Dvöl - 01.06.1901, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.06.1901, Blaðsíða 4
24 P VÖL. hann var 10—12 ára gamall og varð káetu-drengur og ferðaðist á þann hátt til Nýju-Yórvíkur, hann var iðinn og reglusamur og hegðaði sór svo vel, að hann vann hylli yfirboðara síns, sem lcallaði hann vanalega „Stefán sinn“ og þegar hann lét af starfa sínum styrkti hann Gírard til að fá skip til umráða. Stefán Gírard var sjálfmentaður maður; heimur- inn vai- skólinn hans. Það var uppáhalds umtalsefni hans seinna þegar hann var orðinn ríkur að segja frá þvi að hann hefði byrjað lífsferil sinn með einn 6 pence pening (um 42 au.) og bætti þá við, að bezta innstæðufé hvers manns væri starfsemi; allar stöður og öll störf, sem veittu góða atvinnu voru í hans aug- um jafn heiðarleg og hann fyrirvarð sig aldrei að vinna. Þegar sóttveikin gekk í Fíladelfiu 1793 og borgar- lýðurinn var óttasleginn, bauðst Stefán Gírard til — sem þá var ríkur kaupmaður — að hjúkra sjálfur sjúklingunum á hospítalinu. Boðið var þegið og þó hann væri þar sem hættan var mest, fékk hann ekki sjúk- dóminn. Hann sagöi oft við vini sína seinna: „þegar þið verðið veikir þá leitið þið ekki læknanna heldur mín, ég skal lækna ykkur.“ Á fyrri hluta 19. aldarinnar bað unglingur nokk- ur um atvinnu við hergagnabúrið í Springfield, en þar eð hann var fátækur, lót lítið yfir sér og átti enga vini til að mæla með sér, komst hann ekki að, en hann þekti hæfilegleika sína og hólt áfram að leita sér atvinnu þar til hann fókk hana. Löngu seinna heimsótti hann aftur sama hergagnabúrið, en var þá ekki daglaunamaður heldur meðal hinna mestu ræðu- skörunga í fulltrúamálstofunni (House of Representa- tives), og var í mörg ár landstjóri í Massachusetts. (Framh.) Prjónuð blúnda fram með rúmábreiðunni. 20 lykkjur eru fltjaðar upp. 1. og 2. prjónn koma rangir út á rétthverfunni (með görðum), en rétthverfan er þegar hliðin með lauf- unum snýr upp í vinstri hendi. 3. prjónn. 3 lykkjum er steypt hverri yfir aðra í röð (þetta er laufið). Pær lykkjur sem eftir verða eru prjónaðar rétt, og koma út með garð á rétta borðið. 4. prjónn. Bandinu er brugðið um prjóninn áður byrjað er og svo tekið úr, og þetta gjört 8 sinnum, verður þá 1 lykkja eftir og er hún prjónuð einstök. 5. prjónn. Fyrsta lykkjan er tekin óprjónuð fram af bandinu, tvisvar slegið um prjóninn, svo ekki fari nema annað bandið í brugðninguna, því öllum lykkj- unum er brugðið og böndunum. 6. prjónn. Róttur. 7. prjónn. Fyrsta lykkjan er tekin óprjónuð og siegið bandinu um prjóninn á laufinu, hinum brugðið. 8. prjónn. Pijónaður réttur, ein lykkja tekin upp á laufinu næst síðustu lykkju. Nú eru aftur komnar 20 lykkjur á prjóninn, og er þá munstrið búið og byrjað aftur á 1. prjóni. Yanalega er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð og síð- asta lykkjan prjónuð rétt, þó brugðið sé. Blúnduna verður að hafa við á hornunum, þegar hún er fest við ábreiðuna. Flosvefnaður. Ullargarn, sem hafa á í flosið er klipt niður sem svarar 1 þumlungs lengd. Svo eru teknir 2 þræðir í slöngunni fremst við voðina en þeim 3. er jafnan slept. Ressir 2 þræðir eru kallaðir eitt spor. Af smáu bandi eru 5 endar hafðir í sporið; þeim er brugðið yfir þessa 2 þræði og endanum til hægri handar er brugð- ið upp á milli þeirra, og eins þeim sem er til vinstri handar, og mynda þeir þannig kappmellu yfir um þræð- ina. Á milli hvei-s spors er 8 sinnum dregið fyrir. Það má bæði vefa heil og hálf flos þ. e. a. s. með rósa útrennu og auðum grunni á milli, en þá verður ívafið að vera mjög vandað, en sé alflos gætir þess lítið. í gamla hrafnsvarta flosið var að eins hafður svartur seyddur togþráður. Flos má vefa eftir kross- saumsmunstri. Flosið er siðan klipt og jafnað. Ýmislegt. (þýtt úr ensku.) Tak 2 hluta af góðu matarsalti, l af muldum hvíta- sykri og 1 af saltpótri, og blanda þessu vel saman. í hvert pund af srujöri þarf 1 únzu af þessu, sem er hnoðað vel inn í það; síðan er smjörið geymt á köld: um stað og vel um búið. Þá geymist það óskemt i 2 ár. Ef trúa má grein sem stendur í þýzku blaði þá á hinn rauði Perubark (kínín) að vera gott meðal við ofdrykkju, og er brúkað af mörgum Amerískum lækn- um og kvað heppnast vel. Það var þannig uppgötvað, að þegar gula sýkin geysaði (yellow fever) voru margir læknaðir með þessum berki, en þegar þeir komu aftur til heilsu höfðu þeir andstyggð á víni, þó þeir væru áður mestu drykkjumenn. Þegar ofnar eru burstaðir, á að láta saman við svertuna annaðhvort sýróp eða öllu heldur mulinn hvít- ansykur, sem þá fljótt bráðnar. Glansinn verður fegri og varanlegri. Til prýðis geta menn blandað ýmsum litum í kertatólg og haft þau þannig ljósblá, græn, gul, rauð og bleik. Skipasaum er gott að reka ofan í tjöru um leið og hann er smíðaður; hann ryðgar þá trauðlega. Gamall bóndi sagði um syni sína: „þegar þeir voru . frá 16 til 25 ára vissu þeir meira en ég, frá 25 til 30 vissu þeir eins mikið, frá 30 til 35 vildu þeir heyra hvað mér sýndist, frá 35 tii 40 spurðu þeir mig til ráða, og eftir það meðgengu þeir að gamli pabbi vissi líka sitthvað. (Norden.) Blaðið kostar hér á landi 1 kr. 25 au., erlendis 2 kr., og borgist helmingurinn fyrir 1. júli, en hinn við áramót. Afgreiðsla blaðsins er í nr. 36 á Laugavegi. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Prentað í Aldar-prents iðju.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.