Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1952, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.10.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Knútur opnaði gangahurðina. Karo hlaut að vera einhvers stað- ar úti úr því að pósturinn lá á gólfinu og hafði ekki verið hirt- ur. Tvö bréf til hans. Annað stórt. Utanáskrift: „Hr. K. Berg“, frá ritstjórn „Kvöldtíðinda". Hvað var nú þetta — hvað vildu þeir honum? Varla þurfti svona stórt bréf til að rukka áskriftar- gjaldið? Alveg rétt. Karó var úti. Káp- an hennar hékk ekki á snagan- um, þar sem hún hékk venjulega, og krakkarnir voru sjálfsagt úti á götu að leika sér. Hann urraði ergilegur: Þvílíkt hjónaband! Koma sárhungraður heim og fá ekkert að borða! Svo opnaði hann stóra bréfið og gleymdi öllu sem matur hét, og því að konan og krakkarnir voru úti. „Því miður getum við ekki tekið hjálagt handrit vegna þrengsla í blaðinu", stóð á miða frá ritstjórninni. Nú hringsnerist allt fyrir honum. Saga! Aldrei hafði hann gerst sekur um að skrifa sögu. En þegar hann fór að lesa sina eigin sögu rann bráðiega upp ljós fyrir honum. Svo að þarna voru þá vinkonubréfin hennar! Veslings Karo hans! Hann las sig bæði hryggan og reiðan, og loks vöknaði honum um augun. Vit- lausari sögu hafði hann aldrei lesið. En samt fékk hún meira á hann en heimsfrægustu sög- urnar, sem hann hafði nokkurn tíma lesið. Aumingja, veslings Karo! Var hann i raun og veru svona mikill tuddi — svona hreinræktaður í sjálfselskunni? — Nei, það mátti ekki fara eins og þarna í sögunni. Nú var allt undir honum komið. Frá því i dag .... strengdi hann heit með sjálfum sér. Og þó vissi hann að „leiðin til helvítis er lögð gullnum áformum". Svo datt honum allt í einu ágætt ráð í hug: henni veitti sannarlega ekki af svolítilli upp- örvun. Hann greip pappír og um- slag og skrifaði með óþekkjan- legri rithönd: „Þökkum söguna er þér hafið sent okkur. Ómögu- legt að Segja hvenær hægt verð- ur að birta hana. tEn eigi að síð- ur viljum við kaupa hana. — Sendum hérmeð kr. 20 — tutt- ugu.“ Hann setti enga undirskrift. Hún mundi ekki taka neitt eftir því. Svo tók hann hattinn og frakkann og flýtti sér á pósthús- ið til að koma peningabréfinu þangað áður en Karo og krakk- arnir kæmu heim. Vika var liðin og Knútur var orðinn betri eiginmaður en áður. Hann hjálpaði Karo á hverju kvöldi til að þvo upp og koma börnunum í rúmið, bera út rusl, brjóta saman þvott, berja gólf- dúka og annað þess háttar. Og Karo ætlaði varla að trúa sjálfri sér. Eitt kvöldið tók hún allt í einu um hálsinn á manninum sinum og sagði honum frá leyndarmál- inu um söguna og ritlaunin. „Hugsaðu þér — sagan hefir hjálpað mér, jafnvel þó að hún verði aldrei prentuð,“ sagði hún. „Og veistu hvað ég hefi hugsað mér? Að þú skulir fá öll ritlaun- in til að kaupa þér vindlinga fyr- ir. Því að það er víst engin kona í heimi, sem hefir eignast eins góðan mann og ég.“ Dýrt dð tdhd þdtt í hrýningu Allt það skraut og íburður sem fylgir enskri krýningu er orðið svo dýrt að margir enskir aðalsmenn, sem annars þykja sjálsfagðir að heiðra slíka athöfn með návist sinni, hafa afráðið að silja heima næsta sumar. Þvi að aðalsmennirnir eru margir hverjir orðnir fátækir vegna skattalöggjafar síðar ára, og geta því tilkynnt löglegar ástæður fyrir fjar- veru sinni. Aðalsmennirnir eru ekki venjulegir boðsgcstir heldur fá þeir skipun um að vera viSstaddir, og eina afsökunin fyrir fjarveru hingað til hafa verið veikindaforföll eða nauðsynleg fjar- vera erlendis. En við krýningu Elísa- betar drottningar í júní (næsta ár verða það talin gild forföll ef aðals- menn segjast ekki liafa efni á að koma. I>ó að sem mest sé sparað efni í 'skikkjurnar, sem lávarðarnir eiga að nota við ’athöfnina, t. d. notað kanínu- skinn í stað hermelinu, kostar skrúð- inn aldrei minna en 500 sterlings- pund á mann. Kórána heyrir til og iiana liafa ýmsir lávarðar fengið að erfðum, en sumir fargað þeim. Þeir sem 'láta gera sér nýja kórónu verða að borga 120 pund fyrir hana, jafn- vel þó að hún sé aðeins úr gylltu silfri, og svo verða þeir að borga önnur 120 pund í skatt af liöfuð- djásninu. Eh hertogar standa þeim mun ver að vigi en aðrir aðalsmenn að þeir eru skyldir til að ganga með höfuðdjásn úr ósviknu gulli — sveig gerðan úr eftirlíkingu á jarðarberja- blöðum, og slíkan sveig er ómögu- legt að fá fyrir minna en 500 pund, að viðbættum 500 pundum i skatt. En síðan 1937 hafa engir fengið hertoga- tign í Bretlandi nema menn úr kon- ungsættinni, og væntanlega hefir drotfningin einhver ráð með gull- sveiga handa þeim. Maður einn stóð mjög athugull fyrir framan eina myndina á málverkasýn- ingu. Mynd af fallegri stúlku, sem ekki hafði annað klæða en þrjú fikjuviðar- blöð. Myndin liét Vor. Konan lians var orðin leið á að bíða og loksins sagði hún: — Eftir ihverju ertu að biða. Ætlarðu kannske að verða hérna þangað til í haust, að laufin fara að falla? M 09 l«ít drengjopeysd ií 3-4 dra aukaprjón og axlirnar prjónaðar. — Fella skal 1 1. á hvorum prjón í háls- málinu, þar til 28 I. eru eftir, prjóna þá þar til framstykkið er jafnlangt og -bakið. Fell af 11—11—6 1. Ermin: Fitja upp 46 1. af rauða garn- inu á prjóna nr. 2% og prjóna 5 cm. brugðið. Fær á sokkaprjónana. Prjóna eina umferð slétt og auk um leið út, 'Svo á verði 72 1. Tak livíta garnið og prjóna mynstrið. Þegar ermin er 30 cm. cr prjónað fram og aftur með prjónum nr. 3 og felldar af 3 1. hvoru megin, svo 2 1. í byrjiln hvers prjóns, þar til 12 1. eru eftir. Fell af. Þegar prjónið er orðið slétt og jafnt við að liggja milli blautra dagblaða nokkurn tíma, er liægri öxl saumuð saman og 78 1. teknar upp i hálsmálinu á prjóna nr. 2Vi og brugðið 3 cm. af rauða garninu. Fell laust af. Brjót líninguna út á réttuna og sauma hanav niður, svo vel að varla sjáist. Á vinstri öxl eru 32 1. teknar upp að framan og prjónað með prjónum nr. 2Vi af rauða garninu 4 prjónar slétt. Á 5. prj. eru 3 I. prjónaðar slétt, 2 1. felldar af, 6 1. slétt, 2 1. felldar af, 6 I. slétt, 2 1. felldar af, 6 sléttar, 2 af, slétt sem eftir er. Á 6. prjón er prjónað slétt og 2 1. fitjaðar upp, þar sem tekið var úr áður. 7. prjónn affelling. Þá eru ermarnar saumaðar við, og tölur fest- ar á vinstri öxl að aftan. Dómarinn (við mann, sem hann hefir dæmt i þriggja ára fangelsi): — Meðal annarra orða — viljið þér ekki leigja mér ibúðina yðar? Efni: 75 gr. fjórþætt hvitt ullargarn og 100 gr. fjórþætt rautt uliargarn. Prjónar: Tveir prjónar nr. 2V2, einn hringprjónn nr. 3, einn gangur sokka prjónar nr. 12. Fjórir hnappar. — Aðferðin: * Fitja upp 90 1. af rauða garninu á prjóna nr. 2Vj og bregð 5 cm. (1 sl. 1 br.) * Fær á hringprjóninn, Endurtak frá * til * þ. e. fitja upp aft- ur og bregða. Fær það einnig á hring- prjóninn og prjóna 1 umf. slétt og auk um leið út 20 I. jafnt allt i kring. (200 1.). Tak svo hvita garnið og prjóna eftir mynstcinu. Þegar komnir eru 22 cm. er skipt, 104 1. á bakið en 96 1. að framan. Tak úr á handveg að aftan 4—4—3 1. á hvorri hlið. Þegar hand- Mynstrið: Svörtu fer- hyrningarn- ir = rautt. Hvítu fer- hyrningarn- ir = hvítt. vegurinn er 15 cm. er fellt af á öxl. 11—11—6 1. hvoru megin, 26 1. dregn- ar á band eða prjón. Að framan: Fell af 3—2—1 á hvorri 'hlið. Þegar handvegurinn er 9 cm. eru 16 1. á miðju tframstykki dregnar á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.