Dvöl - 01.05.1901, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.05.1901, Blaðsíða 4
2Ö DVÖL. Útdráttarmunstur í bekk á vasaklút eða millumverk í línlök. Lóreftið verður að vera gott og þræðirnir í því bæði jafnir og sterkir, því þeir eru dregnir úr verk- efninu með jöfnu millibili þannig, að lérefts ferhyrningur verði eftir á milli hvers útdráttarkafla þvert og endilangt. Til dæmis eru 8 þræðir dregnir úr þvers um og langsetis með 24. þráða millibiii — I3að er léreftsfer- hyrningurinn — Síðan er saumþráður dreginn gegn um miðjuna á hverjuin úrdráttarkafla og á vixl gegn um þræðina 3 og 3, sem þá leggjast hverir yflr aðra, þannig, að farið er með nálina með saumþræðinum i yfir þrjá aftari þræðina og þeim brugðið fram fyrir hina fremri 3, sem þá leggjast hverir yfir aðra, því þeir eru teknir undan hinum upp á nálina og saum- þráðurinn dreginn í gegn um þá, og leggjast á víxl um miðjuna. Þegar 3 og 3 þráðum er brugðið sam- an verða brugningskaflarnir 4 við hverja röð tígulsins. Nú er búið að draga 1 þráð gegn um alla úr- dráttarkaflana þvert og endilangt og myndast þá dálít- ið gat við hvert tigulhorn, þar sem úrdráttarbekkirnir mætast og liggja þræðir þessir í kross yfir götin; nú er annar nálþráður dregin í samhliða hinum fyrri og á sama hátt, nema honum er við og við brugðið undir þann fyrri, svo þeir báðir líta út eins og tvöfaldur tvinni, þar til kemur að gati því, sem liggur við næsta tígulhorn, þá er saumaður með honum lítill kongulóar- vefur í miðjuna á gatinu, bæði til styrkleika og feg- urðarauka og er hann goiður þannig, nálinni er brugðið undir fyrsta krossþráðinn þeir koma þar 4 saman — yfir þann næsta undir þann 3. og yíir hinn 4. og þetta er gert 2—3 sinnum hringinn í kring og er þá vefarinn kominn í miðjuna á gatinu, síðan er á sama hátt og fyr segir farið með nálþráðinn að næsta gati og þar saumaður vefur o. s.Jrv. þar til alt munstrið er búið. Eigi þetta að vera bekkur á vasaklút er hafður lauíaskurður utan með og þrætt undir hann og siðan kappmellað yfir, sömuleiðis að innanverðu er kapp- melluð bein röð fram með öllum bekknum og eiga þá sporin að snúa inn. — Úrdráttarkaflarnir ná ekki lengra en munstrið er breitt og langt til. Til styrkleika er varpað fyrst yfir öll sárin, þar sem þræðirnir voru dregnir úr og til þess að munstrið aflagist ekki við þvott, með því að án þess geta hliðar og endaþræð- irnir trosnað upp, það gefur að skiJja að þegar talað er um að draga út 8 þræði í kross, svo á milli þeirra verði 24. þráða stór léreftstígull, þá er átt við, t. d. langsettis 8 þræði, en ívafið verður eftir, eða þversum 8 ívafsþræði, en þráðurinn verður eftir, það eru þessir þræðir sem eftir verða og sem seinna er brugðið saman. Til prýðis má sauma í hoinin á léreftsköflunum með flatsaum, kúnstsaum eða öðru, 4 sporaraðir mismun- andi langar og kringlótta doppu í miðjan tígulinn. Ráð við svefnleysi, (fýtt.) Eftirfylgjandi þægileg, og í ílestum tilfellum viss lækning við svefnleysi hefir verið uppgötvuð af frú einni i borginni New Jersey. Væt annan helming af löngu handklæði og legg hann aftan á hálsinn og lát hann ganga svo hátt að hann nemi við rætur heilans, vef síðan þura helmingn- um af handklæðinu yfir, til að koma í veg fyrir of fljóta útdömpun. Ahrifin eru fljót og þægileg, það kælir heilan og veitir værari og þægilegri svefn en nokkurt svefnlyf. íJað má eins við hafa volgt vatn en flestir vilja heldur hafa það kalt. Fyrir allflesta, sem ofþreita heilann annaðhvort með lestri eða áhyggj- um, er þetta einfalda ráð sérstaklega gott. Maður nokkur, sem hafði mörg vandasöm vet'k á höndum og mikla ábyrgð, sagði svo frá, að strax í dögun hefði hann vaknað, þegar hann hafði um margt að hugsa, og sór hefði verið ómögulegt að sofna aftur, en eftir að hann fór að leggja vott handklæði aftan á hálsinn þá gat hann sofið væran blund á eftir. Ýmislegt. Hrísgrjóna bítingur. Grjónin eru vel þvegin og vel soðin, er þá helt af þeim seyðinu og þau látin á pönnuna eða mótið sem á að baka þau í, rúsínur án steinanna, eru þá látnar saman við, sömuleiðis 2 þeytt egg, sykur, salt og múskatslmota, síðan er þetta þynt. með mjólk eftir því sem þarf og hrært vel saman, siðan or málið sett inn í ofn eða ofan á hann eftir því hvað hitinn er mikill og látið hlaupa og bakast, hann er svo annað- hvort borin inn á fati eða skamtaður frammi, með honum er liöfð sæt, mjólk, ef hún er ekki til þá með sósu, sem búin er til úr vatni, hveiti, kanel og sykri. Yötlur. 4 egg eru þeytt, rauðan sér og hvítan sór, 1 peli af nýmjólk 25 kvint af bræddu smjöri, hveiti nægi- legt til að gera deigið (ekki mjög þykt) og Jítið eitt af salti, ber einungis smjör á vöflujárnin eigi þær að vera fyrir morgunmat, en eigi þær að brúkast með te- vatni þá á að strá yfir þær sykri og múskati (Tor- ento Moil). Ef súpa verður ofsölt, er bezt að vinda hreinan óbrúkaðan svamp upp úr volgu vatni, þenja hann út og stinga honum á matkvísl niður í súpuna og verður hún þá mátulega sölt þegar búið er að taka hann upp úr. Smávegis. Þýtt úr ensku. Allir menn eiga 4 erfingja: Guð á sálina, jörð- in líkamann, ættingjarnir fjármunina og heimurinn mannorðið. Aðvörun skal krydda með hrósi eins og cítrónu með sykri og sallat með olíu. Blaðið kostar hér á landi 1 kr. 25 au., erlendis 2 kr., og borgist helmingurinn fyrir 1. júli, en hinn við árainót. Afgreiðsla blaðsins er í nr. 30 á Laugavegi. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdótfir Holm. Prontað í Aldarprentsmiðju.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.