Dvöl - 01.07.1903, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.07.1903, Blaðsíða 2
26 D V 0 L. er ekki óskemmtilegt. En mér. eins og ég segi er skipað af Guði, að gera ])etla m^ð goðsvörum ogdraumum og á sérhvern hátt, með hverjum guðleg rúðstöfun annars skipar manni að gera eitthvað. Þetta er Aþenuborgarmenn, bæði satt og hægt að sanna ))að, j því ef ég virkilega spillti ungum mönnum eða hef spillt þeim, þá ættu þeir þó, ef nokkur þeirra, er orð- inn eldri, að hafa komist til þeirrar viðurkenningar,að ég, meðan þeir voru ungir, hafi nokkurn tíma ráðið þeinj til nokkurs ills, þá ættu þeir nú sjálfir að koma fram með kæru á hendur mér, og hefna sín á mér. Eða ef þeir vildu ekki sjálíir, þá ættu einhverjir af vandamönnum þeirra, feður, bræður og aðrir venzla- menn, ef skyldmenni þeirra hafa orðið fyrir einhverju illu af mér, að minnast þess nú. [Framh.] Smalastúlkan á Landamærunum. Eftir Amaliu E. Barr. (Framh.). Faith gekk þá frá honum og fór að sá fræinu, en henni fannst hjarta sitt ætla að springa, henni fannst sig vera að dreyma, að trumbuleikarinh talaði nokkur orð við Davíð og gengi svo raulandi burtu uppáhalds lagið sitt. Þegar hún heyrði ekki lengur til hans rétti hún sig upp, tók af sér hattinn, til að kæla á séi- höfuðið og narh svo staðar, ná- bleik og horfði upp til dalanna. Þá hóf hún hjarta sitt til hæða og mælti fram stutta, hjartnæma átakan- lega bæn, og bað Guð um styrk og hugsvölun. í sama bili — rétt eins og henni væri svarað með því — kom Davið til hennar og tók utan um hendurn- ar á henni. Hún laut niður lagði hendurnar um vangana á honurn kyssti hann og sagði: „Elskaðu j mig nú heitt, Davíð. Elskaðu mig nú heitt, því nú ertu orðinn mér allt“. Hún grét ekki og hún mögl- j aði ekki, því eins og nú stóð á, fannst henni eng- j in mannleg vera geta hjúljiað sér. Hún vissi að Phemia myndi úthúða Renwick þó hún reyndi að hugga sig, og að Guð myndi veita sér einhverja hug- svölun, svo hún ásetti sér að tala ekki um þetta við neinn, og álasa ekkert þeim manni sein hún hafði elskað svo heitt og treyst svo takmarkalaust. Og hún gekk inn í eldhús og fór að lmoða og baka brauð því hún þekkti ekkert, sem henni fannst meira erfiði. Phemia stóð uppi yfir henni á meðan hún var að hnoða og bérja degið í ósköpum þar til hún var orðin svo þreytt að það ætlaði að Iíða yfir hana. Gamla konan vissi vel að það var sorg sem þrýsti henni til að erfiða svona mikið. Hún færði henni tevatnsbolla og sagði mjög vingjarnlega: „Seztu nið- ur og drekktu þelta. Sorgin gerir ekkert nema þreytu og koiua inönnum til að syndga“. „Hefurðu heyrt fréttirnar, Phemia?“ „Ójá. En það er hægra að bera sorgina þegar maður veit að fréttirnar eru sannar. Og okkur mætir ekkert nema það sem Guð bæði líður og leyfir. Og þú átt ]>ví að segja, verði Guðs vilji“. „Ef ég segði ]iað ekki, þá væri ég bú- in að gleyina sjálfri mér“ svaraði Faith. „Hans vilji er sá bezti“. Þetta skeði á því tímabili 17. aldarinn- ar sem skozku sambandstrúarhetjurnar risu upp gegn gömlu rómversku kirkjunni og andi trúarbragðanna skein ]iá i allri sinni hátign. Það er líka ómögulegt að neita, að í stórum sorgum og mótlæti er mikil hugfró að gefa sig gersamlega undir Guðs alvísu, há- tignarfullu ráðstöfun, og vér öflum oss með því dag- lega nýs hugrekkis og tignar. Faith færði sér þá huggun í nyt, sem trúarbrögðin veittu henni. Hver var hún, sem þorði að rísa öndverð gegn ]ivi sem Guð leið og leyfði. Ef þetta var fólgið í hans ráðs- ályktunum, þá var hennar skylda að þola það mögl- unarlaust. Renwick var nú giftur annari konu, það var því synd að hugsa nokkuð um hann. Reiði var synd. Ásökun vai- líka synd, og uin l’ram allt var synd fyrir liana að elska hann og hún taldi sér trú um að hún hefði engann rétt til að láta sínar eigin sorgir hamla sér frá að uppfylla skylduverk sín, hún varð að bera umhyggju fyrir bróður síuum, skepn- unum, búgarðinum og fyrir vinnufólkinu, og hún var sannfærð um að það var óréttlátt fyrir sig að draga skugga yfir velferð þess og gleði með sinni sorg. Hún hafði öðlast sterkan og hreinan skiln- ing á réttu og röngu og það hjálpaði henni. Hún hugsaði sem svo. „Yér getum ekki sjálf valið um hvaða skyldur oss eru á herðar lagðar, eða ráðið hverjir eru foreldrar okkar, eða í hvaða bygðarlagi eða heimsálfu vér fæðumst. Þetta er komið undir Guðs ráðstöfun. Og hún ásetti sér að vera hlýðið barn. Þetta skylduverk féll henni eigi að síður er- fitt í fyrstu að uppfylla. Hún var þögul og fálát en ekki afundin, og þetta átti eins vel við Imna og harlc- an við stálið, og þegar raunirnar eru bornar með þessum anda, þá h'kjast þær járnsmiðnum sem mót- ar járnið um leið og liann hamrar það. Skömmu seinna kom mesti annríkis tíminn og hún hafði engan tíma afgangs til að hugsa um sig sjálfa. Búrið var fullt af rjóma svo aldrei hafði þurft að búa til eins mikið smjör, þá kom rýingin, slátturinn og uppskerutíminn og hver vikan af ann- ári leið i mesta annríki. Faith náði sér því furðan- lega íljótt og fór aftur að verða glöð og róleg aðrar umhugsanir tóku sess og sæti ólrygga elskhugans hennar — féð margfaldaðist uppi í fjöllunum, bygg- og hafrarnir í ökrunum varð að gulli, ullin hafði al- drei verið eins mikil og góð. Allt jókst og marg- faldaðist í höndum hennar og hún hafði erft svo niikið af hinni skozku auðfýsn að henni þótti vænt um þetta. Og þegar sumarið var liðið ferðaðist hún til Harwick og lagði mikla peningadýngju inn í bank- ann. Það jók sjálfstæði hennar, og þá talaði hún í fyrsta sinnið við Phemiu um þær sorgir sem hún hafði borið. „Nú eru þær búnar“ sagði hún. „Já og það miklu betur en ég hafði búist viö að yrði mögulegt, morgunin sem Will Cavers sagði mér tíð- indin“. „Djöfullinn hitti þig aldrei iðjulausa og gat ]>ví aldrei blásið þér möglun í brjóst“ svaraði Phemia. „Eg hef heyrt að lávarður Graeme hafi rekið Ren- wick hurtu af Iandi sínu, og það fellur mér illa“, sagði Faitli. „Þú getur Faith mín, fundið nóga sem meiri gustuk er að aumkva en hann, og ég á enga minnstu tegund til í eigu minni af meðaumkvun fyr- ir honum“. Faith svaraði: „Ef liann hættir að drekka, þá getur hann orðið nýtur maður á einn eða annan hátt“. „Ójú, við segjum það! En ef klukkan

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.