Dvöl - 01.03.1910, Blaðsíða 3
d V0L:
ii
bækurnar okkar og myndirnar okkar, og það var
líka veraldar-hnötturinn okkar; og viljið þer ekki,
elskan mín, halda uppá þær eins og þér gerðuð?
Jafnvel þó eg þá verði kominn í hina himnesku
bústaði þá gleðst eg við að hugsa um það. í
Edinborgar-bankanum á eg átta hundruð pund
og seitján shillings; nú eigið þér það allt saman.
Alt sem eg á er yðar eign. Eg skal aldrei gleyma
yður, elskan mínl Aldrei, aldrei!«
Bréf þelta var mjög lijartnæmt, og það dró
enn þá einu sinni tár af augum Thyru, er hún
mintist Dónalds — »Dónald Fraser«, stóð neðan
undir bréfinu og var nafnið blettað auðsjáanlega
eftir tár.
Þetta var síðasta ósk Dónalds, og Thyra gat
ekki slegið hendinni á móti henni, þar að auki
sárbændu hjónin hana um að þiggja gjöfina, svo
þegar hún hélt aftur til Orkneyja, varð hún að
liafa mikinn flulning með sér. Að viku liðinni
var hún komin á sjóinn, og Edinborg var horfin
úr lífssögu hennar fyrir fult og alt. þetta hafði
verið undrunarvert tímabil, og er hún sat á þil-
fari á skipinu, sem öldurnar voru að vagga, ritj-
aði hún það upp fyrir sér. Hún hafði komig lil
þessarar fögru og stóru borgar bláfátæk, vinalaus^
og átti ekki föt til skifta; en nú fór hún aftur
lieim til sín með dýrindis bækur og málverk, og
með talsvert mikla peninga; þar að auki fullar
skrínur af allskonar skrautgripum, sem lady Fraser
hafði raðað niður og komið með flulningnum
liennar án þess liún vissi af því. Og það sem
var betra en alt annað, var, að lnín hafði áunnið
sér ódauðlega vináttu, og endurminningu hreinn-
ar unaðsríkrar, saklausrar elsku, sem stóðst
gröf og dauða.
Hún lenti í Kirkwoll um sólar uppkomu, en
presturinn var vanur að risa árla úr rekkjn, og
þess vegna gekk hún fyrst heim að prestsetrinu.
Þegar liún kom þangað, sá liún að hann laul
yfir garðshliðið og var að reykja, og hún þóttist
sjá, að hann fylgdi ferðum sínum efablandinn j
fyrstu, þar lil hann kom henni fyrir sig. Og áð-
ur en liún kom nokkuru orði fyrir sig, lirópaði
hann: »Thyra! Thyra Varrick! er þetta sannar-
lega þú?« Hún brosti framan í hann, og þau
gengu saman inn í liúsið. Þá fékk hún honum
bréf frá lávarði Fraser, sem liafði inni að lialda
talsverða peninga uppliæð handa kirkjunni —
og ekkjum og börnum druknaðra sjómanna, sam-
lcvæmt ósk Dónalds. Margt var sagt í bréfinu um
Thyru, og presturinn festi augun á henni til þess
að sannfærs sig um livílík stúlka hún væri nú
orðin:
»Lady og lávarður Fraser skrifa meira gott
um þig, Thyra, en eg held að nolckur dauðlegur
maður verðskuldi; en svo mikið er sýnilegt að þú
hefir gert vel; og gegnum þitt góða framferði,
hefir þessi undrunarverða hjálp komið til okkar
vesalings ekkna og munaðarlausra barna. Vissu-
lega hefir drottinn verið með þér og flutt þig aftur
til lieimilisins þíns með hendurnar fullar af bless-
un. Hvað get eg gert fyrir þig?«
»Þú getur gert margt fyrir mig. Velvild þín
getur gert vegferð mína létta og beina þar til hann
faðir minn kemur aftur«.
»Það skal eg gera af öllu lijarta. Hvað ætl-
arðu nú fyrir þér? Og hvar viltu vera?«
»Fyrst vil eg fá lyklana að húsi föður míns.
Hann afhenti þér þá. Eg ætla mér að setja þar
alt í röð og reglu. Hann mun mjög bráðlega
koma úr þessu«.
»Þú getur ekki verið þar einsömul. Vertu
heldur liérna á prestsetrinu. Kristín Vennell er
hér, og hún mun sjá um að þér líði vel«.
»Þakka þér fyrir boðið, en eg ætla nú að
ganga til Marinar Flett. Hún mun verða hjá mér«.
»Frú Flett er reiðubúin til að fara til Fife.
Hún liefir selt Alexander Fae, sem ætlar að ganga
að eiga Jórunni Beaton, húsið sitt og liúsgögnin.
En hún fullgerir ekki söluna til hlítar — eða af-
hendir það ekki fyrri en á fimtudaginn; svo þú
getur enn þá liitt hana á gamla heimilinu sínu«.
Þessi breyting hugnaðist Thyru illa. Hún
hafði talið sér hjálp Marinar og félagskap vísan.
Samt hélt liún lieim til hennar, og er liún kom
þangað, sá hún mikla breytingu. Garðurinn var
í óreiðu, og liúsdyrnar voru opnar. Thyra gekk
steinþegjandi inn. Þar var þröngi stiginn, sem
hún hafði gengið niður i brúðarkjólnum hið ó-
gæfusama ltveld! Hún nam staðar á sama bletl-
inum sem hún hafði séð elskhuga sinn berjast
árangurslaust um í höndum þeirra sem fjötruðu
hann. Ofurlítið neðar í stiganum, fanst lienni að
hún sjá hið harða, þungbúna andlit hins reiða
föðurs í því liann kallaði á hana; og liún var eins
róleg og hlutlaus eins og liún hefði lesið söguna
í bók, og ætti engan sem helzt þátt í henni. Það
var undrunarvert.
Hvernig gat hún nú verið svo köld fyrir við-
burðum sem einu sinni yíirgnæfðu bæði dauða
og líf í liuga hennar. Litlu siðar kom Marin á
móti henni með tevatnskönnu í annaii hendi, en
í hinni liélt hún á diski með steiktum fiski á; en
í því hún sá Tliyru, rak hún upp hljóð og lióf
upp hendurnar í undrun, svo bæði tevatnið og
fiskurinn datt niður á gólfið. Svo kystu þær
liver aðra, og Marin skoðaði Tliyru með undrun
og aðdáun.
»Og þú ert svartklædd?« hrópaði liún. »Er
faðir þinn dauður? — eða ertu að syrgja einhvern
sem við skulum ekki nefna?
Farðu úr ferðafötunum; mig sundlar, en eg
skal strax koma með meira tevatn og fisk — eg
er viss um að þú þarft eitthvað að borða, eftir
að liafa verið lieila viku á sjónum«.
Innan skams var morgunverðurinn til reiðu,
svo þær settust niður til að snæða og tala. »Mér
liefir borist að þú hafir búið hjá lávörðum og la-
dies, og náltúrlega lifað á mesta sælgæti, — og
því samkvæmt liefir þú klætt þig — já, það er
hægt að sjá á þér að Mally Peterson liefir ekki
saumað fötin þín«.
»Presturinn sagði mér að þú ætlaðir burtu
frá Kirkwall. Hvers vegna gerir þú það, Matin?«
»Þetta hérað er ekki orðið svo skemtilegt«,