Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.02.1953, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN / KROSSGATA NR. 892 Vitið þér...? að auka verður rísgrjónafram- leiðslu Austurlanda um 1,3 mill- jón smálestir árlega til þess að hún haldist í hendur við fólks- fjölgunina? Rísgrjónabirgðirnar í heiminum eru litlar og í flestum þeirra landa sem búa við sult eru lítil gjaldeyrisefni til að kaupa. Nú er verið að greiða fyrir því að kaupgeta þessara tanda aukist, og um leið er verið að prófa nýjar aðferðir, sem aulca stórkostlega rísgrjónaframleiðslu beinrsins, ef þær gefast eins vel og haldið er. að forðum gat duglegur korkskeri skorið 2—3 þúsund tappa á dag? Með vélum þeim, sem nú eru notað- ar, er áætlað að maður geti skorið 15—20 þúsund tappa daglega. Aðeins 30% af korkinu sem notað er er hæft í tappa, en úrgangurinn fer ekki til ónýtis. Úr honum er gert pressukork, einangrunarplötur og ýmislegt annað. Lárétt skýring: 1. mannabústaður, 4. ávarpsorð, 7. svar, 10. heill heilsu, 12. líknar, 15. veðurátt (skst), 10. þrældómsríki í Asíu, 18. vellíðan, 19. bókstafur, 20. skel, 22. frostbit, 23. óhreinka, 24. elskar, 25. þýsk kvikmyndafram- leiðslufyrirtæki, 27. koma glundroða á, 29. keyra, 30. íshröngl, 32. bækling- ur, 33. láta í ljós óánægju, 35. gleð- skapur, 37. gefa frá sér reiðihljóð, 38. erl. fréttastofa (skst), 39. setti út á, 40. amstur, 41. fantamiðstöð í miðri Evrópu, 43. bæla við, 46. töluorð, 48. 3 'samhlj., 50. blóta, 52. bókstafur, 53. horaður, 55. snýkjudýr, 56. óþrif, 57. hrýs hugur við, 58. lengdarmál, 60. óhreinka, 62. keyrði, 63. sáðland, 64. erl. mynteining, 66. bókstafir, 67. ílát (flt), 70. ræðustóllinn, 72. ofbeldis- taka, 73. fjall við Eskifjörð, 74. beita. Lóðrétt skýring: 1. slúður, 2. bókstafir, 3. kveikur, 4. karlfuglar, 5. kyrrð, 6. sá, sem leggur sér allt til rnunns, 7. keyra, 8. ónefndur, 9. sér eftir, 10. flana, 11. kvendýr, 13. selja upp, 14. sbr. 72 lárétt, 17. handverkfæri, 18. stein- efni, 21. mjög, 24. smjörlíki'stegund, 26. herma eftir, 28. hjónavígsla, 29. for, 30. valdir, 31. vondar, 33. fuglar, 34. hindra, 36. aðferð, 37. vökva, 41. drepsótt, 42. efsta hæð hússins, 44. undir yfirborðinu, 45. kvenmanns- nafn, 47. sjúkur, 48. skóhljóð, 49. yfir- höfn, 51. annar helmingur sólar- hringsins, 53. skordýr (þf. flt.), 54. bindingar, 56. veiðarfæri, 57. keyrðu, 59. dygg, 61. mannlaus, 63. sbr. 24. lárétt, 65. fæða, 68. ldotnast, 69. alg. skst., 71. íslenskt Ijóðskáld (upp- hafsst.). í BRÚÐKAUPSPERÐ. — Hinn for- ríki, ungi jarl af Dalkeith og kona hans, Jane McNeill, sem áður var tískusýningarstúlka og er nú 22 ára, hafa verið í brúðkaupsferð suður við Miðjarðarhaf undanfarið. Myndin er tekin er þau komu við í Nizza, en þaðan var ferðinni heitið til Korsíku. UUSN k KR0SSS. NR. 891 Lárétt ráðning: 1. istofa, 5. klíka, 10. stúka, 11. árita, 13. st, 14. naga, 16. stað, 17. F. G., 19. lak, 21. áti, 22. akur, 23. aðall, 26. íran, 27. kar, 28. ófullar, 30. nnn, 31. rakur, 32. amaði, 33. ýr, 34. A. G., 36. myrða, 38. Aðils, 41. æti, 43. ritarar, 45. kát, 47. túli, 48. ratir, 49. inása, 50. att, 53. kar, 54. rt, 55. ílát, 57. nat'n, 60. K. A., 61. altan, 63. kanna, 65. ratar, 66. varna. Lóðrétt ráðning: 1. st, 2. tún, 3. okar, 4. fag, 6. lát, 7. írar, 8. kið, 9. at, 10. 'staka, 12. aftan, 13. stakt, 15. Auður, 16. salla, 18. ginna, 20. kurr, 21. Árni, 23. afurðir, 25. lamaðar, 28. ókyrr, 29. ragir, 35. mætar, 36. milt, 37. atast, 38. arinn, 39. skák, 40. stara, 42. tútta, 44. at, 46. ásaka, 51. plat, 52. æfar, 55. ýta, 56. ana, 58. aka, 59. nnn, 62. L. R., 64. NA. Þú ræður hvort þú trúir þessu! Jómfrú Anna — „Hvíta konan á Skovsbo“. Á FJÓNI, milli Odense og Nyborg, er gamalt óðal sem Skovsbo heitir. Þar hefir löngum þótt reimt. Sögu þessa óðals má rekja aftur í tímann til 12. aldar eða lcngra og kunnar ættir hafa setið á Skovsbo, svo sem Lykke-ættin. Þaðan var Niels Lykke, hinn kunni ævintýramaður, sem segir frá í leik- ritinu „I7ru Inger til Östrat“ eftir Ibsen. Enn er fólk á lífi sem getur sagt frá fyrirburðum á Skovsbo. Þær eru flestar um jómfrú Önnu, 'hvítu kon- una sem hefir gengið aftur þarna í margar aldir. Hún líður áfram um gljáfægð stofugólfin og er oft á gangi í garðinum, ekki aðeins á nóttinni heldur líka um hábjartan dag. Frú T. nokkur var gestkomandi á Skovsbo fyrir nokkrum árum. Eitt sinn var hún á gangi undir beykitrjánum í garðinifm og kemur þá á móti lienni bvítklædd kona brosandi. Frú T. stóð og glápti, því að henni þótti konan kynleg. Fatnaðurinn var frá löngu liðinni tíð og göngulagið svo létt og svifkennt. Er frú T. hafði áttað sig ætlaði hún að heilsa þeirri hvítu, en þá var eins og hún yrði að þoku fyrir augunum á henni og hvarf milli trjánna. Frúin sagði húsbændunum frá sýninni skömmu síðar en þau svöruðu: „Jú, þér hafið séð hana jóm- frú Önnu, en það skuluð þér ekki taka nærri yður, þvi að það veit á gott.“ Draugavagninn á Skovsbo sást líka oft. Þegar minnst varði ók hann skröltandi i lilaðið, og með Ijósum þegar dimmt var, en þegar komið var út til að laka á móti gestunum var hann horfinn. Sams konar vagn sást oft á Kjalbergi í Noregi, alltaf með tveim svörtum hestum fyrir, og brást ekki að skömmu síðar heyrðist manns- lát eða slysafregn. Á Skovsbo varð stundum svo mikill undirgangur, lik- ast og riðið væri húsum, að enginn þorði að hátta. Fótatak heyrðist oft úr myrkrinu, og vein og stunur, sér- staklega í „bláa herberginu“ svo- nefnda. Liðsforingjar sem lágu við á Skovsbo í stríðinu 1864 báðust hver eftir annan undan að sofa í bláa her- berginu, svo óhreint þótti þar inni. Sagan um brotnu rúðuna er kyn- legust allra þeirra, sem gerðust í bláa iherberginu. Hvernig sem á því stend- ur hél'st ein rúðan í glugganum aldrei heil til lengdar. Eftir að nýir gluggar voru settir í allt húsið 1881 fór alveg eins, rúðan á þossum stað brotnaði. Þetta er ekki einsdæmi, á Skjörring á Falstri er líka rúða, sem aldrei hélst heil. Hirðveiðimeistarafrú Ida Dinesen sagði frá því í viðtali 1943, að ekkert þýddi að setja nýja rúðu í ákveðinn glugga í Skjörring, því að 'hún brotnaði alltaf. í kjallaranum á Skovsbo er líka blóðblettur, sem aldrei hverfur. Það hefir verið reynt að þvo hann af og oft hefir verið kalkað yfir hann en ávallt kernur hann fram aftur. Um þennan blóðblett og rúðuna sem alltaf brotnar, hefir myndast þessi þjóð- saga: Eiríkur Lykke (1651—1701) hafði selt sig fjandanum. Daginn sem köliski átti að sækja 'hann læsti Lykke sig inni i bláa herberginu og bannaði þjóni sínum að koma inn til sín. En þjónninn gægðist gegnum skráargatið og sá fjandann koma inn um glugg- ann og fara að greiða Lykke með gló- andi greiðu, svo að blóðið lagaði úr liöfði hans. En nú tók fjandinn eftir auganu á þjóninum í skráargatinu og stakk það út. Lykke l'Iýði út um dyrnar með fjandann á hælunum en í kjallaranum náði kölski í bann. Lamdi hann honum við vegginn þang- að til ekkert varð eftir nema sálin og fór svo sömu leið út aftur og um gluggann isem hann liafði farið inn um. Síðan hefir rúðan aldrei baldist heil, hún springur alltaf skömmu eftir að hún er sett í. Hún: — Góði Adolf, livers vegna liggur þú með fæturna upp á bað- kersröndinni? Hann: — Manstu ekki að læknirinn sagði að ég mætti ekki vökna í fæt- urna. Palli niðar á hné föður síns: — Hvað er snobb, pabbi. — Snobb, drengur minn, er maður sem ekki vill umgangast aðra en þá, sem ekki vilja umgangast liann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.