Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Síða 22

Fálkinn - 03.08.1965, Síða 22
Hvafi er Marimekko? Það er fyrirtæki konu nokkurrar í Finnlandi, sem selur kjóla og þvilíkt utan á kvenfólk, en ætlar sér jafnframt að umsnúa veröldinni ögn, — þ. e. a. s. íbúum hennar, þó svo, að hún nái ekki til margra, ef allt mannkyn er haft í huga. Þessi kona, sem einu sinni ætlaði sér að verða rithöfundur, en lenti í því að skrifa lélegar blaðagreinar og týndi andagiftinni, réðist í það að lita kjóla- efni og selja kvenfatnað, sem þótti með afbrigðum skrítinn en hefur nú hlotið frægð víða um lönd, ýmist af endemum eða ágætum. Kjólarnir hennar eru ým- ist eins og pokar eða þríhyrningar, stundum úr kátlega litum bómullarefn- um eða klæði með ýmis konar dúskum eða kögri neðan til eða einhvers stað- ar. Þessi manneskja hefur ekkert lært, sem réttlætir stöðu hennar í heimi fata- kaupmanna og tízkukónga. Hún kann hvorki teikningu né saumaskap betur en aðrar ómenntaðar konur í þeim greinum. Þó hefur hún orðið vellrík á að selja fatnað, sem búinn er til eftir hennar eigin höfði. Þetta er víst talsvert i thyglisverð kona. Hún er nógu rik og voldug til að þora að vera feit, þótt hún sé drottn- ing í „tízkuheimi“, þar sem „lögboðið“ er að vera sem líkust beinagrind; hún lætur gesti sína fara í þægileg heima- föt, — eins konar náttföt —, í kvöld- boðum, hún spriklar í sjónum, þegar henni sýnist og sendir gesti og gang- andi í gufubað, — enda býr konan í Finnlandi, þar sem það er víst talið flestra meina bót. Forvitni mín vaknaði, þegar ég frétti, að Sigrún Gunnlaugsdóttir, eigandi Dimmalimm á Skólavörðustíg, væri ný- komin heim úr ferð til Finnlands, þar sem hún lenti í helgarboði Armi Ratia, — eiganda Marimekko, þar sem sagt var, að gestirnir allir hefðu klæðst „náttfötum“ og legið á púðum á gólf- inu í stað þess að sitja á stólum „að Vesturlandasið". Þegar ég síðar komst tii þess að tala um þetta við Sigrúnu, staðfesti hún þetta allt saman, en svo fórum við að tala um annað upp úr því — eins og gengur með kvenfólk. Sigrún var sjálf í Marimekko-kjól, víðum poka, — og henni leið greini- 22 lega ágætlega. Margir mundu vilja halda því fram, að þessir kjólar líktust engu meir en tækifærisflíkum, en hverju skiptir það? Til hvers eru fötin? Eru þau til þess að skýla likamanum eða eru þau til að hylja nektina? Það fer kannski mest eftir veðurfari, — en óneitanlega er það dálítið freistandi að bregða yfir sig kátlega litum poka, sem hindrar hvergi hreyfingar manns, í stað þess að ganga í fötum, sem meira eða minna eru til trafala í daglegu lífi, og engu leyna, hvorki vondu né góðu, í vaxtarlaginu. Og Armi Ratia heldur þessu m. a. fram: ★ Konur hafa kynþokka — en kjól- ar ekki. ★ Húsgögn skapa ekki heimili, — heldur birtan, hljóðin, bökunar- feit eða grönn, stutt eða löng, — það skapi þá æskilegu fjölbreytni, sem skaparinn ætlaðist til. Hún telur pers- ónutöfrana felast í skapgerðinni en ekki líkamanum, og hún telur ósamlyndi og óhamingju manna stafa að meira eða minna leyti af því, hve öllum liggur á, og hve menn þekkjast lítið. Þess vegna ætlar hún að byggja dálítið þorp fyrir starfsmenn sína 70 kílómetra frá Hels- inki, þar á að vera dálítið torg, þar sem allir þorpsbúar geta setið á fögrum sumarkvöldum og virt hvern annan fyrir sér, svo að úlfúð vaxi ekki með þeim af misskilningi. Svona er þessi Armi Ratia úti í Finnlandi. Sigx-ún er ekki orðin svo rík, að hún ætli að byggja þorp á næstunni, — hef- lykt og búsýsla. Þess vegna býr hún í voða stórri höll eins og drottning, — en í setustofunni eru engir stólar, — aðeins koddar, sem hver og einn gestur getur legið eða set- ið á og fært til, að vild sinni. Hún æsk- ir þess, að gestir hennar gangi í víðum og þægilegum fötum, sem hún afhend- ir þeim við komuna. Það telur hún stuðla að vellíðan þeirra í boðinu. Hún krefst þess, að hver og ein kona fái að vera í laginu eins og henni er eðlilegt; ur kannski ekki einu sinni svo mikið á prjónunum sem að umsnúa heiminum örlítið. Hún er bara svona kona, sem á búð, — sem hefur gert margt skemmtilegt í höndunum, sem játar, að hún sé orðin því svo vön að vinna utan heimilis, að hún geti ekki hugsað sér að setjast um kyrrt heima, — en hún lætur sér detta svo margt í hug, að hver veit, hvar það endar. — Kannski verður hún búin að koma því í kring innan tíðar, að konurnar gangi í víðum kjólum, hætti öllum megrunarkúrum og spili hver á sína strengi, —sjálfum sér til ánægju og skapara sínum til dýrðar? — Eru Marimekko-kjólarnir tízku- fyrirbrigði eða tækifærisflíkur? Ég spyr, þótt ég viti, hverju þú munir svara. — Getum við ekki sagt, að Mari- mekko, — þ. e. kjóll á Maríu —, sé viss tegund fatnaðar, sem á að vera óháður tízkunni, sem á fyrst og fremst að vera þægilegur og hentugur. Kannski hefur „kjóllinn á Maríu“ að einhverju leyti orðið til sökum breyttra þjóðfé- lagshátta? — Það er orðið svo algengt nú á tímum, að konur vinni utan heim- ilis við ýmis störf. Það ríður því á því fyrir þær að geta fengið sér föt, sem hæfa bæði heimili og vinnustað, — sem þola vel þvott og hreinsun, því að margt getur komið fyrir vinnuföt bæði á opinberum vinnustað og í eldbúsinu. — Sniðin á þessum kjólum eru miðuð við það, að konan geti hreyft sig ó- FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.