Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 29

Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 29
hann. „Það er vinnudagnr hjá ohkur báðum á morgun." Hún brosti til hans, ekki laust við beiskju. „Og svo íór gifti maðurinn," sagði hún. Því miður, Shoo, hugsaði hann, því miður, en þessu lauk sömu nóttina og það byrjaði, og síðan eru tvö ár. Þau stóðu þegjandi hlið við hlið. Svo færði hann sig frá henni. i„Já, hann fer víst, Shoo. Þakka þér fyrir allar .... “ „Þakkaðu mér ekki, Jiggs, ég ætla ekki að þakka þér.“ iHann opnaði dyrnar hikandi og fór hjá sér yfir að kveðja svona. „Góða nótt, Shoo.“ „Vertu sæll, Jiggs," leiðrétti hún lágri röddu. „Sæti drullu- sokkurinn rninn." —x— Jiggs varð ekki svefnsamt i hptelherberginu um nóttina. Hann fór á fætur kortér fyrir átta, þvoði sér, rakaði sig og klæddist, fór niður í morgunmat, en ákvað svo að hringja fyrst til Hvíta hússins. „Góðan daginn, herra minn, þetta er Casey of- ursti,“ sagði hann, þegar Lyman var kominn í símann. „Mér gekk bara vel. Þetta verður töluverð skýrsla hjá mér, þegar ég kem.“ „Gerðu það, sem þú getur." Rödd Lymans var gersamlega hljómlaus. „Það, sem þú með nokkru móti getur. Paul Girard er dáinn." FIMMTUDAGSMORGUNN. Jordan Lyman lagði símann á. Hann hafði varla tekið eftir því, sem Casey sagði. Hann tók aftur að einblína á gulan pappírsmiða, rifinn af fréttafjarritaranum í skrifstofu Franks Simons blaða- fulltrúa. ' Madrid. — Fjörutíu og átta manns, þeirra á meðal hátt- settur embættismaður í Hvíta húsinu, biðu bana snemma i i morgun, þegar þota frá Trans- , Ocean flugfélaginu fórst í klettum Guadarramafjalla, norðvestur af Madrid. Paul Girard, fjörutíu og fimm ára gamall viðtalafull- ; trúi Lymans forseta, var með- , al 20 Bandaríkjamanna, sem ; talið er að beðið haf i bana í slysinu. Vélin, sem var á leið r til New York og Washington, , rakst á fjöliin og sprakk í loft j upp skömmu eftir að flugmað- , urinn tilkyrinti í talstöðina, að orðið hefði vart vélarbilunar , og hann ætlaði að snúa aftur til Madrid. Yfirvöldin skýrðu svo frá, að enginn þeirra, sem i vélinni ' voru, hefði komizt lífs af. Lög- regla og björgunarsveittir leita í brakinu, sem dreift er yfir stórt svæði, að líkum farþega. Starfsmenn flugfélagsins gátu ekki að svo stöddu neitt sagt um orsök slyssins. Lyman fannst hann vera að fá aðsvif. Ég veit ekki hvernig ég get farið að án hans, hugsaði hann. Hann sá fyrir sér stórt og ófrítt höfuð Girards, sá bros hans, í senn hlýtt og kaldhæðið; heyrði hann fara hryssingsleg- um og skynsamlegum orðum um þetta voðalega Scott-mál. 1 eyr- um hans hljómaði röddin eins og hann heyrði hana í símanum kvöldið áður. Nú var Paul far- inn, og með honum fóru sönn- unargögnin. Fyrirgefðu mér, Paul, hvar sem þú ert, hugsaði Lyman, fyrir að nefna sönnunar- gögnin í sömu andránni. En missir þeirra hefur gert vand- ann næstum óleysanlegan. Forsetanum lá við að fyllast skelfingu. Hann þarfnaðist ó- yggjandi staðreynda til að ganga milli bols og höfuðs á þessu, en hvar var þær að fá? Og hvar var Ray Clark? Ekkert orð hafði heyrzt frá Ray síðan þeir skildu á þriðjudagskvöld. Hann fann til sama fiðringsins í magan- um og hafði lamað hann í Kór- eu. Hvers vegna hafði Clark ekki hringt? Honum var rórra, en þó var hann ekki kominn í jafnvægi, þegar Todd kom inn í skrifstof- una hálftíma síðar. Þeir höfðu skipzt á gamanyrðum í gær- kvöld, þegar Lyman hringdi í hann eftir skýrslu Girards frá Gíbraltar. Nú var Todd alvöru- gefinn, eins og forsetinn. „Nú er illt í sjóinn, herra forseti," sagði hann. „Hroðalegt," svaraði Lyman. „Efastu kannske enn, Chris?" „Ekki eftir það sem Girard sagði í símanum," sagði ráðherr- ann. „Bara að við vissum hvað Barnswell sagði honum." „Við ættum kannske að senda Corwin til að tala við hann aft- ur?“ Todd hristi höfuðið. „Ég hef meiri reynslu af tregum vitnum en svo, herra forseti. Upp úr þvi væri ekkert að hafa. Barnswell veit um dauða Girards. Sé hann eins lævís og sagt er, tæki hann komu annars sendiboða frá þér sem merki um fát og gengi rak- leitt í lið með Scott.“ Forsetinn leið á fjármálaráð- herra sinn dapur á svip. Todd lét það eftir sér að brosa dauf- lega. „En skattaframtalið hennar ungfrú Segnier, það er stór- merkilegt, Jordan." Todd laut áfram. „Það sem máli skiptir var lesið fyrir mig í simann áð- an, og plaggið sjálft kemur eftir hádegið frá skrifstofunni í New York. Þvílíkt og annað eins — kvenmaður, sem reynir að draga þrjú þúsund dollara frá skatti vegna risnu við Scott hershöfð- inga. Það nægði til að méla hann.“ Lyman brosti vorkunnlátur við lögfræðingnum, eins og væri hann yngri bróðir. Honum létti ofurlítið við átakið, sem þetta kostaði hann. „Chris," sagði hann lágróma, „það er nauðung. Þú heldur þó ekki að ég noti mér slíkt til að verja embættiseið minn, er það?“ „Herra forseti, þegar uppreisn er annars vegar, myndi ég nota hvað sem hönd á festi." Esther Townsend hafði komið inn án þess þeir yrðu hennar varir. „Herra forseti, fyrirgefðu,“ sagði hún. „Burton ráðherra er í símanum. Hann segist verða að taia við þig. Hann segir, að þess- ar breytingar á tryggingarlög- unum séu að komast i eindaga. Hann sekir þetta sé bráðnauð- synlegt." „Þýðingarmikið — ekki bráð- nauðsynlegt, ekki í þessari viku. Ég geri hvort sem er ekkert fyrr en ég fæ skýrslu frá fjár- lagaskrifstofunni. Hann verður að tala við þá þar.“ Esther kinkaði kolli og sýndi á sér fararsnið. 1 dyrunum sneri hún sér við og sagði: „Herra forseti, Burton ráðherra er bara einn af á að gizku tuttugu, sem hafa símað. Ég hef ekki ónáð- að þig með hinurn." „Já, ég veit. Ester, og þakka þér fyrir,“ sagði Lyman. „Vertu nú góð stúlka og láttu þér hug- ÓEPA AÐ £6 ZKYIP/ HALQA M> E/A/HV£K \f/£Rt / SKÚPNUAn ! kvæmast eitthváð failegt tií að segja við Tom Burton." Todd reis á fætur. „Það er kominn timi til að draga upp stormfánann, herra forseti. Ég fer í mína skrifstofu að útbúa áætlun. Ég íinn á mér, að við getum þurft að hefjast handa í kvöld.“ „Hvernig?" „Það er nú einmitt það, sem ég ætla að velta fyrir mér.“ Lyman hvessti augun á skjala- bunkann hægra megin á skrif- borði sínu — pappírsvinnu for- setaembættisins, sem hann hafði ekki snert á síðan á mánudag. Þarna voru stöðuveitingar og nokkrar minniháttar forsetatil- skipanir, sem biðu undirskriftar hans, minnisblöð frá utanrikis- ráðuneytinu, sem hann þurfti að fara yfir. Forsetinn skrifaði nafn sitt á efsta plaggið og færði það vinstra megin á skrifborðið. Hann var að seilast eftir næsta skjali, þegar Esther kom inn. „Það er Saul Lieberman," sagði hún. „Hann sagði, að það væri mikilvægt að hann -næði fundi þínum þegar í stað. Ég ýtti ekki undir hann.“ Lyman hikaði aðeins andartak. „Ef Saul segir að það sé mikil- vægt, þá er það rétt. Segðu hon- um að koma hingað tafarlaust." Saul Lieberman var æðsti mað- ur leyniþjónustunnar. Hefði Ly- man fyrirskipað embættismönn- um sínum að ganga undir gáfna- próf, er enginn vafi á, að Lieber- man hefði reynzt tuttugu stig- um hærri en nokkur annar. Hann óx upp í fátækrahverfum De- troit, en var nú orðinn milljón- ari og ber menjar uppvaxtar síns á óheflaðri framkomu, sem hann virtist hreykinn af, því hann naut þess að ganga fram af hefðarfrúm höfuðborgarinnar með götuorðbragði æsku sinnar, „Hvernig líður einkanjósnara mínum?" sagði Lyman, þegar Lieberman strunsaði inn, tíu mín- útum síðar. „Hryllilega, herra forseti. Það var reiðarslag, að frétta um Paul. Trúðu mér, ég hefði ekki farið að ónáða þig, ef mikið lægi ekki við.“ „Allt í lagi, Saul, ég skil.“ „Mér veitti ekki af að fara á hressingarhæli, eftir allt sem yfir mig hefur dunið í morgun. Líttu á þetta." Hann dró blað upp úr jakka- vasa sínum og renndi þvi yfir skrifborðið til forsetans. Þetta var kort af Rússlandi. Við stað í Síberíu hafði einhver sett kross með rauðri krít. „Þetta er Jakútsk," sagði Lie- berman, „og fréttirnar eru slæm- ar. Feemerov er að byrja að setja saman Z-4 i Jakútsk." Lyman starði á leyniþjónustu- stjórann. Z-4 var rússnesk hlið- stæða Olympus, bandarísku eld- flaugarinnar með nevtrón- Framh. á bls. 35. FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.