Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 01.03.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 inn, biðja afsökunar og fara svo út aftur, en þegar hún sá sjáifa sig í spegiinum fannst henni réttast að verja síðustu frönkunum sínum til að láta þvo sér hárið. Hana langaði til að sitja og móka og láta snyrtistúlkuna fást við sig. „Hafið þér ekki pantað tíma?“ Unga stúlk- an við móttökuborðið hristi höfuðið efandi, og blaðaði í stóru bókinni sinni og kipraði varirnar. „Við höfum ósköpin öll að gera núna — vitanlega. En ... látum okkur sjá ... það er hugsanlegt að Claire geti tekið yður.“ Hún kallaði á dökkhærða, fjörlega stúlku, sem brosti vingjarnlega til hennar og benti inn í einn klefann. Það var mikið málskraf þarna í snyrtistof- unni, og þegar Agneta beygði höfuðið yfir þvottaskálina þóttist hún í vafa um að hún gæti fengið nokkra taugahvíld þarna. En það var gaman að þessu umhverfi. Þarna var spenning í loftinu, einhvers kor.ar eftirvænt- ing, sem hressti hana. Hún leit í spegilinn og snöggvast kom gamli gáskinn upp í henni og hún spurði sjálfa sig hvað það væri sem Eva Alm hefði til að bera en hana sjálfa vantaði. Engin lýti voru á ásjónu hennar, hugsaði hún með sér og athugaði gaumgæfilega hjartamynduðu línurnar í andlitinu. Og aug- un voru falleg. Stór og dökk og augnhárin löng og eðlilega dökk. Hörundið var tært og jafnt með þeim gullna blæ, sem aðeins sést á ljós- hærðum stúlkum með dökk augu. Ef til vill var munnurinn í stærsta lagi, en vægari dóm- ari en Agneta sjálf mundi hafa kallað hann mildan og viðkvæman. Og hárið var hennar mesta prýði. Það gljáði og ljómaði. Ungfrú Claire kunni sitt verk, og Agneta varp öndinni og naut þess að láta hana fara höndum um sig. „Hvers vegna er svona mikið að gera hjá ykkur núna ... ?“ spurði hún og skimaði 'kringum sig. „Það stafar af tískusýningunum, madame! Þær byrja í næstu viku og snyrtistofan okk- ar er í besta stað í tískuhverfinu. Ýmsar frægustu sýnistúikur Parísar eru staddar hérna núna.“ „Æ, segið mér frá því! sagði Agneta brennandi af áhuga. „Unga stúlkan þarna, sem verið er að laga neglurnar á, er frá Jacques Fath,“ sagði Claire greiðlega. „Og þessi dökkhærða þarna er frá Balman." Og svo hélt hún áfram að segja frá stúlkunum og lýsa þeim. „Og þessi unga, sem var að koma inn núna?“ spurði Agneta. „Hún er vafalaust kunnasta kápumyndun- HVERS VEGNA BRENNIR NETLAN? Svona spurði Nonni litli nýlegá, Hann liafði verið berfættur og stigiS á brenninetlur, er hann var úti með frænda sínnm og frænku. „Hvers vegna hún brennir?" sagði frænka, „skelfing geta börnin spurt fávislega." En þá tók frændi fram i. „Nú skal ég útskýra þetta fyrir iþér, drengur minn — þvi að mér finnst þetta alls ekki fávíslega spnrt.“ Og svo liélt hann áfram: „Leggurinn og l)löðin á brenninetlunni eru al- sett smáhárum, og þau eru af sérstakri gerð. Hárin eru mjög oddmjó en gildna að neðan og þar safn- arstúlkan í öllu Frakklandi,“ sagði ungfrú Claire drýgindalega. Agneta horfði á þær á víxl án þess að reyna að leyna forvitninni. En þá varð önn- ur stúlka til að líta á hana með ekki minni forvitni, kona sem sat rétt hjá henni. Hún var grönn og fönguleg eins og flestar hinar, en jafnframt var eitthvað njósnandi og at- hugult í augnaráði hennar. Þegar augu þeirra mættust brosti hún og kinkaði kolli eins og þær þekktust. „Afsakið þér, ungfrú,“ byrjaði hún, „til- heyrið þér líka tiskuveröldinni?" „Nei, því miður.“ Agneta brosti feimnis- lega. „En mér þykir gaman að horfa á hana.“ „Þér segið því miður. Eigið þér við að yður mundi langa til að komast þangað?“ „Ég veit ekki. Eg hefi aldrei hugsað um það.“ Agneta hló vandræðalega. „Ég mundi líklega ekki hafa neina hæfileika til þess.“ „En hún hefir réttu litina og ég held réttu málin líka — nákvæmlega þau sömu og Claudine," hélt konan áfram og sneri sér nú að Claire. „Ég tók eftir henni þegar hún kom inn. Og hún ber sig fallega líka.“ „Já, veslings Claudine!“ Claire talaði í meðaumkvunartón en virtist jafnframt vera mikið niðri fyrir. „Hún verður sjálfsagt ekki búin að ná sér þegar sýningarnar byrja.“ „Nei, en það er henni sjálfri að kenna. Þér vitið líklega að hún fótbrotnaði?" Það var ast fyrir eins konar eitur. Oddurinn er lokaður en brotnar af hvað litið sem við hann er komið. Og brotsárið er hvasst eins og gler, vegna efnisins. sem hárið inniheldur. Þess vegna geta brotnu hár- in komist gegnum hörund manns og örlitið af eitr- inu kemst inn i sárið, og þá finnur maður til sviða eins og af bruna. Það er ekkert gaman að brenna sig á netlum, en í hitabeltislöndunum eru netlur, sem bein lífsbætta er að brenna sig á. — Öll brenni- netluhár snúa upp, svo að þó að maður taki fast um netlu neðan frá og uppeftir meiðir maður sig ekki. helst á konunni að heyra, að Claudine hefði haft fótinn að láni og ekki haft leyfi til að brjóta hann. Hún andvarpaði. „Þetta er leiðinlegt fyrir herra Florian. Hann hafði látið sauma átta sýnikjóla handa Claudine — og hún átti að sýna brúðarkjólinn líka.“ „Brúðarkjólinn!“ Það var líkast og Claire fylltist skelfingu. Agnetu var skemmt en hún var forvitin um leið, og nú spurði hún hvers vegna ekki væri hægt að láta einhverja aðra sýna á sér brúðarkjólinn. Varð þögn í nokkr- ar sekúndur eftir að hún hafði spurt. Ung- frú Claire varð fyrst til að fá málið aftur. „Brúðarkjóllinn er kjörgripurinn á sýn- ingunni!" sagði hún eins og Agneta væri skólakrakki. „Hann er la grande finale — rúsínan í pylsuendanum. Enginn fær að sjá hann fyrr en á sýnipallinum. Hann er lista- verk og á að endurspegla sál og skapgerð sýnistúlkunnar. Kjóllinn nýtur sín ekki á neinni nema Claudine?* „Eða einhverri sem er lík Claudine," bætti hin við. Augu Agnetu og hennar mættust í spegl- FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. ■— Ritsfjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent. HERBERTSprent, ADAMSON Fatahengið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.