Dvöl - 01.04.1915, Síða 4

Dvöl - 01.04.1915, Síða 4
16 D V 0 L. Þar var flest óumbreytt, faðir minn og móðir sýndust ekki vitund eldri en þegar eg skyldi við þau, og þau horfðu undur h\rrt og áuægjulega á hann Eyjólf sinn. — Eg hafði að eins dvalið einn dag heima þegar eg spurði föður minn hvert krækiberin mundu ekki vera orðin stór núna uppi á háls- inum. »Jú, það tel eg víst, en þér mun þó ekki detta i hug að fara að riða upp á háls núna í berjaleit?« spurði hann. »Nei, eg ætla að ganga eins og eg var oft- ast nær vanur«, sagði eg. — »Eg býst við að eg hitti máski einhverja forna kunningja mína af því það er sunnudagskveld, Heldur ekki unga fólkið áfram að fara til berja?« »Mikil ósköp jú. En eg vil helst þú riðir. Ef þú kæmir við í Nesi og tækir hana Hallgerði með þér, þá veit eg þú hefðir miklu meiri skemtun af ferðinni. Hún hefir stundum verið að tala um hve hún hefði gaman af að sjá þig aftur. Eí þú ert ríðandi þá er það ekki næsta mikill krókur fyrir þig«. »Nei! en nú er eg gangandi og til allrar ó- lukku langar mig ekkert til að sjá Gerðu húu er víst ekkert fríðari en til forna«. — »Ekki veit eg hvort hún má fríð heita, en hún er allra myndarlegasta stúlka, og búkonu- efni hið besta að sagt er«. »Hvar er Rannveig Erlendsdóttir nú? Hún er víst orðin falleg stúka?« »Þú munt liklega hitta hana í dag, ef þú ferð á berjamóinn. Eg sá ekki betur en það væri hún sem gekk með Steini Jónssyni þar upp eftir áðan. Fólk er að jafna þeim saman, heyri jeg sagt«. — »Svo er það«, sagði eg, og beit ofur hægt á vörina. »Er Steini hér í nágrenninu« —. »Iá hann er fyrii'vinna hjá föður sínum á Lundi. Jón karlinn er oi'ðtnn alveg ónýtur til alls, útslitinn og gigtveikur«. »Svo er það«, sagði eg aftur. en eg má ekki tefja ef eg ætla að heilsa upp á gömlu berja- brekkurnar mínai', og sjá hvernig Brúarfossi líð- ur«, og um leið þreif eg húfuna mína og fór á stað. Eg labbaði í hægðum mínum upp götu með hendui'nar fyrir aftan bak, og eg athugaði hvei'n stein i götu minni, sem eg þekti frá fornu fári, hvern skúta kannaði eg, já jafnvel hvetrt strá, fanst mér sem eg kannaðist við. »Og hérna er ein- stígið, sem liggur ofan í Hvammsbi'ekku, og héi'na er fossinn sjálfur, gamli Brúsandi — köll- uðum við hann stundum. — Að sjá meitilbei'gið uppi yfir, hvað það var gljáandi og fágað af sól- skíninu. — Þar höfðu ernir og fálkar ln'eiður sín, og neðanundir var hamragilið sem Bi'úsandi steypti sér ofan í með háum jötnasöng, alveg eins og áðus. Hvammsbi'ekka blasti við er eg var kominn upp á Stapa, sem kallaður var, og berjamórinn var þar skamt fyiir norðan. Eg tylti mér á tá er eg skyngdist yfir sveit- ina, rétt eins og eg myndi sjá betur fyrir það, enda reyndist það og, því nú sá eg eitthvað kvikt í brekkunni, sem eg ekki hafði tekið eftir áður. »Eg verð að vita hver það er«, hugsaði eg með mér, »hver veit nema það sé Rannveig, þar hitti eg hana siðast er við vorum á berja- mó«. Jeg framar flaug en hljóp ofan einstígið, enda var það breitt og gott, og eg nam staðar fyrir framan fallega og glóhærða stúlku. Þarf eg að taka það fram, að það var Rannveig fornvina mín, sú sama og áður, að eins svo miklu fallegri og þroskaðri eu fyr. Oft hafði eg hugsað um hana, en aldrei hafði mig dreymt um slíka fegurð, aldrei svona gullbjarta, langa og þykka lokka, aldrei svona fallegan yfirlit, — svona mjalla hvítt enni og háls — svona rós- rauðan munn, svona morgunroða litaða vanga — svona blið blá og björt augu — svona að- dáanlegar hreifingar. Eg var i stuttu máli, sem sleini lostinn er eg stóð fyrir framan hana, og horfði á liana án þess að koma upp einu orði. Hún opnaði munninn til að tala, en sneri þvi upp í bros, sem eg ekki get lýst. Loksins fékk eg þó málið. — Eg rétti henni hendina og heilsaði henni með nafni, og spurði hvort hún þekti mig. Hún játti þvi. Eg veit ekki hvort það var tilhlýðilegt — en næsta orð, sem eg talaði, var að spyrja hana hvort hún myndi hvað eg hefði sagt við hana að skilnaði. Hún játti því einnig, og nú hljóp blóðið upp undir hársrætur, ofan á háls og út undir eyru sá eg. »Og áttir þú von á að heyra mig endur- taka þau orð?« spurði eg enn fremur. »Eg hélt það máske«, sagði hún mjög niðurlút. »Svo þú hjelst ekki eg væri búinn að gleyma því?« »Eg vissi að þú varst tryggur og staðfastur í lund«, svaraði hún, og skildi eg að hún hvorki vildi neita né játa í þetta sinn. Eg þakkaði henni fyrir þessi orð, og næstu fáeinum orðum er þar fóru á eftir vil eg ekki segja frá. En við höfðum ekki tima til að tala mikið saman í þetta skiftið heldur, því þegar mér var litið við, sá eg hvar karl faðir minn var að staulaust ofan einstígið. Hann var búinn að sjá okkur, og voru brýrnar talsvert sígnar á karli. — Hví ertu kominn hér«, sagði eg með engu minni alvörusvip, en þeim sem bjó í brúnum hans, »viltu eg sæki þér gull ofan í fossinn?« Eg sá hann skyldi hvað eg meinti, því hann roðnaði. Hann var þá kominn til okkar, og stóð hann og horfði á olckur á víxl. — Þá var sem ský liði burt frá andliti hans. — Það hlaut líka að hverfa frammi fyrir fegurð og yndisleik Rannveigar. — Eftir litla þögn svaraði hann brosandi. F'ramh. Útgefandi: Torfhildnr I’orsteinsdóttir Holm. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.