Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 4

Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 4
egar Jeane var tuttugu og eins árs giftist hún James L. Dixon, sem þá var meðeigandi í gríðarstóru bílasöiu- fyrirtæki í Los Angeles. Skömmu síðar átti kristalskúlan sinn þátt i að bjarga lífi eiginmanns hennar. Styrjöldin í Evrópu var hafin. Dixon flutti til Detroit til að vinna að áætlunum um hervarnir og þurfti oft að ferðast milli Detroit, Chicago og New York. Morgun einn er Jeane sat í djúpum hugleiðingum með kristalskúluna fyrir framan sig sá hún flugvél steypast til jarðar í logahafi. Þegar maður hennar kom heim eftir há- degið til að pakka niður fyrir flugferð til Chicago sagði Jeane honum frá sýn sinni og grátbað hann að fara heldur með I seinasta blaSi v-tr sagt frá spádóm- um Jeane Dixon um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta sem hún sá fyrir allefu árum áður en það var framið, og hinum árangurslausu tilraunum hennar til að af- stýra ógœfunni, viðvörun hennar til Carole Lombard sem kvikmyndastjarnan sinnti ekki, uppvaxtarárum hennar og kynnum af gömlu sígaunaspákonunni sem gaf átta ára telpunni kristalskúlu og sagði við hana: „Ógnvœnlegar sýnir munu opin- berast þér, því að þú berð öll tákn sjáand- ans í lófa þínum”. Lesið um samtöl hennar við Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta og spá- dómana um kommúnískt Kína, aðskilnað Indlands og Pakistan, morðið á Gandhi og fleiri stórviðburði á sviði heimsmál- anna. lest. Hann maldaði í móinn, en hún lét ekki undan. Loks sam- þykkti hann að nota ekki flugmiðann. Flugvélin sem hann átti að fara með hrapaði spölkorn fyrir utan Chicago, og allir farþegarnir fórust. Dixon gleymir þessum atburði aldrei, og hann játar með brosi á vör: „Eins og flestaltír eiginmenn fer ég eftir ráðlegg- ingum konunnar minnar — þó að ég vilji ekki alltaf láta hana vita af því.“ Smám saman breiddist orðrómurinn um hina undraverðu hæfileika Jeane Dixon út um alla Ameríku. Þau hjónin fluttu til Washington í lok stríðsins, Dixon vann að fasteigna- kaupum á vegum hermálaráðuneytisins og Jeane bauð sig fram til að skemmta hermönnum líkt og margar frægar leikkonur og söngkonur. En í stað þess að lesa upp eða syngja gerði hún það sem henni lét bezt — spáði fyrir hermönnunum. Hún varð miðdepillinn í hverju samkvæmi sem haldið var fyr- ir þá; hvenær sem hún var nærstödd gleymdist allt annað og eftirvæntingarfullir áheyrendur þyrptust að henni. Eitt sinn snerti hún fingurgóma þáverandi varaforseta, Harry S. Truman, og sagði: „Það er Guðs vilji, að þér verðið forseti Bandaríkj anna. “ FeigðarhugboS Roosevelts Seint á árinu 1944, rétt eftir að Franklin D. Roosevelt var kjörinn forseti í fjórða sinn, var Jeane Dixon boðin til Hvíta hússins. Kvenrödd í símanum sagði: „Forsetinn myndi hafa ánægju af að eiga við yður samræður." Og það var ákveðiíj, að hún kæmi klukkan ellefu um morgun. Jeane tók kristals- kúluna með sér, en af því að hún var of stór til að komast í veskið hennar lagði hún silfurrefaskinn yfir handlegg sér til að hylja hana. Henni var vísað inn í sporöskjulagaða stofu þar sem for- setinn sat við skrifborð. Hann leit upp, reisti sig upp til hálfs með vöðvamiklum handleggjunum, brosti hlýlega og sagðí: „Góðan daginn, Jeane. Það var fallegt af þér að koma.“ Hann bauð henni sæti við skrifborðshornið og þau töluðil lauslega um veðrið svolitla stund. En Jeane fann „einmana- kennd streyma frá honum“ til sín, og það var eins og áhyggj- ur alls heimsins hvíldu á breiðum herðum hans þótt hann væri glaðlegur í viðmóti. Loks stóðst hún ekki lengur mátið og sagði: „Herra forseti, stundum er viturlegt að biðja um leiðsögn þegar maður er í vanda staddur." Roosevelt andvarpaði um leið og hann svaraði: „Maður hefur aldrei nógan tíma, jafnvel þegar bezt lætur. Hvað á ég langt eftir til að Ijúka þeim verkefnum sem ég hef tek- ið að mér?“ „Má ég snerta fingurgóma yðar?“ spurði hún. Hann rétti fram stóra hönd sína. Þegar hún skynjaði svarið reyndi hún með öllu móti að beina samræðunum í aðra átt. En Roose- velt heimtaði að fá að vita eins og var, og hún svaraði með tregðu: „Sex mánuði í mesta lagi.“ Það varð dauðaþögn í herberginu. Jeane segir: „Ég fann, 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.