Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.11.1958, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hann lét Moore fara heim og sofa og afréð að vaka sjálfur yfir hestinum meS Mistley. Fyrst ætlaSi liann að vaka einn og lofa Mislley að sofa. Hann rápaði eirðarlaus um liesthús- ið og var alltaf að gefa Fiorie auga. Honum fannst hann vera alveg eins og hann átti að sér — en einmitt núna var eitrið að læsa sig um hestinn. Það mundi ekki drepa hann, vitanlega ekki, en það mundi lama hann og deyfa. Hann mundi ekki verða meira en fjórði eða fimmti, en af því að trú- að var á sigur lians mundi jjetta verða honum til stórtjóns og fleirum, sem trúðu á sigur hans. Og þá mundi hann aldrei geta tekið þátt i Derbyhlaupi aftur. Draumurinn um að geta eignast ættaróðalið aftur var orðinn að engu ... „Déskotans stelpan! tautaði hann. Bara að hann gæti komið lögum yfir hana og látið refsa 'henni! En samt — liann gat ekki gleymt andlitinu á henni. Það var svo skært og fallegt. Og augun í henni höfðu leiftrað af reiði þegar hann tók í hand- lcgginn á lienni og hristi hana. Hann hristi liöfuðið ... hann botnaði ekk- ert í þcssu. Hvernig gat nokkur kven maður gert sig sekan um svona lúa- legan glæp? En þrátt fyrir allt var þetta stúlka, sem ekki var hægt að gleyma. Kennedy gat ekki sofnað af áhyggj- um um Florie og sína eigin framtíð, og þess vegna lét iiann Mistley sofa áfram. Florie var ekki aðcins margra peninga virði, hann var líka lifandi vera, sem honum þótti vænt um. „Það besta við yður er hesturinn! hafði stúlkan sagt. Hvernig gat hún fengið af sér að ráðast á varnarlaust dýr? Svo hirti af degi og veðhlaupahest- urinn Florie virtist vera í besta standi. En Moore var kvíðinn. Hann var hræddur um að hesturinn mundi sting- ast á hausinn í miðju hlaupinu. Honum tókst ekki sem best að taka sprett- inn, og eftir fyrsta liringinn var Flor- ie sjötti i röðinni. En Kerry Kennedy gerði sér von um að hann mundi sækja sig á lokasprettinum — þá, ef ekki fyrr, mundi Florie sýna hvað liann gæti. Af hestaeigendapallinum leit hann yfir mannfjöldann, og allt i einu sá hann í kikinum andlit, sem hann liefði helst ekki viljað sjá í dag — stúlkuna! Hún hafði ekki augnn af Floric ... Hvað, var hún að hugsa — hverju átti hún von á? Að gæðing- urinn mundi dragast aftur úr eða steypast á hausinn. En nú var Florie þriðji í röðinni og var að sækja sig. Nú var aðeins ein umfcrð eftir og nú þaut Florie eins og ör fram úr fremsta hestinum og hélt sig hausi framar ])angað til hlaupinu lauk. Florie hafði unnið! Kerry Kennedy var máltlaus af fögnuði. Nú leit hann aftur i kíkinn og á stúlkuna. Þetla var skritið — lnin hló, alveg eins og það væri henn- ar hestur, sem liafði unnið. Falleg var hún, þessi stúlka, þrátt fyrir allt. Ef hann nú ... en á næsta augnabliki var hún horfin i fjöldanum, og um leið fann Kennedy. að hann var að hugsa um annað — en sigurinn. En hann gekk þó niður á hrautina og óskaði knapanum til hamingju og klappaði Florie. En það voru ekki allir áhorfendur þarna sem hrósuðu happi. Hodges nokkur gaf Potter nokkrum óþyrmi- legt olnbogaskot og urraði: „Þarna sérðu! Þú sagðir að við gæt- um treyst stelpufjandanum — ein- göngu vegna þess að hún var úr sveit- inni þinni! En hvað hefir hún gert við sprautuna — já, ég bara spyr? Og livað ætlar þú að gera við hana?“ Nú stóð uppá David Potter að svara. Þegar hann fór að hugsa sig betnr um fannst lionum eiginlega skritið, að stúlkan skykli alveg liafa gleymt sveitamállýskunni sinni, og þó hafði hún ekki verið i borginni nema rúmt ár. Þremur mánuðum síðar — Kerry Kenney hafði nær daglega hugsað til stúlkunnar og þess dularfulla, að Floric skyldi ekki hafa eitrast — sá hann blað á borðinu hjá sér, og þar stóð skrifað, að Wilkins íþróttarit- stjóri „Evening Post“ hefði hringt og vildi hafa tal af honum út af kom- andi veðreiðum. Kennedy hrosti — það var auðsjáanlega farið að taka mark á honum! Hann hringdi lil Wilkins, en hann var því miður nýfarinn út, sagði þægileg kvenrödd, sem svaraði í sim- ann, og spurði livort ekki væri hægt að skrifa niður upplýsingarnar, sem liann ætlaði að gefa. Hann þekkti strax röddina i sim- anum og svaraði viðstöðulaust: „Jú, % '4 £ W *# A# ^ Presturinn semur glæpareyfara Carl Greek er ckki norrænulegt nafn. En þó er þessi Greek Svíi. Og hann semur sakamálasögur. En þó er hann prestur i Jóhann- esarsöfnuðinum í Málmey — þjúnandi prestur sænsku þjóð- kirkjunnar. Að visu skrifar liann ekki reyf- arana sína undir réttu nafni held- ur undir dulnefninu Andcrs Hallén. Tvær sögur hafa kornið út eftir sira Greek undir því nafni, og heitir önnur „Ör og bogi“ og hin „Iiver og hvað?“ Þær fengu ágæta dóma og því var spáð að höfundurinn mundi liljóta varan- legan sess meðal reyfaraskálda. Sira Greek — eða Anders Hellén — er ekki eins blóðþyrstur og t. d. Agathe Christie, sem stundum drepur mann á hverri hlaðsíðu. Hann segist ekki vilja láta blóð- sletturnar sjást um alla bókina og lætur duga að eitt morð gerist i hverri sögu. Þegar hann yrkir púar liann í sifellu Capstan-tóbak. Hins vegar segist hann aldrei drekka nema einn kaffiholla i einu, en hins getur liann ekki, hve oft hann láti færa sér kaffi. Hann segist einkum liafa tekið Cliesterton og Dorothy Sayers sér til fyrirmyndar, þau séu ldassisk reyfaraskáld eins og Edgar Allan Poe og Conan Doyle. Vitanlega eru það „siðbæt- andi“ reyfarar, sem síra Greek skrifar. Og áður en þeir koma á prent les presturinn þá eins og nokkurs konar framlialdssögu fyrir sóknarbörn sín i Jóhannes- arprestakalli — einn kapitula í einu. Síðan les hann söguna fyrir starfsmann á sakamálalögregl- unni, sem hann þekkir, og lætur hann dæma verkið. Sá Sherlock Holmes, scm síra Greek notar í sögum sinum, lieit- ir Jónas Carleson — og er prest- ur. Vitur maður og mikill mann- þekkjari. Enginn getur logið að honum og honum er sýnt um að dragj á’yktanir af þvi, sem fólk sogir. Hann er starfandi prestur i litlu afskekktu kalli, þar sem „aldrei gerist neitt“. í fyrri sögunni lætur höfundur þennan prest sinn liugsa sem svo: Ég liefi verið sendur liingað sem sálusorgari, og ég veit að i söfn- uðinurn cr maður með Kains- merkið, morðingi, sem þykist vera ákaflega frómur. Ég verð að finna hann og láta liann standa reikningsskil, svo að ég geti bjarg- að honum frá eilífri útskúfun! — í síðari bókinni kemur þessi sami síra Jónas lil æskufélaga sins. Honum hefir verið gcrt orð að koma, þvi að kona félagans er nýdáin — af hjartaslagi ,er það látið heita. En margt ljótt er pískrað i samhandi við þetta, og þess vegna er hinn slungni og gagnsýni prestur beðinn að kom- ast að hinu sanna í málinu. Og gerir það vitanlega! Blaðamaður spurði síra Greek hvort sóknarbörn hans hneyksl- uðtist ekki á því, að liann léti l.inn slungna spæjara sinn vera prest. Ekki kvaðst sira Greek hafa orðið þess var, og ekki sagð- ist liann liafa feng'.ð neina áskor- un um að leggja niður prestskap sjálfur, eftir að það varð uppvíst, að það var liann sem fólst undir höfundarnafninu Anders Hellén. Hann segir þvert á móti, að hann hafi fengið margar áskoranir um að skrifa sem mest af svona sög- um, þvi að þær séu miklu skemmtilegri aflestrar en liinar svonefndu „kristilegu skemmti- bækur“, sem talsvert er gefið út af, til að forða fólki —sérstaldega unglingum — frá glæpasögunum. Síra Greek heldur þvi fram að hægt sé að nota tækni glæpasög- unnar — rauða þráðinn — sem uppistöðu i sögur, sem séu bein- línis siðbætandi. Þó segir liann, að ekki sé hægt að kalla sögur sin- ar kristilcgar í venjulegri merk- ingu þess orðs. Þó að hins vegar sé fjarri öllum sanni að kalla þær ókristilegar. Þegar hlaðamaðurinn spurði síra Greek hvort liann gæti liugs- að sér að fara eins að og ame- ríski kennimaðurinn Shcldon: að lesa skáldrit sin upphátt af pré- dikunarstólnum, svaraði prestur- inn: — Nei, ég hefi ekki þor til þess að svo stöddu, en læt mér duga að lesa sögur mínar upp á fund- um í ungmennafélaginu. Og svo vil ég bæta því við, að ég álít mig ekki svo mikið skáld, að ég hafi rétt til að hafa mig svo í frammi. Það er ekkert merkilegt við mig annað en það, að fyrir tilviljun hefi ég orðið fyrstur til þess að nota sakamálasöguna sem verk- færi til boðunar Fagnaðarerindis- ins. gjarnan — sérstaklega ef ungfrú Elsie Rann vill taka við þeim.“ Hann heyrði að hún tók öndina á lofti. Svo svaraði hún: „Ég er hrædd um að engin Elsie Rann sé hér, en þér viljið kannske tala við Elsie Palmer?" „Ágætt.“ svaraði Kennedy. „Ef ung- frú Elsie Palmer vill borða hádegis- verð með mér, skal ég með ánægju skýra fyrir henni áform min viðvíkj- andi næstu veðreiðum.“ „Hún getur liklega ekki komið,“ sagði þægilega kvenröddin. „Mig langaði líka til að fá tæki- færi til að biðja hana afsökunar,“ sagði Kennedy. Nú varð hin röddin allt í cinu blið- ari ,er hún svaraði: „Og ég vildi gjarn- an vfá tækifæri til að gefa skýringu á ...“ „Já, einmitt, en heyrið þér nú ... ég kem í bílnum mínum á morgun og sæki yður — eigum við að segja klukkan tólf? — þá gætum við horðað saman, og svo gæti ég sýnt yður nýja hesthúsið mitt á eftir. Er það i lagi?“ „I augnahlikinu veit ég ekkert, sem er í bctra lagi,“ svaraði hún. „Yður grunar ekki hve hrædd ég var þá og hve lirædd ég hefi verið síðan,“ byrjaði hún. „Ég hefi afar gaman af hestum, og einu sinni þegar ég var að viða að mér efni í grein, sem átti að heita „Hvað fólk segir á vcðreiðunum“ að ég hlustaði á tal tveggja samviskulausra bófa, Hodges og David Potter. Þeir höfðu ekki hreint mél í pokanum. Mér varð það Ijóst undjr cins, og svo langaði mig til að grennslast nánar um þá — frá blaðamanns sjónarmiði, skiljið þér. Mér tókst að afla mér upplýsinga um David Potter, livaðan hann væri og þcss háttar — og síðan var hægðar- leikur að gabba liann með því, að ég væri úr sömu sveit og hann. Ég gcrð- ist kunningi lians til þess að grensl- ast um hvað þessir bófar liefðu fyrir stafni. Og ]ieir sögðu mér von hráðar leyndarmál sín — David Potter trúði mér eins og nýju neti — og ég lést taka að mér að gefa veðreiðahesti eit- ur — hvaða hestur það átti að vera, vissi ég ekki þá. Það sem fyrir mér vakti var að getn skrifað eftirtektar- verða afhjúpunargrein í blaðið. .Tæja, svo vitið þér hvað siðar gerðist. Inni- iialdið úr sþrautunni fór á hesthús- gólfið — og ég var hrædd og þagði eins og mús! Hugsum okkur að ég hefði verið staðin að þessu! Allir mundu hafa haldið ... jæja, og siðan hefi ég hugsað til yðar með angist og skelfingu." „Og ég hefi hugsað til yðar án ang- istar og skelfingar,“ sagði Kennedy. „Og nú þegar ég veit hvillkan greiða ])ér hafið gert mér ... nú er ég hrædd- ur um að ég gleymi aldrei livernig ég liagaði mér.“ Hún hló. „Þér höguðuð yður alveg rétt — ég mundi liafa gert cins, ef ég liefði verið í yðar sporum. En ég varð að þykjast móðguð, af þvi að ég var kvenmaður. En nú langar mig til að sjá hesthúsið yðar, úr því að þetta er allt afstaðið. Ég hefi ekki jafn mikið gaman af neinu og blessuð- uin hestunum.“ „Sama segi ég,“ sagði hann og hugs- aði með sér um leið: Nei, eitt verð ég að taka undan!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.