Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1951, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.01.1951, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN — Viljið þér sima til reiðkennar- ans að ég komi ekki i clag. fl —Þcgi þú, ég tek á eins og ég get. — Umsetningin hefir verið svona, siðan um mjár. Barnasaga. Tveir drengir, Tim, sem var son- ur ensks læknis er starfaði við sjúkra lnis á Fijiieynni Viti Levus, og Alo kunningi hans er var innfæddur, komu aS báli í skógarjaSri nokkr- um. Bálið var iítiS og stigu dreng- irnir yfir ]>aS. Við bálið sat skringi- lega klæddur maður með mikið hörundsflúr. Hann dansaði umhverf- is bálið. Alo varð hræddur og lagðist nið- ur bak við runna og bað Tim að fara eins að. Alo mælti: „Töframaðurinn. Hann fremur ndrannikan (galdra). Við verðum að iæðast búrt áður en hann kemur auga á okkur.“ „Nei, við verðum kyrrir,“ svar- aði Tim í lágum liljóðum. ,Mig langar til að sjá hvernig maðurinn fremur galdur.“ Alo var bæði hræddur og forvit- inn. Forvitnin sigraði. Hann fór ekki. Þeir lágu, en gátu frá felustað sínum séð, hvernig töframaðurinn dansaði umhverfis bálið án afláts, syngjandi einhverja töfrasöngva. Hann fleygði ýmsu á eldinn. Svo sem jurtum, beinum og smá skrið- dýrum. Þetta þótti drengjunum afar- spennandi. Lengra og lengra teygðu þeir sig í áttina til galdramannsins. Skyndi- lega varð hann var við Alo, liætti að dansa og horfði á liann og mælti: „Þú liggur i leyni til þess að sjá hvað tég geri. Eg skal drepa þig.“ Galdramaðurinn öskraði þegar liann sagði siðusiu orðin. Alo skalf af ótta. Töframaðurinn lyfti annarri höndinni. Hann sagði: „Á morgun rís sólin. Hún kemur hærra á loft en í dag.“ Hann teygði liandlegginn enn hærra. „Þú skalt láta lífið.“ Alo rak upp hræðsluóp og flýði sem fætur toguðu. Tim fór á eftir án þess að töframaðurinn tæki eftir þvi. Töframaðurinn hóf aftur töfraat- höfn sína. Tim náði Alo ekki fyrr en heima hjá sjúkrahúsinu. Hann sat þar ná- fölur. Tim spurði: Hvað gengur að þér?“ „Ndrannikan“, sagði Alo. Sam- kvæmt formælingum galdramanns- ins á ég að deyja þegar sólin er komin hæst á loft.“ „Bull,“ sagði Tim. „Þetta er ekk- ert annað en hjátrú." En Alo hristi höfuðið sorgmædd- ur. Hann trúði i blindni, eins og allir ibúar Fijiieyjanna, á mátt töfra manna. Hann trúði þvi að þeir gætu valdið dauða manna. Tim gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að koma þessari trú Alo fyrir kattarnef. En það virtist lítil eða engin áhrif liafa. Alo sat skjálfandi allan daginn. Morguninn eftir var hann svo veikur, að Watt læknir, faðir Tims, skipaði honum að vera i rúminu, og lét flytja liann i spítalann. Frh. á bls. ík. £ — Ó, blessað sjávarloftið — hvað það cr hressandi. — Ilafið þér beðið lengi — nú, er það svo? Gerið svo vel! — Mútur! Adamson lælur í minni pokann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.