Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.10.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Úr cinu i annuð Of mikil varkárni. Sagt er, aÖ aldrei sé of varlega iarið, en ungverska lækninuni dr. Kiss reyndist annað. Hann var tek- inn á götu i Budapest og fiuttur á lögreglustöðina til yfirheyrslu. En af því að hann hafði engin gögn á sér 'sem sýndu heimildir á honum, var hann látinn segja til heimilisfangs síns og maður sendur á staðinn til að ganga úr skugga um hvort hann liermdi rétt frá. Sendimaður kom aftur og sagði lækninn hafa logið til um heimilisfangið, því að hús- vörðurinn kannaðist ekki við að þekkja Kiss lækni. Síðan var lækn- irinn pindur og plágaður uns leið yfir hann. En þegar liann rankaði við sér sá hann lögregluþjón sem verið hafði til lækninga hjá honurn og gat vottað að hann hefði sagt rétt til. Var honum iþá 'sleppt. Þegar lieim kom liitti hann húsvörðinn, sem sagði honum mjög hróðugur: „Hingað kom maður frá lögreglunni og spurði eftir yður, en ég sagði vitanlega að þér ættuð ekki heima hérna, svo að þér losnuðuð við öll óþægindi." Org í undirdjúpunum. Flotastöð U.S.A. á Hawai hefir m. a. það hlútverk að taka eftir öllum hljóðum, sem heynast úr sjónum nið- ur í 21QO feta dýpi. Á hverju vori sið- ustu þrjú ár hafa lieyrst afar ein- kennileg hljóð, líkast hrotum, stunum, bauli og öskri, sem ekki er hugsan- iegt að stafi frá fiskum. Þessi hljóð eru alltaf seinni iiluta febrúar og í byrjun mars. Líklegast er talið að þau stafi ’frá hvalavöðum, því að á hverju vori sést mikið af hvölum á þessum slóðum. Bara botnlanginn! Vitið þér að það er einkum fólk milli 10 og 30 ára sem fær botnlanga- bólgu? Og að það er einkum karl- kynið sem fær hana. Áttatíu af hverj- um liundrað sem fá botnlangabólgu eru karlmenn. Botnlangabólga er orðin svo algengur sjúkdómur að i gamni skipta sumir mannkyninu í tvo flokka: þá sem hafa fengið botn- langabólgu og þá sem eiga eftir að fá hana. En annars er þessi sjúkdóm- ur ekki itil að henda gaman að, því að þrátt fyrir síaukna tækni læknis- fræðinnar deyr fjöldi fólks úr botn- langabólgu á hverju ári. Máttur auglýsinganna. Abraliam Goody fatakaupmaður i Toronlo mun ekki neita því fram- vegis að mikill sé máttur auglýsing- anna. Hann hafði sett spjald út í gluggann og skrifað á það: „Komið inn og fáið yður nýjar buxur!“ Að vörmu spori komu tveir vopnaðir menn inn í búðina, bundu Goody og hirtu 100 pör af buxum og 75 dollara úr kassanum og hurfu síðan. ið pöntuð írá útlöndum sjúkrahæli og bifreiðar með öllum tækjum til að gera uppskurði á sjú'klingum — lækn- ingastofur á hjólum. Og svo vantar læknana! Bærinn Kuwait sem nú hefir um 120.000 íbúa (en landsbúar eru alls innan við 200.000) er á eftir tíman- um og blátt áfram liættulegur lífi og lieilsu. Nú hafa verið fengnir sér- fræðingar til að gera nýja skipulags- áætlun. Nýjar, breiðar götur eiga að koma um bæinn þveran og endilang- an, skolpræsi og vatnsleiðslur og svo þarf að gera skemmtilgarða og rækta tré. Til þess að koma aðalgötunum fyrir þarf að rifa 2800 hús, en þeir sem í þeim búa þurfa að fá liúsnæði í staðinn og þess vegna var byrjað á að byggja yfir þetta fólk í útjöðr- um borgarinnar. En eitt nauðsynlegasta og erfiðasta atriði málsins er að útvega þessu fólki vatn — mikið vatn og gott vatn, og það er ekki til undir sandinum í Kuwait. OliUfélogið hefir að vísu vatnseimingarstöð, en hún nægir skammt. Og þess vegna verður að eima meira vatn — sjó úr Persaflóa. Stærsta eimingarstöð veraldar er bráðum fullgerð í Kuwait. En hún verður orðin of lítil þegar hún er fullgerð, eins og fleira í Kuwait. Framfarirnar eru svo liraðar að þær sprengja utan af sér allar áætlanir. Svona lítur landið út í Kauwait, gróðurlaus foksandur. En undir honum eru óþrjótandi olíulindir — og ekkert vatn. KR0S8GATA NR. 879 ***** wmm Lárétt: 1. og 4. stjarna þcssara kross- gátu, 10. trúir varla, 12. hreyflar, 14. viðurkennt, 16. félag, með takmark- aðri ábyrgð skst., 17. tveir samhljóð- ar, 18. handverkfæri, 19. bruðlar, 21. bráðapest, 22. ílát, 23. strit, 24. forn- fræg höfuðborg, 26. gefa frá sér sárs- aukaliljóð, 27. andvari, 28. illviðráðan- legur, 30. norrænn utanrikisráðherra, 32. veikluleg, 33. örsmæð, 34. heimt- ing, 36. svað, 38. þramm, 40. kyrr, 41. fyrirtaks drykkur, 43. brjóta á bak aftur, 44. liáspil, 46. tveir sambljóðar, 47. liandverkfæri, 48. ein Aleuteyja, 50. beitiland, 51. trédrumbar, 52. ólæti. Lóðrétt: 2. árstíð, 3. forfeður, 4. þyngd- areining skst., 5. reika, 6. lærdóms- gráða skst., 7. tók, 8. sagnmynd, 9. seinagangur, 11. nafnháttarmerki, 13. glys, 15. Eystrasaltsey, 16. lof, 17. gæfa, 19. ábendingarfornafn, 20. seppar, 21. dylja, 23. upphækkaðir fletir, 25. órak ur, 26. kvenmannsnafn, 28. ekki fært i letur, 29. fokvondur, 31. lóga, 35. blóm, 36. umdæmi, 37. forsetning, 38. vesælir, 39. þræta, 42. vatnadýr, 43. vísubrot, 45. snæða, 47. upphrópun, 48. ljótur leikur, 49. tveir samstæðir, 50. ávarpsyrði skst. Jordanskonungur leggur niður völd. Talal Jordanskonungur liggur veik- ur á taugaveiklaðrahæli i Paris og litlar horfur á að hann geti tekið við ríkisstjórn aftur. Elsti sonur lians, Hussein prins er 17 ára og ætti að réttu lagi að taka konungdóm eftir föður sinn, en litlar horfur voru tald- ar á að svo færi. í Jordan skiptast menn nefnilega á mjög harðsnúna flokka um afstöð- una til Breta. Eftir að Abdullah kon- ungur, faðir Talals dó, var Naif yngri sonur hans gerður rikisstjóri i Jordan eftir föður sinn, því að Talal lá þá á geðveikraliæli í Sviss. Talal fyllir flokk fjandmanna Breta, en Naif er Bretavinur eins og faðir hans hafði verið. Svo mikill fjandskapur var milli þeirra bræðra, að Naif flýði til Sýrlands er Talal kom heim, og gerði Talal tilraunir til að fá hann framseldan, en það tókst ekki. Nú hefir Hussein, sonur Talals, tekið við völdum, en ekki Naif, eins og sumir höfðu talið. Blindir skemmta. í París hafa blindir menn, sem kunna eitthvað til skemmtunar, stofn- að skemmtistaðinn „La Taupiniére“ og þar cru eingöngu blindir menn og konur sem skemmta. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og jafnvel dansar- ar og fimleikamenn. Eru skemmti- kraftarnir valdir úr hóp 250 blindra LAUSN Á KROSSG. NR. 878 Lárétt: 1. sltraf, 7. keila, 11. sessa, 16. klafa, 17. risar, 18. taktu, 19. rík, 20. smár, 22. sker, 24. rak, 25. efalaus, 27. stafalogn, 29. farinn, 30. staða, 31. ekla, 32. iða, 33. sleði, 34. hik, 36. Anna, 37. skóli, 38. fagurt, 41. fen, 42. slæða, 43. Tatarar, 44. að, 45. svoli, 46. Satan, 47. uú, 48. naumara, 50. hæfar, 51. api, 52. annara, 53. bólin, 54. afar, 55. ala, 56. altan, 57. SUS, 58. dáða, 60. staur, 61. þekkta, 64. ársrækt- un, 66. bakarar, 67. Nil, 68. fríð, 69. káka, 70. æði, 71. ítali, 73. latir, 75. ræman, 77. ragir, 78. gráða, 79. iðinn. Lóðrétt: 1. skref, 2. klífa, 3. rakarinn, 4. af, 5. fasana, 6. krás, 7. eir, 8. ís, 9. lastaði, 10. arkaði, 11. strá, 12. EA, 13. skrokkur, 14. stagl, 15. aukna, 21. mun, 23. efa, 26. liða, 27. stela, 28. leig- an, 30. slóði, 33. skæla, 34. liatar, 35. afana, 36. neðan, 37. slóra, 38. fatan, 39. raupa, 40. trúir, 42. svara, 43. tafin, 45. smalar, 46. sælar, 49. unaðsleg, 50. hótun, 51. afskræmi, 53. blauðar, 54. auka, 56. Attíla, 57. sekari, 58. Danir, 59. árita, 60. skr, 61. þak, 62. taðan, 63. arinn, 65. æfir, 66. bára, 69. kið, 72. LI, 74. tá, 76. æð. — manna og skiptast á uni að skemmta. Auk þess hefir blindrafélagið lióp skemmtikrafta sem fcrðast um landið og heldur skennntanir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.