Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1949, Síða 9

Fálkinn - 18.03.1949, Síða 9
FÁLKINN 9 misst lykilinn. ÞaS mun hafa verið um klukkan sex sem ég kom, en bréfið hefi ég ekki séð fyrr en núna að þú sýnir mér það. Eg sat • liérna inni og var að bíða eftir þér.“ „En — sástu ekki að fötin mín voru horfin?“ „Nei, ég hefi ekki komið inn í svefnherbergið. Eg vissi að þú varst ekki heima, af því að enginn svar- aði þegar ég hringdi. Svo lauk hús- vörðurinn upp fyrir mér, og ég settist og heið þín.“ Hann kinkaði kolli til öskubakkans. ,,Eg reykti þrjár sígarettur áður en þú komst.“ Hún liorfði á hann forviða og ef- andi. „Þú vissir það ekki — þá hefir þú ekki — —“ „Elaine,“ sagði hann alvarleg'a. „Hélst þú að ég hefði inyrt Greg Darlan?“ „Já sagði hún. „Eg vissi hvernig þú varst gerður — og hvernig þér mundi verða innanbrjósts þegar þú læsir bréfið mitt. Og þegar ég' sá hann liggja þarna •— hvað átti ég að halda? Eg varð að vita vissu mína. Eg vissi að þú mundir segja mér sannleikann — að þú mundir gefa þig fram sjálfkrafa ....“ Hann leit ekki á hana. „Gefa mig fram sjálfkrafa —“ endurtók hann. „Já, þessvegna gerði ég ekki neitt. Eg flýtti mér til baka liingað, i stað þess að liringja til lögreglunnar •— — til að hitta þig og ganga úr skugga um — að — —“ Merrill sat stutta stund án þess að svara. „Eg veit ekki hvað þú hefir hugsað þér að gera nú, Elaine. Kemur þú til mín aftur?“ Óljóst hros kom á varir hans. „Úr því að ég hefi ekki lesið bréfið þá er eins og þú liafir aldrei skrifað það, finnst þér ekki. „Nei,“ svaraði hún með þjósti. „Það var ekki þessvegna, sem ég kom aftur. Eg get ekki orðið á- fram hérna. Aldrei. Eg kom til að fá að vita hvernig í þessu lægi.“ Hann starði á hana, andlit hans var dautt og óhreyfanlegt. „Eg skil,“ sagði hann rólega. Svo þagði liann um stund og nú var eins og liann hefði tekið ákvörðun. „En við verðum að komast að niður- stöðu í þessu," sagði hann. „Sá nokkur þig fara inn til Greg eða koina út þaðan?“ Hún leit á hann með skelfingu. „Nei, það sá það enginn, lield ég. Áttu við að — •—“ Hann kinkaði kolli. „Þú segir að Greg sé myrtur. Þú ætlaðir að halda hlifiskildi yfir mér — nú kemur til minna kasta að halda hlífiskildi yf- ir þér.“ „Eg kæri mig ekkert um það,“ sagði hún. „Greg er dáinn." Merrill tók í hönd liennar. ,<Nú verður þú að taka þig saman. Þig langar víst ekkert til að flækjast i þetta mál. Og að minnsta kosli er Greg það ekki að neinu gagni. Segðu mér nú frá öllu. Hugsaðu þig vel um. Snertir þú á nokkru? Og þú liefir víst ekki gleymt neinu ]>ar?“ „Nei“, svaraði Elaine ofur rólega. „Eg snerti ekki neitt og gleymdi ekki neinu. Eg flýtti mér bara liing- að.“ „Handtaskan þín,“ sagði liartn. „Hvað gerðir þú við hana?“ „Handtaskan,“ endurtók luin hreimlaust. Hann talaði við hana eins og liún gengi i svefni. „Já, liandtaskan Nafnið þitt er á henni. Fangamark- ið þitt. Hvað gerðir þú við hana?“ „Eg veit ekki,“ sagði hún. „Eg hefi víst skilið hana eftir þar uppi. Eg var með hana þegar ég kom.“ Hann leit hvasst á hana, svo stóð hann upp, fór fram í anddyrið og tók hattinn sinn og fór i frakkann. „Itvert ætlarðu?“ spurði lnin og fór á eftir honum. „Hvað ætlar þú að gera?“ „Eg ætla að sækja töskuna. Ef þeir finna liana þar —- —“ „Það er kannske of seint,“ sagði hún eins óg í leiðslu. „Já, það er kannske of seint.“ Hann lauk upp gangdyrunum, svo sneri hann sér að lienni. Hann tók eftir að liún hörfaði undan, eins og hún væri hrædd um að hann ætlaði að kyssa hana. En hann snerti ekki við henni. „Iivar er heimilisfangið?" spurði liann. „Fertugasta og sjöunda gata, númer 358,“ svaraði hún. Hann fór og skellti hurðinni i lás. Á næsta götuhorni fór hann inn i símaturn. Kom út aftur eftir dá- litla stund. Þetta var svalt kvöld, lireint loft. Hann afréð að fara gang- andi, — það mundi ekki taka nema tæpan hálftíma. Elaine hallaði sér aftur i stóln- um, með bréfið i hendinni. Svo stóð hún upp, tók eldspýtnastokk á borð- inu og gekk að arninum. Kveikti á eldspýtu.og har hana að bréfinu til að kveikja í því. En allt í einu snerist henni hugur og hún slökkti á spýtunni. Eins og eldingu hafði einni hugsun slegið niður í henni: Handtaskanl Hún tók sig á, því að hún talaði upphátt. „Hann vissi það -—- hann vissi að ég var farin fr.á honum. Eg hafði ekki minnst neitt á hand- töskuna -— hann vissi það!“ Hún stakk hréfinu niður í háls- málið á treyjunni sinni og fór inn i svefnherbergið. Þar var allt eins og þegar liún liafði skilið við það nema ofurlítið af hvitri ösku á dragkistulokinu. Þegar John Merill sveigði inn i 47. götu gat hann séð húsið í fjar- lægð. Lögreglubifreiðar stóðu þar fyrir utan. Merrill liélt sig liæfilega fjarri og horfði á. Hann var of seinn — gat ekkert gert. Hann hélt í áttina lieim, og fór liægt. HANDTASKAN stóð á gólfinu fyrir framan arininn í stofunni lijá Merr- ill, og lijá henni stóð maður, sem hafði kynnt sig sem Marrigan, frá sakamálalögreglunni. Bak við hann stóð Barlow leyni- grennslari og liorfði fast á Elaine meðan hún svaraði spurningunum, sem fyrir hana voru lagðar. Það hafði verið gert orð eftir hús- verðinum til þess að hann gæti sagt til um timana, og liann beið eftir að kæmi að sér. „Hversvegna hlupuð þér á burt án þess að tilkynna morðið, frú Merrill?“ spnrði Marrigan. „Það var sími i íbúðinni, var ekki svo?“ „Jú.“ „En þér liirtuð ekki um að gera lögreglunni aðvart?“ „Eg hugsaði ekki út í það. Eg gat ekki um annað lnigsað en að hann var dáinn.“ „En yður mun hafa skilist að l>arna var um morð að ræða?“ „Jú.“ ,,Og samt hlupuð þér á burt og skilduð eftir handtöskuna með nafn- inu yðar!“ „Eg gleymdi henni. Mér stóð á sama um allt.“ „Það var þungur kertastjaki.“ Barlow færði sig nær. „Þér snertuð hann ekki og reynduð ekki að l'lytja hann til. Hann lá alveg hjá líkinu.“ „Mér datt kannske i hug að þér hefðuð snert hann og þurrkað fingraförin af honum- á eftir,“ sagði Barlow. Hann leit á húsvörðinn. „Hvenær var það sem þér sáuð frú Merrill fara að heiman?“ „Um klukkan fjögur. Hún tók bil'- reið.“ „Þér segist hafa verið Jijá mála- flutningsmanni og farið þaðan um klukkan fimm? Fóruð þér beint til Darlans þá?“ „Já.“ Marrigan leit á minnisblöð sín. „Darlan fór úr listaháskólánum um fimm-leytið,“ sagði hann, „og hann var dauður þegar þér komuð heim til hans. Svo að vitað er nokkurn- veginn nákvæmlega hvenær morð- ið var framið. Það hefir munað minnstu að þér væruð viðstödd.“ „Já.“ „Hvað ætluðuð þér að gera við töskuna. Ætluðuð þér í ferð?“ „Já.“ „Með manninum yðar?“ „Nei.“ .Barlow ætlaði að segja eitthvað en Marrigan stöðvaði hann. „Það getum við talað við hann um.“ Hann leit aftur á Elaine. „Hvenær búist þér við manninum yðar heim?“ „Hann fór út fyrir klukkutima. Eg veit ekki hvenær hann kemur.“ „Heyrið þér, frú Merrill. Hafið þér nokkra hugmynd um hver það var , sem hringdi til lögreglunnar fyrir klukkutima?“ „Til lögreglunnar?“ „Já frá simaturni hérna nálægt, að þvi er virðist. Hann sagði að við mundum gera hræðilega upp- götvun i íbúð Darlans. Við komum þangað fimth mínútum síðar.“ Hún starði á hann. Varirnar bærð- ust en ekki heyrðist orð. „Þér getið ekki hjálpað okkur til að finna hver það var?“ Hún var staðin upp. Nú reyndi hún að koma upp orðunum. „Nei,“ sagði hún. „Frú Merrill,“ sagði Marrigan. „Eg verð að leggja fyrir yður spurningu. Hafið þér drepið Greg Darlan?" Grafþögn var i stofunni. „Nei!“ hrópaði liún gjallandi. „Takið þessu skynsamlega,“ sagði Marrigan rólega. „Þér voruð þar. Og þér gerðuð það. Svo hlupuð þér — tryllt af skelfingu. En þér gerðuð þetta ekki af ásettu ráði.“ „Nei!“ hrópaði hún. „Nei! Nei!“ Kannske liefir hann haft eitthvað yður tilheyrandi i fórum sínum, sem þér hafið viljað ná i aftur. Þér voruð hrædd um að maðurinn yðar fengi að vita, að þið Darlan væruð góðir vinir. Hann vildi ekki af- henda yður þetta — þér urðuð hamslaus — og svo drápuð þér hann.“ „Hann var með öðrum orðuin friðill yðar?“ „Nei!“ sagði hún áköf. „Það var annað miklu meira .... Eg hafði farið frá manninum mínum •— af þvi að ég ætaðl að verða hjá Greg Darlan.“ Marrigan horfði á hana. Hún skalf öll og nötraði. „Setjisl þér, frú Merrill,“ sagði hann og ýtti fram stól. Röddin var vingjarnleg. „Þetta breytir málinu. Þér höfðuð skilið við manninn yðar til þess að taka saman við annan — og þér hittið manninn yðar hér, eins og ekkert hefði ískorist! Ætlist þér til að við trúum þessu?“ Hún stóð upp, stakk hendinni niður í hálsmálið: „Það er satt!“ Höndin skalf þegar hún bretti úr bréfinu. „Þetta skrifaði ég og skyldi það eftir í anddyrinu þegar ég fór að heiman — sjáið þér, hérna stendur það skrifað.“ Marrigan tók bréfið. Barlow stóð bak við hann og las yfir öxlina á honum. Svo braut Marrigan bréfið saman og stakk því í vasann. „Svo að maðurinn yðar hefir þá vitað að þér voruð farin til annars manns. Það hýtur að hafa verið mikill á- fellir fyrir hann. Hvenær fékk mað- urinn yðar bréfið, frú Merrill?" „Eg veit það ekki. Eg lagði ]>að upp við simann.“ Húsvörðurinn steig' skref fram. „Eg get svarað því. Eg hleypti hon- um inn klukkan sex.“ „Klukkan sex?“ endurtók Marrig- .an „En þá hefir hann ekki lesið það-------þá hefir hann ekki vitað þetta fyrr en eftir að Darlan var dauður.“ Hann sneri sér að Barlow. „Ágætt tilefni .....“ Barlow leit á húsvörðinn. „Hvað kom til þess að þér opnuðuð fyrir honum?“ „Hann hafði misst lykilinn sinn,“ svaraði húsvörðurinn. Marrigan neri á sér hökuna. „Svo að þér urðuð að hleypa honum inn -----“ sagði hann. „Hann hefir vist ekki minnst neitt á hvað klukkan væri, heldur?“ „Þess þurfti ekki með. Það hang- ir klukka i anddyrinu. Eg tók eft- ir hve margt hún var, því að hann minntist á hve snemma yrði dimmt. Annars sá ég líka að bréf var við símann." En Marrigan hlustaði ekki á liann. Hann horfði á Elaine. „Heyrið þér frú Merrill — týnir maðurinn yðqr oft lyklunum sínum?“ „Nei,“ svaraði Elaine rólega. „Hann týnir aldrei neinu, en hann er stundum gleyminn." „Hvað eigið þér við?“ Nú heyrðist fótatak í stiganum. Elaine þekkti það — hún beið með óþreyju eftir öðru hljóði — liljóði, sem gæfi bæði henni og lögreglu- mönnunum vissu. Nú heyrði luin það------— John Merrill stakk lyklinum i skráar- gatið. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.