Fálkinn


Fálkinn - 18.03.1949, Qupperneq 10

Fálkinn - 18.03.1949, Qupperneq 10
10 FÁLKINN VNCt/Vtt bE/6NbURNIR SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS.SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS,', Maja strýkur að heiman (Á síðastliðnu ári, rétt fyrir jólin, kom út skemmtileg og mjög athyglisverð unglingabók sem nefndist fíerðu mig til blómannct eða Ævintýri býflug- unnar Maju eftir Waldemar Bonsels. Ingvar Brynjólfsson menntaskólakennari þýddi bók- ina en Norðri gaf út. Barna- dálkur Fálkans hefir fengið leyfi útgefanda til að birta fyrsta kafla bókarinnar, sem nefnist Maja strýkur að heiman): Kassandra nefndist roskin og reynd býflugnadama, sem naut mik- illar virðingar i býflugnabúinu. Hún var að vakna til lífsins og staulast út úr 'klefa sínum. Það gekk mikið á þessa dagana, því meðal býflugn- anna hafði brotist út bylting, sem drottningin gat ekki bælt niður. Það suðaði geigvænlega i stóra býflugnabúinu, meðan Kassandra var að þerra stóru, skæru augun og liagræða fíngerðu vængjunum á Maju litlu, sem ég ætla að segja ykkur söguna af, og Maja kvartaði um hita. Kassandra leit í kringum sig, kvíðafull á svip. Hún furðaði sig á því, að svona ungt barn skyldi bera fram aðfinnslur, en í rauninni hafði sú litla alveg rétt fyrir sér, liitinn og troðningurinn voru allt að því óþolandi. Maja sá býflugurnar skunda fram lijá án afláts, og hrind- ingarnar og fátið voru með slíkum fádæmum, að sumar býflugurnar klöngruðust stundum yfir bakið hver á annarri eða ultu eins og kögglar fram hjá. Drottninguna bar sem snögg'vast í námunda við þær fóstrurnar. Þeim var stjakað dálitið til hliðar, en þá kom þeim til aðstoðar dróni nokk- ur, ungur og vingjarnlegur býflugna- herra, sem auk þess var hið mesta snyrtimenni. Hann kinkaði kolli til Maju og strauk framfætinum, sem býflugurnar nota sem handlegg og hönd, yfir glansandi, liárin á fram- bol sínum. Hann var dálítið tanga- óstyrkur. „Ógæfan mun dynja yfir,“ sagði Iiann við Kassöndru. „Flokkur upp- reisnarmanna mun yfirgefa borg- ina. Þeir hafa nú þegar valið sér nýja drottningu." Kassandra virti hann varla við- lits. Hún hafði ekki einu sinni þakk- að fyrir hjálpina, og Maja fann greinilega, að gamla konan var reglu lega óvingjarnleg i garð unga mannsins. Hún þorði eiginlega ekki að spyrja, hún fann stöðugt ný og ný áhrif streyma um sig, sem henni fannst hún vera að bugast undir. Geðshræringin gagntók hana, og hún tók að blaka vængjunum með skæru suði. „Hvað gengur á“ sagði Kassandra. „Er ekki nægur hávaði fyrir?“ Maja þagnaði samstundis og leit spyrjandi á fóstru sina. „Komdu hérna,“ sagði hún við Maju, „við sklum reyna að safna okkur einhverju hérna.“ Hún tók í fallega blikandi væng- inn á Maju litlu, sem var svo mjúk- ur og yndislega gagnsær, og leiddi hana út í afskekkt liorn fram fyrir nokkra vaxkökuskápa, sem voru full- ir af liunangi. Maja staðnæmdist og tók sér í einn skápinn. ■ „Hér er angan,“ sagði hún við Kassöndru. Gömlu konunni rann aftur í skap: „Þú verður að læra að' bíða,“ svaraði hún. „Á þessu vori lief ég alið upp mörg hundruð býflugur, barnið gott, og búið þær undir fyrstu flugferðina, en ég lief ekki rekist á nokkra jafn forvitna og þig. Þú virðist vera öðruvísi en fólk er flest.“ Maja roðnaði, bar aðra liöndina upp að munninum, og stakk i skynd- ingu báðum litlu, fíngerðu fingr- unum upp í sig: „Hvað er það,“ spurði hún feim- in, „að vera öðruvisi en fólk er flest?“ „Æ, það er nokkuð, sem alls ekki má eiga sér stað,“ sagði Kassandra, sem reyndar átti við handarhreyf- ingu litlu býflugunnar. Spurning- unni hafði hún engan gaum gefið. „Nú skaltu taka vel eftir öllu, sem ég segi þér, því að ég get ekki fórnað þér nema sluttri stund. Nú þegar eru ný börn að fæðast, og eina aðstoðarljósmóðirin á þessari hæð, hún Tiirka, er langþreytt og hefir kvartað um suðu fyrir cyrum upp á síðkastið. Sestu hérna.“ Maja hlýddi og leit stórum, brún- um augum á kennslukonu sina. „Fyrsta reglan, sem ung býfluga verður að gæta,“ sagði Kassandra og andvarpaði, „er, að "liver og einn verður að kappkosta að líkja eftir þeim eldri og reyndari i liverju því, sem hún liugsar og aðliefst, og að hafa hag heildarinnar hugfastan. í því sljórnskipulagi, sem við höfuin fundið réttast fyrir örófi alda og alltaf hefir blessast ágætlega, er það eini grundvöllurinn, sem tryggir vel- ferð ríkisins. Á morgun flýgur þú fyrsta flugið þitt. Fullorðin býfluga mun fylgja þér. í fyrstu færð þú ekki að fljúga nema stutt í einu, en þú verður að festa þér alla liluti vel í minni, sem þú flýgur fram hjá, svo að þú ratir alltaf heim. Förunautur þinn mun kenna þér að þekkja þau hundruð blóma og blómstra, sem bera besta hunangið. Heiti þeirra verður þú að muna, hjá þvi kemst engin býfluga. Strax SAGAN UM^KRISTÓFER KÓLUMBUS \ 13. Þegar Kólumbus liafði staðið við á Cuba einn mánuð sigldi hann af stað á ný og hélt í austur. Þá fann hann Haiti, sem hann skírði La ESPANOLA. Þar strandaði eitt skipið, „Santa Maria“ í ofsaroki og 44 menn voru skildir eftir í vig- girtri nýlendu, sem fékk nafnið „La Narvidad". Að svo búnu hélt Kól- umbus af stað lieim til Spánar á skipunum „Pinta“ og' „Ninna“. Þeir fengu versta veður á leiðinni og óttaðist Kólumbus að skipin mundu farast. Skrifaði hann skýrslu um ferðina og setti liana í tunnu, sem hann fleygði fyrir borð, ef ske kynni að tunnuna ræki á land en skipin færust. 14. skipin komust þó af og 4. mars 1493 komu þau til Spánar. Þar var Kólumbusi fagnað sem hetju. Hann var gerður riddari af „Kast- ilíuljóninu“ og páfinn viðurkenndi eignarrétt Spánar til liinna nýju landa, sem hann hafði fundið. Og svo var ákveðið að gera út nýjan vopnaðan leiðangur til að leggja undir sig meiri lönd og byggja þau. Og vitanlega var Kólumbus sjálf- kjörinn til að stýra þeirri ferð. Fór hann að undirbúa hana þegar í stað. getur þú selt þessi á minnið: beiti- lyng og lindiblóm.“ „Það get ég ekki,“ sagði Maja litla „það er svo skelfilega erfitt, enda lít ég þessi blóm eigin augum, áður en langt um liður.“ Kassandra gamla glennti upp skjá ina og hristi höfuðið. „Það verður ekkert spaug að hafa þig í eftirdragi,“ sagði liún og and- varpaði, „það sé ég strax.“ „Á ég að safna hunangi allan dag- inn, er frá Iíður?“ spurði Maja litla. Kassandra varpaði öndinni mæði- lega og leit snöggvast alvarleg og döpur í bragði á litlu býfluguna. Það var engu likara en hún renndi hugskotssjónum yfir allt sitt lif, sem frá upphafi til enda hafði ver- ið eintómt strit og starf. Og svo leit hún ástúðlega á Maju og mælti með annarlegum hljómi í röddinni: „Maja mín litla, þú átt eftir að kynnast sólskininu, háum, grænum trjám og blómura skrýddum engjum, silfurvötnum og straumhörðum, glitr- andi lækjum, bláum, logaskærum himninum og kannske mönnunum meira að segja; þeir eru liið æðsta og fullkomnasta, scm til er i ríki náttúrunnar. Við allar þessar dá- semdir verður vinnan þér til gleði. Sjáðu, allt þetta áttu í vændum, lijartað mitt. Þú hefir ástæðu til að vera glöð.“ ,,Jæja,“ sagði Maja litla, „ég ætla þá að reyna." Framhaltl í næsta blaði. ■— Viltu ofurlítinn bita af tertu í viðbót, vinur minn litli. -— Nei, þölck- fyrir. ■— Eg trúi því ekki að þú viljir ekki meiri tertu? -—■ Jú, en ég vil ekki ofurlítinn bita.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.