Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.12.1954, Blaðsíða 6
4 FÁLKINN Gorilld-opinn - tröllkorl {rumskópna ÖFÐINGI alls apakyns heitir gor- illa og á lieima í fjöllunum kring- um Kicuvatn í Belgisku Kongó, ekki iangt fyrir vestan ensku nýlendurn- ar í Austur-Afríku, nálægt 300 metr- um yfir sjó. Þarna er fagurt landslag og að sínu leyti eins stórbrotið og þessi frægi api, sem lifir þar. Þar eru eldfjöll og egghvassir tindar, sem þokuslæðingurinn hylur annað veif- ið. Þéttur frumskógur ldæðir fjöllin langt upp i hlíðar og inni i frumskóg- inum hreyfir aldrei vind. Þarna er allt mikilúðlegt og frumtiðarlegt. Gorilla-landið er ekki stórt, aðeins 60—65 km. frá austri til vesturs og um 75 km. frá norðri til suðurs. Það er að segja kringum 40—50 þúsund ferkm. eða tæplega á við hálft ísland. Það er giskað á að kringum 20 þúsund gorillur séu í Alumbongofjöllunum og álíka margir í Mikenosfjöllum. Auk gorillanna i Belgisku Kongó eru þeir til í Franska Kongó og ennfremur er nokkur stofn á láglendi á vestur- ströndinni. Belgar hafa friðað allstórt lands- svæði til þess að gorillan eigi ein- hvers staðar friðland. Engin hætta er á að honum verði útrýmt, en þó er gott að eiga friðlandið. Þar fá ap- arnir að vera í friði fyrir veiðimönn- um og lifa og láta eins og þeim sýn- ist, en vísindamenn fá tækifæri til að kynnast lifnaðarliáttum þeirra. Hver gorillaflokkur hefir sitt ákveðna landssvæði, sem hann ver fyrir aðvífandi apahópum. Ef svo vill til að aðskoladýr koma inn i land- nám annars flokks, slær í harða brýnu. ASeins fjórar tegundir manngpa eru til í heiminum. Gorilla og sjimpansi i Afríku og orangutang og gibbonapi á Borneo. Það er sá siðastnefndi, sem sumir telja ættföður mannkynsins. FERLEG ÁSJÓNA. Vísindamenn og landkönnuðir hafa lengi forvitnast um gorilla-apann og lifnaðarhætti hans. Þeir sem stundað hafa þróunarfræði mannkynsins hafa rannsakað apana til að reyna að finna lilekkinn sem vantar — bilið milli manns og apa. En það er alls enginn hægðarleikur að kynna sér lifnaðarhætti gorillans. Enginn getur horft á gorilla án þess að spyrja sjálfan sig: — Hafa forfeður mínir litið svona út? Ekki er hægt að segja að þessi ófrýnilega skepna sé lik manni. And- litið er flatt, svart eins og gljáleður og allt í kring er liárlubbi og út úr honum sér á tvö lítil eyru. Augun eru hvöss og ógnandi. Það er engin furða þó að fóllc héldi í einfeldni sinni að þessi apategund væri kynblendingur manns og djöfuls. Varirnar eru glott- andi og hvofturinn eldrauður, víg- tennurnar stórar og hinar mjög beitt- ar. Ennið er mjög lágt en liakan fram- sett. Manni blöskrar ekki hæðin á gor- illa-apanum en hins vegar gildleikinn. Handleggir og fætur eru afar vöðva- miklir, enda eru kraftar hans ferlegir. Handleggirnir eru afar lang- ir, en fingurnir stuttir. Maginn er gríðarstór og útþaninn. En hálsinn vantar — hausinn er niðri á herð- um. Hárið á apanum er mjúkt og ullarkennt. Frændi hans, sjimpansinn, sem hefst við á láglendi í frumskógunum, er miklu snögghærðari en gorillan, sem lifir í kaldara loftslagi. Andlitið, bringan og maginn er rnjög lítið hært, en að öðru leyti er gorillan loðinn eins og björn. Kvendýrið er ljósara á litinn en karldýrið. Eftir því sem dýrið eldist breytist feld- urinn og verður stroknari en á ungu öpunum, og loks gljáandi þegar ap- inn er orðinn fullvaxta. En á gamals- aldri verður hann gráhærður, og enn grettnari á svipinn en áður. Stærstu gorillur verða tveggja metra háir og vega 250 kíló. Þessir risar eru vernd- arar liinna veikbyggðari í hópnum. Þó að gorilla-aparnir séu afar bringubreiðir virðast þeir mjög mót- tækilegir fyrir lungnasjúkdóma og oft heyrast þeir hósta. Mjög margir apar deyja af ýmiss konar sjúkdómum, fyrir aldur fram. Margir halda að vegna þess hve gorilla-aparnir eru klunnalegir muni þeir ekki geta farið hratt yfir, en það er misskilningur. Þegar api verður svo gamall að hann verður flokki sínum til tafar, og of geðvondur til að geta haldið frið hinna, skilur hann við hópinn og lifir einn það sem eftir er ævinnar. Villimenn sem eiga heima á næstu grösum við apana segja að þegar for- ingi apahóps verði gamall þá drepi yngri aparnir hann. Einnig er sagt að apar sem eru orðnir hrumir, fremji sjálfsmorð. DAGUR GORILLANS. í aftureldingu heilsar apinn fyrstu sólargeislunum með því að öskra. Svertingjarnir trúa því að aparnir reki myrkrið á flótta með þessu öskri og fái sólina til að fara á fætur. Þess vegna kalla þeir hann „Nagagi“ — sá sem rekur nóttina á flótta. — Þetta öskur er liræðilega óviðfelldið og fer gegnum merg og bein. Og samstundis er fyrsta öskrinu svarað úr öllum áttum svo að samfelldur kliður verður úr, hræðilegri en þó að maður heyrði ljónsöskur, hýenuvæl og neyðaróp pínds manns í einu. Þetta eru ægilegir morgunhljómleikar. Og svo dettur allt í dúnalogn. Aparnir byrja daginn útataðir í skít og leggur af þeim illan þef. Þeir hafa legið í sinum eigin saur um nótt- ina, cn hann er líkur fílasaur. Þegar þeir vakna er fyrst að fá sér að éta og þeir fara þangað sem þeir eiga matar von. Þeir fara að jafnaði ekki nemá 5—6 kílómctra á dag og gista á nýjum stað. Gorilla-aparnir éta ótrúlega mikið, enda er skrokkurinn stór. Þeir hafast við i þéttu skógarkjarri og liafa aðal- lega unga bambusteinunga til matar, og svo seljurætur og blaðhnappa á trjám og runnum, börk af smágreinum, villibanana og ber. Þeir eru eingöngu ítalski veiðimaðurinn Attilio Gatti með gorilla, sem hann hefir veitt. Hann var 210 cm. og vóg 310 kíló. Þessi gamli api hefir verið tíu ár í dýragarði. Hann er orðinn mæddur og súr ó svipinn. jurtaætur. Gömlu gráhærðu aparnir éta blöðin, sem ungu aparnir missa ofan úr trjánum, því að þeir eru sjálfir of gamlir og þungir til að klifra upp í tré. Aparnir drekka sjaldan eða aldrei vatn úr lækjum eða pyttum eins og önnur frumskógadýr. Á hverjum morgni eru frumskógarjurtirnar votar af dögg eða regni og vatn safnast fyrir á bambusjurtunum, og yfirleitt er það sem apinn leggur sér til munns svo safamikið að þeir þurfa ekki annað vatn. Þegar þeir koma þar sem selju- rætur eða miando, eru í jörðu setj- ast þeir flötum beinum og eru eins og istrubelgir, því að maginn nær fram á liné, þeir rífa upp rætur, flysja af þeim börkinn og éta þær svo í 2—3 bitum. Svona halda laeir lengi áfram að troða í sig stanslaust, og áður én lýkur hafa þeir étið allar ræturnar sem þeir finna. Svo urrar foringinn og allir standa upp og nú er leitað að nýjum stað. Aparnir eru alltaf í matarleit. Og þeir vilja ekki annað en jíað sem þeim finnst golt. Undir eins og allt er uppétið á einum stað er leitað að þeim næsta, því að matarlystin er óþrjótandi. MIÐDEGISHVÍLD. Gorilta-aparnir fá sér miðdagsblund. Sumir liggja ó bakið þegar þeir sofa, aðrir halla sér upp að tré og láta handleggina lafa og hausinn niður á bringu. Stellingarnar eru furðu likar mann'sins. Ungarnir sofa ekki en príla uppi i trjánum og leika alls konar hrekkjabrögð. Ef þeir eru of hávaða- samir verður gamli húsbóndinn reið ur og skammar þá, en þeir gleynia von bráðar aðvöruninni og hávaðinn byrjar aftur. Ungarnir leika alls konar leiki. Þeir elta liverjir aðra upp og niður trén, sveifla sér í vafningsjurtum, fara i feluleik og eru ótrúlega liðugir. Stund- um hoppar lítill api beint ofan á móð- ur sína, hárreytir hana og ertir hana á ýmsan hátt þangað til hún reiðist. Og þá flengir lnin afkvæmið og liendir því í háa loft. Og svo heldur liópurinn af stað eftir hvíldina og heldur áfram til sólar- lags. Að kvöldi er hann lcominn langar leiðir frá síðasta næturstað sínum, svo að það er miklu auðveldara að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.