Dvöl - 01.08.1905, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.08.1905, Blaðsíða 4
32 DV0L. á þráð, gulbrúnar kristalsperlur sem fundnar voru í Cairngormsfjöllunum, en ungi maðurinn var að lesa í bók. Hinum gamla flokksforingja fannst þetta lít- ilsverð iðja og sagði því með ráðríknismálróm um leið og hann vatt sér við: „Hrafn, nú er enginn tími til að lesa! Ætlarðu að verða prestur eða reikningsmeistari ? Þú hefir feng ið fimm fingur á hvora hendi. Heldurðu að þeir hafi verið skapaðir til að snúa bréfblöðum við?“ Svo hóf hann upp af borðinu stórt sverð tvíeggjað og lét það svo samstundis detta niður svo söng í. „Afi minn“,sagði hinn ungi maður mjög virðug- lega. „Vertu ekki að ergja þig yfir þessu, því und- ireins og ófrið ber að höndum, þá munu allir fing- urnir á mér nötra af fýkn til sverðsins og þá er kom- inn tími fyrir bókina að falla niður um fingurnar. Eg er nú að nota tíma minn til að Iesa um Canon". „Ertu að lesa um hann, en lærðu heldur að líkj- ast honum drengur minn, og vertu eins miskunsamur við óvini þína eins og hann var“. „Eg er til í allt afi minn". „Þú ert ekki til í al’.t, og mér hefði verið betra, að lofa þér að vera kyrrum þarna uppi á fjöllunum til þess að annast um kvikfénaðinn, en að láta þig koma hingað til að lesa um Canon. Ég var prinz á meðal dýranna á þínum aldri. Lachlan, Clythe og Tavis gætu kennt þér sitthvað, ef þú vildir að eins hlusta á þá“. „Vildirðu óska afi minn, að Hrafn yrði hjarð- maður eða fénaðarkaupmaður ?“ spurði nú stúlkan. „Skiftu þér ekki af honum, því hann hegðar sér vel". Á meðan hún sagði þetta studdi hún olnbogann á bakið á stólnum og lék sér að því, að sveifla perlu- bandinu til og frá í sólargeislanum og leit um leið til gamla mannsins, sem sá að hún brosti og varð eitthvað svo óráðinn og undarlegur við það, að hann tók upp gulltóbaksdósirnar sínar, sló á lokið á þeim í einhverju ráðaleysi, en vissi ekki hvað hann átti að segja. Hún lét þá perlurnar detta niður í kjöltu sína og sagði með hluttekningarfullu augnatilliti: „Hrafnl" Hann svaraði á sama hátt: „Saral” lagði af sér bók- ina og horfði brosandi á systur sína. Hún vissi svo vel, að hann dáðist að sér og hún hafði unun af að horfa inn í augu hans. Hún byrjaði aftur að draga perlurnar upp á þráðinn og hann horfði svo ánægju- legur á hana á meðan, því þó sumir hefðu getað neitað að hún væri falleg, þá gat enginn borið á móti, að hún hefði fengið talsverðan skerf af unaði. Hún var Iítil vexti og óvanalega mittismjó, bar höf- uðið hátt og hárið, sem var feykilega mikið, ljós- jarpt á litinn, myndaði einskonar geislabaug umhverf- is það. Andlitsdrættirnir voru fínir og yfirbragðið blómlegt. Hún líktist nýútsprungnu blómstri — sæt leika þess og ilman, — en alvörugefnin og sálarró- semin áttu rót sína að rekja til náttúrugáfna hennar, því Sara Mac Angall var gædd mjög næmri skynj- unargáfu, eins og hennar bláu leyndardómsfullu augu báru vitni um, senr geta stundum séð vitranir. Á ýmsum tímum tók andlit hennar þennan ójarðneska svip á sig, en vanalega þvingaði hún hinar dularfullu eftirlanganir í eðli sínu til að lúta þeim reglum, sem veraldlegri konu bar, sem skoðaði daglega lífið og skyldur þess eins og það, sem ekki mátti ganga á snið við. Hrafn bróðir hennar líktist henni í mörgu tilliti, en var aftur mjög ólikur henni í sumu. Hann var hár vexti og hárið var mjög líkt hennar á litinn. Hann var bæði andlega og líkamlega sterkur, ískald- ur á svipinn, nema endur og sinnum að eldur brann úr augum hans, svo var hann og seinmæltur. Fötin hans voru látlaus í samanburði við skrautklæðnað afa hans og hann auðkenndi sig með því, að fötin hans voru úr skoskum stykkjóttum dúk, eins og hinir sam- bandsmennirnir höfðu, en hvorki hann eða þeir báru hinn svonefnda Jacobiska búning, sem höfðingi þeirra hafði í svo miklum metum. En Hrafn var þó ekki hirðulaus um að bera falleg föt, því þegar hann leit á Söru, þá hrósaði hann fallegu fötunum sem hún var í, sem höfðu líka það til síns ágætis, að þau voru skáldleg. „Þetta er sérlega fallegur kjóll, Sara", sagði hann og dró stólinn sinn fast upp að henni, og hann fór að þreifa ofurhægt á silkinu, sem var í honum. „Hvær skyldi hafa haldið, að hvítgræni liturinn klæddi þig svona vel ? En hann er svo líkur fínu, grænu blöð- unum, sem eru undir rósunum". „Athol systir færði mér hann og marga aðra fall- ega kjóla að auki — fullan kassa af allskonar skraut- gripum. En eg opnaði hann ekki fyr en í morgun, af því að systir var of þreytt til að hjálpa mér til þess, og eg vildi ekki svifta hana þeirri gleði, að sjá með eigin augum hvað eg var henni þakldát fyrir gjafirnar". „Það er þér líkt, Sara. En ég skil ekkert í hvað gat komið henni systir til að fara að taka sér ferð á hendur yfir fjöllin um þetta leyti árs, því það er löng terð“. „Eg hef ekki verið að brjóta heilann yfir því, bróðir I Við skulum ætla að hún hafi komið til að sjá hann afa — bróður sinn, sem er orðinn sá sein- asti af nánum ættingjum hennar — það er að segja, sá einasti, sem helgar sig sverðinu; það eru kvenn- menn á lífi í ættinni, en enginn af btæðrum hennar nema Mordo". „Ég veit það, en hann afi okkar fer æfinlega einu sinni á ári til að finna hana“. „Eg spyr ekkert um, hvers vegna hún kom, því hún er æfinlega velkomin hingað og verðskuldar það, hún kemur líka jafnan með eitthvað með sér hingað yfir fjöllin af gæðum hinnar stóru veraldar". „Þá heldurðu systir mín, að hin stóra veröld sé h'ka góð veröld ?" „Jú, það það held ég, og ég mun aldrei gleyma þeim fjögra ára tíma, sem ég dvaldi hjá Athol systur minni í Edinborg. Þau liðu eins og skemmtileg skáldsaga — betri og öflugri saga en nokkrir af flokksmönnum vorum geta sagt af fyrri tímum". Á meðan hún sagði þetta, var hún að hlusta eftir einhverju, og bætti svo brosandi við: „Eg heyri að Athol systir kemur. Stattu upp, Hrafn!" Hinn ungi maður gekk til dyranna, lauk hurðinni upp, hneigði sig og rétti hendina að lafði Atholiu Gordon og leiddi hana inn í stofuna. Hún var yngsta systir afa þeirra og sú einasta, sem var á lifi. Hún var hávaxin tíguleg kona, hér um bil 60 ára gömul með unglegt fallegt andlit, sem bar vott um gott geð og miðlungs skynsemi blandna dálítilli kænsku. Hún hafði hvíta kniplingahúfu á höfðinu og var í fjólu- bláum silkikjól, og hélt á löngum staf úr fílabeini, þó hún þyrfti ekki að styðja sig við hann. (Frh.). Útgefandi: Torfhiláur Þorsteinsdóttir Jlolm. Prentsmiöja Þjóðólfs.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.