Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.06.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Harton Estes: Úr dagbók lífsins ____10. _________________ .. i . j. . vzrsZT- •+ niður fyrir sér, en hann virtist ó- raunverulegur eins og annað. Það væri sama og sjálfsmorð. Að vísu ieið út úr ógöngum augnabliksins. En livílík leið! Dauðadómur allra áforma hennar um framtíðina. Vandræði og áhyggjur fyrir allar hennar nánustu. Jafnvel óverðskulduð klípa fyrir Guy. Það var hún, sem hafði breytst, en ekki hann, en samt mundi fólkið skella allri skuldinni á liann. Hún gat ekki slitið þau bönd, sem tengdu þau saman. Hún reyndi að vísa þessum hugsunum á bug. Ef til vill mundi allt falla í ljúfa löð, þegar þau sæjust næst. Hann hringdi um kvöldmatarleytið á fimmtudeginum. „Jæja, þá er ég kominn aftur,“ sagði hann blíðlega. „Mac bað að heilsa. Hvenær eigum við að hittast?“ „Hvenær sem er,“ sagði hún. „Þá kem ég eftir hálftíma," sagði hann. Hún flýtti sér að iaga á sér hárið og fara í græna kjólinn, sein honum þótti svo fallegur. Hún var vongóð og létt i lund. Mundi hann taka utan um hana í kvöld og segja: „Og hvað með okkur, ástin mín?“ Og aht mundi verða gott milli þeirra, betra en nokkru sinni fyrr. Hún ætlaði að gift- ast honum og eiga börn með honum. Kvöldið var drungalegt. Þau rædd- ust dálítið við. Hann kom svo með þá tillögu, að þau færu í bíó. Þau fóru á fyrri kvöldsýninguna. Hann hló ósköpin öll. Á eftir fóru þau inn á bjórstofu, af því að honum þótti bjór góður. Henni þótti liann vond- ur. Hann talaði aðallega um það, hve mikið þeir hefðu drukkið af bjór undanfarna daga, hann og Mac. Þegar heim til hennar kom, héldu þau áfram samræðum dálitla stund. Bráðlega kyssti liann hana þó liinn hefðbundna kveðjukoss og sagði: „Hitti þig á laugardaginn.“ „Nei,“ sagði hún. Hún hafði ekki ákveðið það fyrir- fram. Það kom alveg óvænt. Hún fann það innra með sér, að hún gæti ekki þolað aðra eins helgi og þá síð- ustu. ÁÐUB en liann gæti spurt, hvers vegna ekki, sagði hún: „Hvað með okkur?“ Henni var ])að þvert um geð RITHANDASMÖLUN. — Frægir ame- rískir íþróttamenn léku nýlega listir sínar í New York og vitanlega létu rithandasmalar ekki á sér standa að eignast nafnið þeirra, skrifað af þeim sjálfum. — Hér skrifar Florence Chadwick, eina konan sem hefir synt fram og aftur yfir Ermarsund, nafnið sitt á kraga lítillar telpu. c- að taka þannig að sér skylduverk lians. En ]>að varð svo að vera. Það var þögn. Eða var það ímynd- un hennar. Svo sagði hann: „Hvað áttu við?“ Hún kólnaði upp. „Ekkert," sagði liún. „Góða nótt. Þú skalt ekki koma hingað oftar, Guy.“ Hann stóð eins og trédrumbur. „Komdu ekki aftur,“ sagði hún, „nema þig tangi í raun og veru til þess að sjá mig. Ef þú kemur af 'skyldurækni, þá sé ég það á þér og rek þig út.“ Svo fór hún að hlæja. Eins og hann vissi, hvað skyldurækni væri. Nei, jafnvel það var honum framandi hugtak. Það sem stjórnaði orðum hans og gerðum, var það, hvað kæmi honum vel og hvað illa. Nei, enginn skyldi giftast Fliss einungis vegna -þess, að stjúpfaðir lians hefði peningaráðin og hefði dálæti á Cran- burn-fólkinu. „Við skulum losa af okkur öll bönd, Guy. Við skulum vera frjálsar mann- eskjur og ekki telja okkur bundin hvort öðru.“ „Nú, höfum við ekki alltaf vcrið það?“ sagði liann og virtist undrandi. BANGSI HELDUR JAFNVÆGI. — Það er nærri því ótrúlegt að hægt skuli vera að kenna birni jafn vanda- sama jafnvægislist og þessa. En eigin- lega er það illa gert að láta björn koma fram í þessum stellingum. „Eg á við það, að við verðum full- komlega frjáls. Hérna er hringurinn. Við getum byrjað að nýju eða ekki. Mér er sama, hvort verður." „Hvað er að, FIiss?“ hrópaði hann. „Ertu reið við mig út af einhverju?“ „Nei,“ sagði hún, og það var satt. Hún var ekki reið lengur. Hún var komin yfir það. „Eg er orðin leið á okkur, Guy.“ Morguninn eftir var það fyrsta, sem henni kom til hugar, að luin yrði að gera skjóta áætlun, áður en herra Sturtevard og Marcella kæmust að því, livernig málum var komið. Hún varð að leggja niður fyrir sig, hvern- ig lvún hugsaði sér að lifa án Guys. Hún yrði að liætta á bókasafninu og reyna eitthvert nýtt starf, sem gæti fallið henni betur. Guy hringdi um kvöldmat. Hann var kátur og vingjarnlegur, eins og ekkert hefði í skorist. „Það viðrar vel fyrir helgina. Eg skal sækja ])ig eftir hádegið eða livenær sem þú vilt.“ Hún svaraði: „Nei, þakka þér fyrir.“ Hann var blíðmáll og spurði hana, hvað hann ætti að 'segja Marcellu og stjúpföður sínum. FRÁ TÍÐ NAPOLEONS. — í París hefir nýlega verið haldin sýning á vopnum og búningum frá tíð Napo- leons mikla. Hér sést blaðaljósmynd- ari vera að afmynda fótgönguliðs- mann í einkennisbúningi frá Napole- onstímanum. „Þau setjast áreiðanlega að mér.“ „Segðu þeim sannleikann, ef þér finnst það ómaksins vert,“ sagði hún og skellti á. Hann hélt þa, að hún væri að gera þetta i tilraunaskyni. Nei, hún var orðin of gömul til þess að leika sér að þess háttar málum. Hún hafði elst og þroskast á stríðsárunum, meðan hann var i burtu. LAUGARDAGSMORGUNNINN var heitur. Dorothy sagði: „Ætlarðu ekki út að vatni?“ En luin gekk ekki eftir syari. Undir kvöldið gerði þrumuveður og úrhellisrigningu. Stormsveipurinn, sem J'ylgdi, var svo sterkur, úð lnisið lék á reiðiskjálfi. Morguninn eftir, þegar Fliss og Dorothy yoru úti í garði að luiga að að skemmdum, kom Lovat. „Allir óskaddaðir hér?“ kallaði hann. „Þetta var meira veðrið i gær- kvöldi. Eg hélt á tímabili, að kofinn minn mundi fjúka.“ Hann leit ú Fliss. „Hvers vegna ert þú ekki úti við vatn? Fannstu þessi veðrabrigði kannske á þér? Það kæmi mér ekki á óvart, þótt vegurinn út að vatninu væri orðinn ófær.“ Þegar FIiss rak upp undrunaróp sagði hann: „Mikil ósköp. Annað eins hefir nú komið fyrir. Manstu eftir stára trénu, sem Elanor frænku þótti svo vænt um? Það var við hliðina á kofanum. Það féll í nótt. Það væri því ekkert undarlegt þótt einliverjir RAFSTÖÐ í INDLANDI. — í Indlandi er mikil vatnsorka en hún hefir sára- lítið verið notuð. Eitt af mestu fram- faramálum Indverja er að virkja fjall- vötn og efla vél-iðnaðinn. Hér sést Pandit Nehru forsætisráðherra vera að opna nýja rafstöð í Damoderdaln- um í Indlandi. vegirnir í nágrenninu yrðu ófærir næstu daga.“ Dorothy og Lovat héldu áfram að tala um veðrið. Fliss hlustaði með Öðru eyranu. Henni kom til Iiugar, að ef til vill hefði óveðrið komið henni að góðu haldi. Það kynni að dreifa hugsunum herra Sturtevards og Marcellu. Ef til vill mundú þau tala svo mikið um veðrið, að þau gleymdu því alveg, að hún hefði ekki komið út að vatni til þeirra. Hvílik raggeit var hún? Hvers vegna að fresta því, sem varð að segja? Hún fyrirleit sjálfa sig. Hún var hugleys- ingi — skaplaus. „Eg ætla að skoða skemmdirnar i borginni,“ sagði Lovat. „Viltu ckki koma með, F'liss?“ „Jú, það vil ég gjarnan.“ Þau gengu götu úr götu og liöfnuðu loksins heima við kofa Lovats. „Komdu inn og hvíldu þig,“ sagði Lovat. „Þú hlýt- ur að vera dauðuppgefin.“ Hún gat ekki sagt, að hún væri öll í uppnámi út af einkamálum og þess vegna dauðþreytt á sál og líkama. „Loftið er sérstaklega hreint og gegnsætt eftir steypiregn," sagði Lov- at. „Þú manst, að það var rigning kvöldið, sem Guy kom heim. Hann svaf hjá mér. Morguninn eftir var allt svo sérstaklega hreint og tært. Veröldin var öll eins og nýsköpuð — fyrir okkur.“ Óþægilegar minningar streymdu fram í huga Fliss. „Hvenær ætlið' þið Guy að gifta ykikur?“ spurði hann. Hún ætlaði að fara að svara því á venjulcgan liátt — að hún vissi það ekki — en liætti við það. „Aldrei," sagði hún og stóð upp. Hún gat ekki talað um það. Það var of viðkvæmt. Hún óskaði þess, að hann hefði ekki minnt hana á heimkomu Guys, þegar veröldin var eins og nýsköpuð fyrir þau, því að hvernig var umhorfs núna? Hyldýpi tómleikans. „Aldrei?“ sagði Lovat. „Hefirðu sagt þeim það? Will frænda og Mar- cellu?“ Hún hristi höfuðið. „Þau munu reyna að telja þér hug- hvarf.“ „Eg veit það.“ „Þú ert hugrakkari en ég liélt þú værir.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.