Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.02.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN BERNARD SHAW Var feiminn í æsku, síðar afbragðs ræSumaSur, stórmenni og stór- skáld. ÆtlaSi aS verSa hundraS ára. ÞaS brást, en humor hans lifir margar aldir. Bernard Shaw við dyrnar heima hjá sér. Hann liafði verið veikur um tíma og gengur við tvo stafi. EGAR George Bernard Shaw varð níræður, sagði hann við blaðamennina, sem komu til að hafa tal af honum: „Komið þið heldur þegar ég verð hundrað ára. Það tekur því ekki að vera að skrifa um níræðisafmæli.“ Hann var svo staðráðinn á að verða 100 ára, að margir trúðu að hann yrði það. En ef hann hefði mátt mæla eftir að hann var dauð- ur, hefði hann líklega sagt: „Þarna lék ég laglega á ykkur!“ Bernard Shaw var þó löngum ellilegur, og átti skeggið sinn þátt í því. í fjörutíu ár hafði hann verið líkur því sem hann var síðustu árin sem hann lifði og skeggið varð snemma grátt. Allir kannast við George Bernard Shaw. Hann er svo frægur að þeg- ar talað er um hann er hann ekki nefndur fullu nafni, heldur aðeins með skammstöfun — G.B.S. Aðeins einn maður annar var nefndur á þann hátt — F.D.R. Franklin Delano Roosevelt. En fleira er ekki hægt að tína til, sem sameiginlegt hafi verið með Bernard og Roosevelt, þeim ágætu mönnum. Báðir voru frægir, hvor á sínu sviði, en þeir voru afar ólík- ir menn. George Bernard Shaw er einn merkilegasta persóna, sem hægt er að lesa um í bókmenntasögunni. Æfi hans er svo rík að andstæðum, að furðulegt má heita, að þær skuli hafa rúmast i sama manninum. Það er fróðlegt og gaman að lesa æfi- sögu hans, — en það hefur stund- um verið erfitt að lifa æfina sem hann lifði. Bernskuheimili hans var fátækt. Faðir hans var að visu af ríku fólki kominn, en hafði verið gerður arf- laus af móður sinni. því að, henni líkaði ekki konuefnið sem faðir Bernards kaus sér. Þess vegna varð George Bernard að fara að vinna fyrir sér ungur og þegar hann var 15 ára var hann kominn í skrif- stofu í Dublin. Þegar hann var tvítugur fluttist hann til London og fékk atvinnu í Edison-talsíma- félaginu þar. En skrifstofuvinnan var eitur í hans beinum. Á heimilinu, sem hann ólst upp á, hafði allt snúist um listir — bókmenntir — tónlist. Hann las allt sem hann komst yfir. Shakespeare og Biblíuna, Byron — Sheyy — Dickens og fleiri höfunda hafði hann lesið milli spjaldanna þegar hann var tíu ára, og tvítug- ur hafði hann kynnst öllum meiri háttar klassiskum bókmenntum. — Hann var hugfanginn af flestu sem hann las, það vakti hugmyndaflug hans og hann lifði sig inn í það. Hann lifði í einskonar draumaver- öld bókmenta og lista, vísinda og trúbragða. Hann var ekki nema 24 ára þeg- ar fyrsta bók hans kom út, en síð- an liðu 24 ár þangað til hann varð kunnur sem rithöfundur í Englandi, og enn allmörg ár þangað til hann varð heimsfrægur. Hann skrifaði öllum stundum. Hann setti sér fyrir: skrifaði 5 blöð á dag, hvort sem honum var það ljúft eða leitt — 5 blöð — hvorki meira né minna, og Shaw sagði: „Það var enn svo mikið af skrif- stofuþrælnum í mér, að ef síðasta blaðið endaði í miðri setningu, lauk ég ekki setningunni fyrr en daginn eftir.“ Hann samdi margar skáldsögur og sendi forleggjurum í Englandi og Ameríku. Þeir endursendu handritin — hvert einasta — en sumir létu þess getið, að þeir vildu gjarnan líta á næstu tilraun hans á höfundarbrautinni. En því meira sem hann skrifaði því öndverðari urðu þeir honum, þó að þeir viður- kenndi að hann væri mikill hæfi- leikamaður sem skáld. En það voru skoðanir hans, sem forleggjararnir vildu ekki fallast á. George Bernard Shaw hugsaði nefnilega um fleira en skáldskap um þetta leyti. Hann hugsaði um pólitík og stefna hans var ekki öldungis í samræmi við skoðanir forleggjaranna. Hann fór að gefa út pólitíska ritlinga, sem þóttu ærið róttækir og hann talaði á fundum róttækra félaga og varð frægur óróðursmaður. Hann setti ekki fyrir sig þó þetta bakaði honum óvikl stóru forleggjaranna. Orðtak hans var: „Listin er til lífsins vegna. Ég mundi ekki hii'ða um að skrifa nokkra línu listarinnar sjálfrar vegna.“ En honum fannst hann hafa hlut- verki að gegna í þjónustu lífsins sjálfs, og yrði að beita hæfileikum sínum þannig, að mannkyninu yrði að notum. Hann vildi gagna og gleðja, en ekki eingöngu gleðja. En erfitt átti hann. Alltaf var hann peningalaus, og oft átti hann ekki fyrir burðargjaldi undir hand- ritin, sem hann sí og æ var að senda forleggjurunum. Og svo hafði hann samviskubit út af því að hann gæti ekki styrkt fjölskldu sína, maður á besta aldri, en hún var styrktar þurfi. Það varð öfugt: fjölskyldan varð að miðla honum, og Shaw játar það sjálfur: „Ég kastaði mér ekki út í baráttuna fyrir tilverunni. Ég kastaði henni móður minni þang- að.“ Fötin hans gauðslitin, göt á skó- sólunum, já, meira að segja á rass- inum á buxunum. En oft sást hann um þessar mundir standa á götu- hornum, eða í einhverjum garðin- um og halda áróðursræður. Það var ekki neitt sérstakt, sem hann var að berjast á móti — hann barðist á móti öllu, vildi breyta öllu. — Stofnunum, trúarbrögðum, sosíal- ismanum, hjúskaparlögunum — öllum gömlum erfðavenjum. Og hann talaði enga tæpitungu þegar hann var að prédika. Hann var gífuryrtur, og það er hugsanlegt að leikrit hans hefðu orðið enn betri en þau eru, ef hann hefði stillt meira í hóf. Loksins kom sigurinn og það má segja að hann hafi verkað aftur fyrir sig. Allt í einu skildist fólki hve glæsilegur höfundur Bernard Shaw var, hve skemmtilegur hann gat verið og hve hnyttnar og neyð- arlegar setningar hann gat sett saman. Nú gat fólk ekki staðist rit- töfra þessa uppreisnarmanns. Hverju var þessi mikli sigur að þakka? Fyrst og fremst því að hanií var svo hressilega óvæginn og Pósturinn keraur til Shaw daginn sem hann varð níræður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.