Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Síða 37

Fálkinn - 03.08.1965, Síða 37
FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR ~1 J P Danmörk - Búlgaha % 14.8.- Vs/ss, ! ///. 2.9. 20 daga ferð Fararjstjóri: Gestur Þorgrímsson. 14. ágúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist þar í 3 daga. 17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur og dvalist þar í hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalist þar í 3 daga. 2. september: Flogið til Keflavíkur Búlgaría er eitt þeirra landa sem ferðamanna- straumurinn á síðastliðum árum hefur aúkist til í ríku mæli enda eru baðstrendur þar síst lakari en í Rúmeníu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelúm- undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð þar mjög gott. Sömuleiðis er um fjölda ferða að ræða ínnanlands á mjög hagkvæmu verði. Enginn vafi er á að íslendingar eíga eftir. að auka komur sínar til Búlgaríu á næstu árum enda eru viðskipti landanna í örum vexti. Hafið samband við okkur sem fyrst. LAN □SiJ N FERBASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK nautur, í heimsókn og sagðist vera á förum til Austurlanda fjær. Jeane hlustaði þegjandi á samræðurnar, en þegar hún heyrði minnzt á Nýju Delhi sagði hún líkt og ósjálfrátt: „Mahatma Gandhi verður myrt- ur.“ Báðir mennirnir störðu undr- andi á hana. „Það er alveg satt,“ sagði hún afsakandi. „Ég sá sýn rétt í þessu — Mahatma Gandhi verður myrtur innan séx mánaða.“ Innan sex mánaða, 30. janú- at 1948, féll hinn mikli andlegi leiðtogi Indlands fyrir skotj of- stækismanns í Nýju Delhi. ^reymdi íyrir eldsupptökum Eftir stríðið opnaði James ixon sína eigin fasteignasölu í; Washington. Þá var svo kom- ið, að Jeane fékk ekki stund- legan frið fyrir fólki sem leitaði til hennar með vandamál sín eða bað um spádóma. Hvert spm hún fór var hún umsetin áköfum spyrjendum. Síroinn hringdi á öllum tímum sólar- hringsins og bréfin voru borin tjl hennar í sekkjum. Hún neit- aði stöðugt að taka við þóknun í hvaða mynd sem var fyrir ráð- leggingar sínar, og það virtust engin takmörk lengur vera fyr- ir því hvers ætlazt var til af henni. Þegar barið var að dyrum heima hjá þeim síðla kvölds og inn gekk hernaðarfulltrúi eins af sendiráðum Austurlanda fjær til að biðja um herfræði- legar upplýsingar í sambandi við komandi átök, var James Ðixon loks nóg boðið. Hann sivaraði kurteislega en ákveðið, áð frú Dixon væri farin að söfa og hann vildi ekki að hún ýrði ónáðuð. „Þetta fólk sýgur úr þér alla h'fsorku,“ sagði hann við konu áína. „Ég veit, að þér er ómögu- légt að neita nokkurri bón, svo áð ég held, að eina ráðið til að ýernda þig gegn þessari plágu áé að þú komir og vinnir hjá mér í skrifstofunni. Þá hefurðu góða afsökun þegar fólk ætlar að tefja þig, og símastúlkan okkar getur séð um, að þú fáir frið fyrir eilífum upphringing- um.“ Jeane fór með manni sínum í skrifstofuna morguninn eftir og fékk sitt eigið herbergi þar. En hún gat ekki bælt niður spádómsgáfu sína. Að vísu tók hún kristalskúluna ekki með sér í vinnuna, en hún gat ekki stillt sig um að leika sér að því að finna réttu húsin handa rétta fólkinu. Hún fann á sér hvað hverjum hæfði bezt, og £ram- sýni hennar var jafnóskeikul og endranær. Auk þess skynjaði hún erfiðleika og hættur bæði í vöku og svefni. Vic Rand, gamall starfsmað- ur fasteignasölunnar, minnist þess enn er hún hringdi til hans snemma morguns og sagði: „Hr. Rand, mig dreymdi í nótt, að það væri kominn upp eldur í einu af húsunum okkar. Vilduð þér nú ekki vera svo góður að skreppa þangað og gæta að því?“ Hann andvarpaði mæðulega og hugsaði með sér: „Hvað ætli það verði næst?“, en fór samt af skyldurækni til að athuga málið. Húsið var mannlaust, og um leið og hann opnaði úti- dyrahurðina fann hann sterka reykjarlykt. „Ég rauk að næsta síma og hringdi í slökkviliðið," segir hann. „Og frá þeim degi treysti ég forspám hennar svo vel, að ef hún segir mér, að við megum eiga von á erfiðleikum í þessu eða hinu málinu eða viss háski steðji að, þá styn ég í angist og bý mig undir hið versta.“ NIÐURLAG í NÆSTA BLAÐI. Þar segir m. a. frá spádóm- um hennar um sigur Trumans í forsetakosningunum, ósigur Churchills fyrir Attlee eftir stríðið, fyrsta geimskot Sovét- ríkjanna, valdamissi Krúsjeffs og framtíðarhorfur heimsins allt til ársins 1999. • Aristokrat Framh. af bls. 33. „Ég hef jú verið oddviti hér í hreppnum í átján ár eða síðan Egilsstaðahreppur var stofnað- ur. Þetta er orðið nokkuð viða- mikið starf síðan allur þessi of- vöxtur hljóp í þorpið. Ég er þó ekki að kvarta. Félagslíf er svo sem ekki fjölskrúðugt og strandar þar mikið á húsleysi, sem að vísu stendur til bóta. Við eigum í smíðum myndar- legt félagsheimili, sem þegar eru komnar einar fjórar millj- ónir í, en sannast sagna stend- ur upp á „Félagsheimilasjóð", sem skuldar orðið á aðra millj- ón í framlag. Þessar fjárhítir fyrir sunnan gleypa allt, svo við dreifbýlismenn erum settir á hakann." Við Sveinn spjöllum góða stund í viðbót og ég get ekki annað en dáðst að hreinskilni hans og hleypidómaleysi um allt er varðar landbúnað. Það líður að kvöldverði og brezku millistéttarhjónunum smakkast vel á harðsteiktum kolanum og velta mikið fyrir sér hvers konar „púdding" kynslóðinni er í heimsókn hjá í eftirmat, er. Sveinn bóndi situr enn að skriftum á kontórnum sínum, og fjölskyldan hefur safnazt þar saman og hlýðir á útvarps- dagskrána. Nokkuð af þriðju knslóðinni er í heimsókn hjá Bíll með heildsalahjónum úr Reykjavík rennur í hlaðið og mér verður á í huganum að velta fyrir mér og bera saman þessa tvo máttarstólpa í þjóð- félaginu, heildsalann og stór- bóndann. Óþarfi er að láta nokkuð uppi um þann saman- burð. Kyrrð er komin á í kauptún- inu, einn og einn bíll á stangli veltur þar í gegn, og sem ég sit við gluggann í hótelherberginu og lít austur yfir kauptúnið, þá reyni ég að geta mér þess til í huganum hvort muni hafa vinninginn í framtíðinni kaup- túnið eða stórbýlið. Ég mundi segja, að stórbýlið hefði enn vinninginn, því þar eru ómót- mælanlega unnin fjölbreytt og verðmikil framleiðslustörf, með an kauptúnið hefur aðeins á hendi verzlunar- og þjónustu- störf. Vonandi eiga bæði þessi stórveldi eftir að vaxa og þró- ast í skjóli hvors annars, og meðan þau gera það, þá er lítil hætta á að um þau væsi. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.