Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Síða 33

Fálkinn - 03.08.1965, Síða 33
• Aristokrat Framh. af bls. 7. stoppar við söluskála Kaupfé- lags Héraðsbúa, og það er búið að opna bankann, og uppi á klettunum eru skattmeistararn- ir önnum kafnir við að leggja skatta á Austfirðinga, hundar eru í slag fyrir utan aðalsölu- búð kaupfélagsins, og prent- < smiðjustjóri neðan af fjörðum ekur um í rauðum kadilják og treystir viðskiptasambönd á Héraðinu, ensk millistéttarhjón * tipla um með myndavélar og segja um leið og ég mæti beim: „O, how nice.“ Sveinn bóndi er að fara á fund eftir hádegið og er uppá- skveraður með hatt og hvítt um hálsinn. Áður en hann fer á fundinn snýst hann í kauptún- inu á litlu, bláu cortínunni og fer geist. Síðar skutlar Ásdís dóttir Sveins honum á fundinn og hann lofar að spjalla aftur við mig seinna um daginn. Sveinn er grannur og spengi- legur og vissulega þyrfti tals- vert ímyndunarafl til að láta sér detta í hug, að hann væri kominn á áttunda tuginn. ' Sveinn reykir smásígara og er léttur í spori eins og ungling- ur og það sópar af honum eins og aðalsmanni. „Nei, það eru engar eða mjög litlar veiðar í Fljótinu, kannske ofurlítið næst landinu, en ann- ars er það svo djúpt og gróður- lítið, að þar þrífst enginn fisk- ur. Það hefur verið reynd fiski- iækt hér í Héraði en í mjög # femáum stíl, að vísu gerður laxastigi í Lagarfoss, en hann reyndist ekki kleifur fyrir lax- inn. Annars eru áreiðanlega til » iigætis ár ef lax gengi í þær og dettur mér t. d. í hug Eyvind- ará, sem rennur í fljótið hér rétt fyrir utan,“ segir Sveinn, þar sem við sitjum og látum fara vel um okkur á skrifst.ofu hans seinna um daginn. „Þegar ég hóf búskap hér fyrir fjörutíu og fimm árum var skógurinn mikið nytjaður og svo var raunar allt fram til þess, er olían leysti hann af hólmi, eða kannske öllu held- ur olíukyndingin leysti hann af. Þegar ég ræði um skóg þá minnist ég þess, að í vetur sem leið vorum við Sigurður skóg- ræktarfræðingur BlöndaJ sam- ferða í flugvél suður til höf- uðstaðarins, og þá spurði ég hann, hve meðalhitinn á hálend- inu þyrfti að vera hærri en raun er, til.að þar gæti þrifizt skógur. Sigurður kvað meðal- hitann þurfa að vera tveim stigum hærri.“ „Já, kornræktin. Jú, ég hef ræktað korn undanfarin ár, og það hefur gengið vel, þegar tíð- in hefur verið góð. Kannske á maður eftir að lifa það, að mannsandinn geti haft ein- hverja hönd í bagga með veðr- áttunni, og þá verður leikurinn einn að rækta korn hér á ís- landi. Þér hafið séð þreslcivél- ina, það er mikill galdragripur, sem gerir eiginlega allt í einu, slær, þreskir, pokar og saxar hálminn, sem síðar er plægður niðri í jörðina, ef rækta á korn á sama blettinum frá ári til árs. Maður notar sama landið noltk- ur ár undir kornrækt og skiptir svo yfir og sáir grasfræi í það. Annars eru svo hraðar fram- farir í vélum, að þær standa varla árið og ótrúlega mikið kapítal, sem í þeim liggur. Eins og ég gat um þá veltur allt á hitastiginu um kornræktina.“ Það var aldrei ætlan mín með þessu spjalli okkar Sveins að reyna að rekja úr honum garnirnar um uppbyggingu stórbúsins á Egilsstöðum, sem reyndar á sér fáar eða engar hliðstæður hérlendis. Það fer varla á milli mála, að í búskap Sveins hlýtur að hafa farið saman mikil bjartsýni, ótrúleg- ur dugnaður og elja og ódrep- andi sannfæring um ágæti landbúskapar og trúlega eru þeir ekki margir íslendingarnir sem hafa barizt með jafnmik- illi harðfylgni fyrir tilvist land- búnaðar á íslandi og Sveinn bóndi á Egilsstöðum. Tal okkar Sveins berst að hokurbúskapnum og hann seg- ir: „Ég get sagt yður, að það er nærri því takmarkalaust, hvað menn geta lifað af litlu, þegar sparsemin er nýtt til hins ýtr- asta. Á kreppuárunum var ég í nefnd, sem átti að líta eftir búskaparháttum á Austurlandi og svei mér þá höfðu sumir skaftfellskir bændur bókstaf- lega ekkert til að draga fram lífið af. Því miður breikkar alltaf bil- ið á milli lífsstandards þeirra, sem búa í sveit og hinna, sem eru í kaupstað. Enn eru t. d. fleiri sýslur rafmagnslausar. Hvernig yrði ástatt í þéttbýl- inu ef rafmagnið yrði skyndi- lega tekið af þar fyrir fullt og fast? Auðvitað ýtir þetta breiða bil undir flóttann úr sveitinni.“ Ég spyr um sveitarstjórnar- störf og félagslíf. Framh. á bls. 37. BING & GR0NDAHL KONGELIö HOF LEVERAND0R Heimsfrægt merki, glæsileg gjöf MÁFASTELLIÐ FRÁ BING & GRDNDAHL ER HÖFUÐPRÝÐI Á HVERJU HEIMILI. HÖFUM EINNIG MJÖG MIKIÐ LIRVAL AF HINUM FRÆGU STYTTUM. GJÖRIE) SVG VEL OG LÍTIÐ INN BING & GR0NDAHL KONGELIG HOF LEVERAN D0R PDSTULÍN & KRISTAL BÆNDAHDLLINNI SÍMI 24-B6B FÁLK.I IMN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.