upp kollinum á siðustu árum og lagt mikinn skerf til frjálsiþrótt- anna. Árið 1934, i formannstíð Guð- mundar Ólafssonar, var samþykkt að ráða þjálfara til félagsins, og Bene- dikt Jakobsson var ráðinn. Hefir frjálsíþróttunum fleygt áfram í fé- laginu undir stjórn hans. Allslierjarmót Í.S.Í. hafa K.R.ing- ar unnið öll árin frá 1928 til 1946, og liafa margir ágætir iþróttamenn verið í þeirra liópi. Má þar nefna þá Kristján L. Gestsson, Magnús Guðbjörnsson og Geir Gígju á ár- unum fyrir 1930, Ingvar Ólafsson, Ólaf Guðmundsson og Garðar S. Gisla- son 1930—’35, Svein Ingvarsson, Kristján Vattnes, Jóhann Bernhard, Sigurð Finnsson og Sverri Jóhann- esson 1935—’40 og siðast en ekki síst þá Skúla Guðmundsson og Gunnar Huseby eftir 1940. Árið 1946 fara þeir á Evrópumeistaramótið í Osló með þeim árangri, sem öllum er kunnur (Huseby nr. 1 i kúluvarpi og Skúli 7. í hástökki). Árið 1947 er svo eins og ný alda rísi á sviði frjálsíþrótta í K.R. og hún hækkar enn 1948. Það ár fóru 7 K.R.-ingar á Ólympíuleikana í London, þar af 6 í frjálsar íþróttir. 20 met, sett af K.R.-ingum voru staðfest árið 1948. Nokkrir af bestu frjálsiþróttamönn- unum, sem félagið hefir eignast nú síðustu árin eru Brynjólfur Ingólfs- K.R.-tríóið. Frá vinstri: Guðm. Ólafsson, Erl. Pétursson og Kristján L. Gestsson. Stjórn K.R. 10'iS—’49, sú fijrsla skv. mjja skipulaginu. ins Sigurðssonar, bankastjóra. Knatt- spyrnuæfingar þessara manna urðu til þess, að þeir stofnuðu til félags- skapar með sér, óformlega þó í fyrstu í marsmánuði 1899. Þá skutu nokkrir hinna áhugasömustu sam- an fyrir fótbolta í verslun Guðm. Olsen í Aðalstræti 16, og lagði hver 25 aura að mörkum. í fyrstu var félagsskapurinn kallaður „Fótbolta- félag Reykjavikur", en árið 1915 var nafninu breytt í Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Fyrsti kappleikurinn var háður á 19. öldinni, og á aldamótahátíð- inni var líka keppt i knattspyrnu. Foringjar liðanna voru þá þeir bræðurnir Pétur Jónsson óperu- söngvari og Þorsteinn Jónsson. Árið 1908 var knattspyrnufélagið Fram stofnað og eftir það fer að verða meiri keppnisandi í knattspyrnu- mönnunum. Fyrsti leikurinn milli K.R. og Fram var 17. júní 1911 og bar Fram þá sigur úr býtum. Árið 1912 var keppt í fyrsta sinn um knattspyrnubikar íslands og linnu K.R.-ingar hann og þar með titil- inn „bcsta knattspyrnufélag íslands". Árið 1915 keypti félagið Knatt- spyrnuliorn Reykjavikur, og nú var einnig farið að keppa um það og titilinn „besta knattspyrnufélag Reykjavíkur". Um þetta leyti var Valur líka kominn í spilið og gekk á ýmsu þessi árin með sigra. í dögun aldarinnar voru þeir bræður, Pétur og Þorsteinn Jóns- synir, mjög á oddi um félagsstarf allt, og Þorsteinn raunverulegur for- maður þess, þótt fast skipulag væri ekki á félaginu, fyrr en eftir 1910. Fleiri nöfn mætti nefna þegar talað er um frumherja í félagsstarfinu, en hér er þó ekki rúm til að telja þá alla upp. Þó má nefna auk þeirra sem fyrr er getið Kjartan og Geir Konráðssyni, Jóhann Antonsson, Björn Pálsson (Kalman), Davið Ól- afsson, Bjarna ívarsson, Guðmund Guðmundsson i Hábæ, Guðmund Þorláksson, Guðmund Þórðarson á Hóli, Jón Björnsson, Bjarna og Kristin Péturssyni, Guðmund Stef- ánsson glímumann, Benedikt G. Waage o. fl. Guðmundur Ólafsson kveikti svo nýtt líf í knattspyrnunni og vann margs konar dyggileg störf í þágu félagsins eftir 1920. Alhliða íþróttafélag. Á síðustu 2—3 áratugum hefir íþróttastarf félagsins jafnan orðið fjölbreyttara með ári hverju, og nú starfa innan félagsins 8 deildir, sem allar hafa aðgreindan fjárhag. Það Stofnendur K.R., þeir bræðurnir Pétur og Þorsteinn Jónssynir. Erlendur Ó. Pétursson, formaður IÍ.R.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.