Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.10.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JEANDARBOT: C\ ) Fangi hjartans Framhaldssag.a. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ANN heyrði skrjáfa í akasíugreinunum við þakið, þegar hann stöðvaði bifreiðina. — Greinarnar teygðu sig út yfir hvítan grjótgarðinn, þungar af bleikgulum blómum. Há hurð úr dökkum viði var í múrgarðinum. Hann tók í lásinn og gekk inn. Hann var svo óvanur starfi sínu ennþá, að viðkvæmnin hafði ekki elst af honum, og það var ekki laust við að hann kviði fyrir erindinu er hann gekk inn göngin með rauðu hellunum, undir lauf- þaki úr rósablöðum. Það var skuggsælt þarna, en til vinstri var grasflöt sem sólin bakaði. Lengst undan í ávala horninu á girðing- unni var gosbrunnur; vatnið spýttist út úr ferlegu tröllsandliti úr steini og féll glitrandi í sólskin- inu ofan í skál með hvítum vatna- liljum. Hann horfði á akasíurnar, pip- artrén og eukalyptustrén, sem reigðu sig há og mikil yfir hvítan múrinn og bar við bláheiðan him- ininn. Smekkleg garðhúsgögn stóðu á smaragðsgrænni flötinni. „Þau ríku!“ hugsaði hann með sér, brjóstumkennandi og öfundandi í senn. ,,Að liggja í letistól í svona veðri og horfa á eukalyptustré og bláan himin — vera laus við að hlaupa á milli manna og skjalla þá, blaðra og blaðra til að reyna að selja og kaupa hús........“ Eins og svo oft áður eftir frið- arárið 1945 flögraði fyrir hug- skotssjónum hans endalaus biá himinvíðátta, svífandi hvít ský og haf með krakkabátum og sveitir með brúðuhúsum og trjám. Hann heyrði surgið í hreyflinum og mundi fyrsta kviðann, þegar hann lét í loft — hvernig hann hjaðn- aði og kafnaði við meðvitundina um að enginn gæti umflúið það ó- hjákvæmiiega, jafnvel þótt dauð- inn biði hans bak við næsta ský. Að vísu hafði lífið verið honum meira virði meðan hann var orr- ustuflugmaður, sem gat reiknað út að hann ætti að minnsta kosti svo eða svo margar sekúndur ó- lifaðar, en núna, eftir að hann var orðinn ástundunarsamur fast- eignasölu-lærlingur, sem gat með sæmilegri vissu sagt fyrir að hann ætti margra ára strit fyrir hönd- um i því starfi. En það mátti ekki fara svo — hann mundi aldrei endast til að verja heilli ævi í slíkt. Hann ætlaði að hætta því undir eins og hann hefði aflað sér peninga til að halda áfram náminu. Hann beygði til hægri undir laufþakinu og kom nú inn á hlað- ið. Þar var skuggsælt og hálf- dimmt, burknar og litlir pálmar og stór ferhyrnd tjörn í miðju. Fyrra skiptið, sem. hann hafði komið þarna, var um kvöld og bunan úr gosbrunninum í miðri tjörninni hafði verið björt, þó ekki sæist hvaðan ljósið kom. í dag var gosbrunnurinn ljóslaus og hljóðið frá dropunum var líkast því sem skuggarnir væru að tala saman og að fótatak hans trufl- aði samtalið, þegar hann skálm- aði yfir rauðu hellurnar að gler- hurðinni til vinstri við tjörnina. Hann drap á dyrnar og gægðist inn um rúðuna inn í skrautlegt anddyri og um aðrar dyr, sem vissu út að svölunum! Þaðan sá • bratta grenihlíð alla leið niður að óendanlegu Kyrrahafinu. Þetta fólk átti fegursta útsýnið í Joya Hermosa, og það yrði líklega ekki erfitt að selja húsið, jafnvei ekki fyrir þetta geypiverð sem Riveroll heimtaði — 90.000 dollara. Það var aðeins ofurlítill annmarki sem allt valt á, annmarki sem Clyde hafði komist að í morgun þegar hann símaði til bankans til þess að fá upplýsingar um matsverð eignarinnar. Vægast talað furðu- legur annmarki. Fyrir handan glerhurðina sá í hafblik bak við grænar greinar trjánna. Enginn kom til dyra, og eina hljóðið sem hann heyrði í kyrrðinni var gutlhljóðið í gos- brunninum. Clyde barði aftur, fastar en í fyrra skiptið, og þreifaði eftir vindlingaöskjunni í vasa sínum. Það var ekki fyrr en honum varð litið á vindlinginn aftur, og sá að hann var reyktur til hálfs, að hann vaknaði af draumi og gerði sér Ijóst að hann hafði staðið þarna í minnsta lagi fimm mínútur og beðið eftir einhverjum, sem ekki kom. Hann tók í lásinn og fann að hurðin var ólæst, en þar fyrir var óvíst hvort nokkur væri heima. Fólk í Joya Hermosa læsti aldrei húsunum. Honum gramdist að hafa farið þessa löngu leið til ó- nýtis og sneri frá dyrunum og gek khægt til baka. Sólroðin gras- flötin var á sinum stað, en nú sá hann nokkuð, sem hann hafði ekki tekið eftir í fyrra skiptið — langa sólbakaða fætur á lágum legu- bekk úr rauðgreni, sem stóð á miðri flötinni. Svo að það var þá einhver heima. Grasið dró úr skóhljóðinu og hann kom alveg að legubekknum og nam staðar, án þess að unga stúlkan sem lá þar yrði hans vör. Enda var hún líka önnum kafin við það aðalstarf, sem ríka fólkið í Joya Hermosa stundar mest: að sólbaka sig. Eftir útliti hennar að dæma hafði hún stundað þetta starf af kostgæfni í margar vikur, því að það sem sást af henni var mahogníbrúnt. Hún lá með höf- uðið afturábak og blundaði í sól- inni, opin bók lá hjá henni og Clyde var dálítið hissa er hann las heitið: „Alþýðleg sálarfræði". Hann hafði fremur búist við að sjá reyfara eða mikið auglýsta metsölubók, en kannske var sál- arfræðin orðin nýjasta tíska hjá atvinnulausum auðkýfingum, þeir vildu ef til vill ganga úr skugga um hvers konar útskúfaðar bernskuminningar það voru, sem grófu um sig í hugskoti þeirra og flæmdu þá milli heimboðanna. Clyde hóstaði. Hún spratt upp, greip bókina og ýtti henni flóttaleg undir lærið á sér, eins og hún vildi fela hana. Augun voru stór og grá og hræðsl- an skein úr þeim er hún starði á hann. Þó hann hefði litið út eins og villimaður og komið vaðandi að henni einni um miðja nótt, mundi hún varla hafa orðið hræddari. En hann vissi að hann var ekkert illmannlegur og svo var þetta um hábjartan dag og þéttbýlt í kring. „Afsakið þér,“ sagði hann eins og sakborningur. Augun urðu köld og óvinsam- leg, hræðslan var á bak og burt, og hann fór að hugsa um hvort það hefði verið eintóm ímyndun, að honum hafði sýnst hún vera hrædd. „Ég drap á dyrnar þarna,“ sagði hann og benti með höfðinu, „en það var ekki að sjá að neinn væri heima.“ „Nei, þau eru í borginni, og Annie mun vera í garðinum hinu- megin. Þess vegna hélt ég......“ Hún lauk ekki setningunni, en stóð upp. Bókin datt niður í gras- ið og stúlkan sparkaði henni inn- undir legubekkinn með öðrum fætinum. Hvað skyldi koma til að henni var svo hugað um að fela hana, hugsaði hann með sér. Það var spurning í gráu augunum, sem horfðu á hann. Þau voru löng og skásett — eða voru það bognar málaðar augnabrúnirnar, sem ollu því að þau virtust ská- sett? Andlitið var langt og mjótt og hálsinn grannur, og munnur- inn ómálaður og líkastur því að snjall myndhöggvari hefði meitlað hann. Clyde hafði séð stúlkuna fyrr, en hann vissi ekki hvar. Eða þá að hún var lík einhverri sem hann þekkti, en hann vissi ekki hverri. Hann hefði átt að muna það, því að stúlkan var einkenni- leg. Fyrst í stað var hann ekki viss um hvort sér félli hún í geð eða hvort hún væri ljót. En þegar hann hafði horft á hana fáeinar Augun voru stór og grá og hræðslan skein úr beim

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.