Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 30

Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 30
ÞEGAR við lítum aftur til ársins 1964, þá munum við ekki aðeins minnast þess, að þetta var viðburðarík- asta ár sem komið hefur, síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk með sjálfsmorðsskoti í Berlín. Frá því í nóvember árið 1964 lifðum við í skugga þriggja skota, sem var hleypt af í Texas, þriggja skota, sem kostuðu mikinn grát og mikla eftirsjá, og heimurinn jafnaði sig ekki, fyrr en eftirmaður hins myrta vann stærsta kosningasigur, sem nokkru sinni hefur verið unninn í Bandaríkjunum. Og svo hvarf annar leiðtogi af sjónarsviðinu; Nikita Krúséff mátti bíta í það súra epli, að verða að hætta að skipta sér af heimspólitíkinni, og nú veit enginn hvar hinn rússneski björn elur manninn. Sir Douglas Home og ráðuneyti hans er einnig horfið, og þjóðnýtingar- sinninn Wilson stjórnar nú Stóra-Bretlandi. Ykkur finnst kannski einkennilegt, að framangreint sé formáli að frásögu um kvikmynd, en það er til að sýna í hvernig heimi við lifum, sem í ársbyrjun 1964 var opinberaður áþreifanlega á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Eins og allir vita eru listamenn naskari á að finna galla mannlífsins en við aðrir dauðlegir menn. Með lyktnæmni. sinni þefa þeir uppi hvað það, sem afvega fer, og þess vegna var það ekkert skrýtið, þótt Cannes hátíðin yrði að þessu sinni heldur drungaleg. Hreint út sagt, allar myndir, sem þar voru sýndar snerust um kynræn fyrirbæri, morð, nauðganir, ofdrykkju eða geðveiki. Hvað Skandínavíu viðkemur hefur árið einkennzt af kynferðis- málum. Það byrjaði um vorið, með hinum miklu deilum um kyn- ferðisfræðslu í skólum, það hélt áfram um sumarið, þegar kona nokkur fullyrti, að norskir karlmenn hefðu ekki hugmynd um að líkami konunnar er sem hljómleikar í A-, B-, eða C-moll fyrir slaghörpu, og um haustið var klykkt út með því, að sænskur maður lét stofna hjálparlið, semsamanstóð af konum, — einnig konu hans og dóttur, — sem fóru í sjúkravitjanir milli sjúkra- húsa og fangelsa til að hughreysta hungraða karlmenn með yndis- þokka sínum. Og nú alveg fyrir stuttu var prestsfrú að gefa út bók, þar sem hún segir, að sænskt fólk sé orðið afkynjað, og það þakkar hún prédikunum prestastéttarinnar. „O tempore, o mores,“ var kjörorð Rómverjans Cicero. Við skul- um minnast þessara orða: Hvílíkir tímar, hvílíkir siðir“, og með þetta til marks munum við ræða um þessa kvikmynd. Hún gerist í landi, sem er frægt fyrir hlið sín til helvítis, og fyrir sínar miklu götur með stórum neonljósum, nefnilega Japan, en það var tekið á móti þessari mynd með undrun og viðbjóði í UKDIR YFIRBORDI JARDAR „KONAN í SANDINUM": JAPÖNSK MYND, SEM VAKTI GEYSILEGA ATHYGLI. 30 FALK/NN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.